Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 11:27 Carles Puigdemont var kjörinn á Evrópuþingið árið 2019 þrátt fyrir að hann ætti yfir höfði sér ákæru í tengslum við sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu tveimur árum áður. Þingið ákvað að svipta hann friðhelgi sem þingmenn njóta árið 2021. Vísir/EPA Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. Puigdemont stýrði katalónsku héraðsstjórninni þegar hún lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Spáni árið 2017. Sjálfstæðisyfirlýsingin leiddi til þess að landsstjórnin í Madrid tók beina stjórn á sjálfstjórnarhéraðinu. Forsetinn flúði Spán til að forðast ákæru og hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin ár. Almenni dómstóllinn hafnaði áfrýjun Puigdemont og tveggja annarra katalónskra aðskilnaðarsinna sem Evrópuþingið ákvað að svipta friðhelgi árið 2021, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Puigdemont sagði að þeir ætluðu sér að áfrýja til Evrópudómstólsins. Hæstiréttur Spánar felldi úr gildi ákæru á hendur Puigdemont fyrir uppreisn eftir að ákvæði um hana voru felld úr hegningarlögum í janúar. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, náðaði þá sem höfðu þegar hlotið refsidóma í tengslum við sjálfstæðisyfirlýsinguna. Puigdemont á enn yfir höfði sér ákæru fyrir að óhlýðnast stjórnvöldum og fjárdrátt. Hann gæti átt allt að átta ára fangelsi yfir höfði sér. Spænsk yfirvöld ætla sér enn að fá hann framseldan. Fyrri tilraunir þeirra til þess hafa mistekist. Spánn Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega. 24. september 2021 06:58 Svipta Puigdemont og tvo til viðbótar friðhelgi Meirihluti Evrópuþingsins hefur samþykkt að svipta Evrópuþingmanninn Carles Puigdemont friðhelgi. Puigdemont er fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, en auk Puigdemont hafa tveir Evrópuþingmenn til viðbótar verið sviptir friðhelgi. 9. mars 2021 08:53 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Puigdemont stýrði katalónsku héraðsstjórninni þegar hún lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Spáni árið 2017. Sjálfstæðisyfirlýsingin leiddi til þess að landsstjórnin í Madrid tók beina stjórn á sjálfstjórnarhéraðinu. Forsetinn flúði Spán til að forðast ákæru og hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin ár. Almenni dómstóllinn hafnaði áfrýjun Puigdemont og tveggja annarra katalónskra aðskilnaðarsinna sem Evrópuþingið ákvað að svipta friðhelgi árið 2021, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Puigdemont sagði að þeir ætluðu sér að áfrýja til Evrópudómstólsins. Hæstiréttur Spánar felldi úr gildi ákæru á hendur Puigdemont fyrir uppreisn eftir að ákvæði um hana voru felld úr hegningarlögum í janúar. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, náðaði þá sem höfðu þegar hlotið refsidóma í tengslum við sjálfstæðisyfirlýsinguna. Puigdemont á enn yfir höfði sér ákæru fyrir að óhlýðnast stjórnvöldum og fjárdrátt. Hann gæti átt allt að átta ára fangelsi yfir höfði sér. Spænsk yfirvöld ætla sér enn að fá hann framseldan. Fyrri tilraunir þeirra til þess hafa mistekist.
Spánn Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega. 24. september 2021 06:58 Svipta Puigdemont og tvo til viðbótar friðhelgi Meirihluti Evrópuþingsins hefur samþykkt að svipta Evrópuþingmanninn Carles Puigdemont friðhelgi. Puigdemont er fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, en auk Puigdemont hafa tveir Evrópuþingmenn til viðbótar verið sviptir friðhelgi. 9. mars 2021 08:53 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega. 24. september 2021 06:58
Svipta Puigdemont og tvo til viðbótar friðhelgi Meirihluti Evrópuþingsins hefur samþykkt að svipta Evrópuþingmanninn Carles Puigdemont friðhelgi. Puigdemont er fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, en auk Puigdemont hafa tveir Evrópuþingmenn til viðbótar verið sviptir friðhelgi. 9. mars 2021 08:53
Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44