Sjáðu Orkumótið: „Ómetanlegar minningar fyrir þá“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2023 09:01 Svava Kristín með fjörugum Frömurum sem nutu lífsins í Eyjum um síðustu helgi. Stöð 2 Sport Það er óhætt að lýsa Orkumótinu í Vestmannaeyjum sem ákveðnum hápunkti í fótboltalífi íslenskra stráka. Svava Kristín Gretarsdóttir var á mótinu í ár og gerði því ítarleg skil í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. „Mótið í ár er jafnglæsilegt og síðustu ár. Eftir fjörutíu ára reynslu Eyjamanna þá gengur allt saman smurt fyrir sig, og lítið mál að halda utan um þá þúsund keppendur sem hingað eru komnir, til þess eins að gera það sem þeim finnst skemmtilegast að gera; Jú, að spila fótbolta,“ sagði Svava Kristín áður en hún tók púlsinn á nokkrum eldhressum keppendum. Þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Orkumótið 2023 „Þessi hérna lokaði bara sjoppunni,“ sagði FH-ingur og benti á vin sinn úr vörninni, eftir sigur á Þrótti. „Hann varði sko frá Ronaldo!“ sagði ekki síður hress Bliki, um þjálfara sinn Gunnleif Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, sem naut þess að vera á mótinu og sagði það dýrmætt fyrir strákana: „Tapa, gráta, hlæja og sigra“ „Það er mikilvægt fyrir þá að læra allt hérna. Tapa, gráta, hlæja og sigra. Allan pakkann,“ sagði Gunnleifur sem virtist ekki síður hafa gaman af að vera á mótinu sem þjálfari en leikmaður: „Það er bara best í heimi. Að sjá þessa gæja upplifa þetta allt, og koma síðan þroskaðri og vonandi betri manneskjur og fótboltamenn til baka, það er bara stórkostlegt. Forréttindi að fá að vera hérna,“ sagði Gunnleifur. „Ómetanlegt að vera hérna“ Sveitungi hans úr Kópavogi, Ómar Ingi Guðmundsson, sleppir heldur ekki tækifærinu á að fara á mótið þó að hann sé þjálfari meistaraflokks HK. Hann þjálfar einnig stráka í 6. flokk. „Þetta verða ómetanlegar minningar fyrir þá og maður veit það því maður umgengst enn í dag, í meistaraflokksliði mínu, stráka sem ég var með hérna. Það er ómetanlegt að vera hérna, með bestu vinunum, og sérstaklega ef það gengur vel og veðrið er gott. Þá er þetta bara frábært,“ sagði Ómar Ingi. Svava spjallaði við mun fleiri, þar á meðal vinsælasta manninn á svæðinu að því er virtist, Einsa kalda, sem sá til þess að strákarnir fengju nóg að borða, og söngvarann Jón Jónsson sem fékk alla með sér í nýja laginu Fótbolti úti í Eyjum. Stjarnan og KR mættust í úrslitaleik mótsins þar sem Stjörnumenn höfðu að lokum betur og fögnuðu vel og innilega, eins og sjá má í þættinum hér að ofan. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um N1-mótið sem nú er í fullum gangi á Akureyri. Sumarmótin Vestmannaeyjar Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
„Mótið í ár er jafnglæsilegt og síðustu ár. Eftir fjörutíu ára reynslu Eyjamanna þá gengur allt saman smurt fyrir sig, og lítið mál að halda utan um þá þúsund keppendur sem hingað eru komnir, til þess eins að gera það sem þeim finnst skemmtilegast að gera; Jú, að spila fótbolta,“ sagði Svava Kristín áður en hún tók púlsinn á nokkrum eldhressum keppendum. Þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Orkumótið 2023 „Þessi hérna lokaði bara sjoppunni,“ sagði FH-ingur og benti á vin sinn úr vörninni, eftir sigur á Þrótti. „Hann varði sko frá Ronaldo!“ sagði ekki síður hress Bliki, um þjálfara sinn Gunnleif Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, sem naut þess að vera á mótinu og sagði það dýrmætt fyrir strákana: „Tapa, gráta, hlæja og sigra“ „Það er mikilvægt fyrir þá að læra allt hérna. Tapa, gráta, hlæja og sigra. Allan pakkann,“ sagði Gunnleifur sem virtist ekki síður hafa gaman af að vera á mótinu sem þjálfari en leikmaður: „Það er bara best í heimi. Að sjá þessa gæja upplifa þetta allt, og koma síðan þroskaðri og vonandi betri manneskjur og fótboltamenn til baka, það er bara stórkostlegt. Forréttindi að fá að vera hérna,“ sagði Gunnleifur. „Ómetanlegt að vera hérna“ Sveitungi hans úr Kópavogi, Ómar Ingi Guðmundsson, sleppir heldur ekki tækifærinu á að fara á mótið þó að hann sé þjálfari meistaraflokks HK. Hann þjálfar einnig stráka í 6. flokk. „Þetta verða ómetanlegar minningar fyrir þá og maður veit það því maður umgengst enn í dag, í meistaraflokksliði mínu, stráka sem ég var með hérna. Það er ómetanlegt að vera hérna, með bestu vinunum, og sérstaklega ef það gengur vel og veðrið er gott. Þá er þetta bara frábært,“ sagði Ómar Ingi. Svava spjallaði við mun fleiri, þar á meðal vinsælasta manninn á svæðinu að því er virtist, Einsa kalda, sem sá til þess að strákarnir fengju nóg að borða, og söngvarann Jón Jónsson sem fékk alla með sér í nýja laginu Fótbolti úti í Eyjum. Stjarnan og KR mættust í úrslitaleik mótsins þar sem Stjörnumenn höfðu að lokum betur og fögnuðu vel og innilega, eins og sjá má í þættinum hér að ofan. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um N1-mótið sem nú er í fullum gangi á Akureyri.
Sumarmótin Vestmannaeyjar Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira