De Gea yfirgefur Man United: „Manchester verður alltaf í mínu hjarta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2023 14:30 David De Gea hefur verið markvörður Manchester United síðan árið 2011. Vísir/Getty David De Gea hefur birt pistil á Twitter þar sem hann kveður stuðningsmenn Manchester United. Þar með er endanlega komið á hreint að Spánverjinn mun spila fyrir nýtt félag á næstu leiktíð. Framtíð David De Gea hjá Manchester United hefur verið í mikilli óvissu en samningur hans við félagið rann út á dögunum. De Gea og United hafa átt í viðræðum um nýjan samning síðustu mánuði en viðræðurnar voru settar á ís fram yfir brúðkaup hans nú á dögunum. United hefur verið orðað við Andre Onana, markvörð Inter, síðustu daga og í morgun bárust fregnir af því að kamerúnski landsliðsmaðurinn færðist sífellt nær því að skrifa undir við enska stórliðið. Nú er hins vegar ljóst að De Gea mun ekki spila fyrir Manchester United á næstu leiktíð. Hann birti í dag pistil á Twitter þar sem hann kveður stuðningsmenn United og þakkar fyrir sinn tíma hjá félaginu. I just wanted to send this farewell message to all Manchester United supporters. I would like to express my unwavering gratitude and appreciation for the love from the last 12 years. We ve achieved a lot since my dear Sir Alex Ferguson brought me to this club. I took incredible pic.twitter.com/6R7ezOEf1E— David de Gea (@D_DeGea) July 8, 2023 „Við höfum afrekað margt síðan minn kæri Sir Alex Ferguson fékk mig til þessa félags. Ég hef verið stoltur í hvert einasta skipti sem ég hef klæðst treyjunni, að leiða liðið áfram og koma fram sem fulltrúi þess, stærsta félags í heimi,“ skrifar De Gea. „Manchester verður alltaf í mínu hjarta, Manchester hefur mótað mig og mun aldrei yfirgefa mig,“ skrifar De Gea ennfremur. David De Gea hefur verið leikmaður Manchester United síðan árið 2011 og á að baki yfir 400 leiki fyrir félagið. Hann hefur þar að auki leikið 45 landsleiki fyrir Spán. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, hrósar De Gea í hástert. „Að hafa unnið verðlaun sem leikmaður ársins bæði valið af stuðningsmönnum og liðsfélögum, bæði verðlaun í fjórgang, sýnir gæði frammistöðu hans og hans verður alltaf minnst sem einn af bestu markvörðum í sögu þessa félags.“ „Persónulega er ég þakklátur fyrir þau 25 skipti sem hann hélt hreinu á síðsta ári og fyrir almennt framlag á vellinum á mínu fyrsta ári hjá félaginu. Allir leikmennirnir og starfsfólkið sendir honum bestu óskir á næsta skrefi hans á frábærum ferli.“ Enski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Framtíð David De Gea hjá Manchester United hefur verið í mikilli óvissu en samningur hans við félagið rann út á dögunum. De Gea og United hafa átt í viðræðum um nýjan samning síðustu mánuði en viðræðurnar voru settar á ís fram yfir brúðkaup hans nú á dögunum. United hefur verið orðað við Andre Onana, markvörð Inter, síðustu daga og í morgun bárust fregnir af því að kamerúnski landsliðsmaðurinn færðist sífellt nær því að skrifa undir við enska stórliðið. Nú er hins vegar ljóst að De Gea mun ekki spila fyrir Manchester United á næstu leiktíð. Hann birti í dag pistil á Twitter þar sem hann kveður stuðningsmenn United og þakkar fyrir sinn tíma hjá félaginu. I just wanted to send this farewell message to all Manchester United supporters. I would like to express my unwavering gratitude and appreciation for the love from the last 12 years. We ve achieved a lot since my dear Sir Alex Ferguson brought me to this club. I took incredible pic.twitter.com/6R7ezOEf1E— David de Gea (@D_DeGea) July 8, 2023 „Við höfum afrekað margt síðan minn kæri Sir Alex Ferguson fékk mig til þessa félags. Ég hef verið stoltur í hvert einasta skipti sem ég hef klæðst treyjunni, að leiða liðið áfram og koma fram sem fulltrúi þess, stærsta félags í heimi,“ skrifar De Gea. „Manchester verður alltaf í mínu hjarta, Manchester hefur mótað mig og mun aldrei yfirgefa mig,“ skrifar De Gea ennfremur. David De Gea hefur verið leikmaður Manchester United síðan árið 2011 og á að baki yfir 400 leiki fyrir félagið. Hann hefur þar að auki leikið 45 landsleiki fyrir Spán. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, hrósar De Gea í hástert. „Að hafa unnið verðlaun sem leikmaður ársins bæði valið af stuðningsmönnum og liðsfélögum, bæði verðlaun í fjórgang, sýnir gæði frammistöðu hans og hans verður alltaf minnst sem einn af bestu markvörðum í sögu þessa félags.“ „Persónulega er ég þakklátur fyrir þau 25 skipti sem hann hélt hreinu á síðsta ári og fyrir almennt framlag á vellinum á mínu fyrsta ári hjá félaginu. Allir leikmennirnir og starfsfólkið sendir honum bestu óskir á næsta skrefi hans á frábærum ferli.“
Enski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira