Banna teiknimyndina um Bósa Ljósár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. júlí 2023 14:30 Bósa Ljósári haldið hátt á lofti í hinsegin göngu í Valencia á Spáni. Xisco Navarro/Getty Images Nýr meirihluti hægri flokkanna á Spáni hefur bannað sýningu myndarinnar um Bósa ljósár í litlum bæ á Norður-Spáni. Í myndinni sjást tvær konur kyssast eitt augnablik. VOX stendur við það sem hann lofar Það er ekki hægt að segja að öfgahægriflokkurinn VOX hér á Spáni standi ekki við það sem hann lofar. Hann hefur lofað því fyrir þingkosningarnar eftir tvær vikur að komist hann í ríkisstjórn þá verði lögum sem auki jafnrétti kynjanna og réttindi hinsegin fólks snúið við og lög um þungunarrof felld úr gildi. Og nú hefur flokkurinn gefið kjósendum smjörþefinn af því sem koma skal. VOX og Lýðflokkurinn, sem er borgaralegur hægri flokkur og stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum skoðanakönnunum, mynda nýjan meirihluta í litlum bæ á norðurströnd Spánar, Santa Cruz de Bezana. Saman felldu þeir Sósíalistaflokkinn sem hafði skipulagt sumarbíó bæjarins, sem eru kvikmyndasýningar á föstudagskvöldum undir heiðum sumarhimni á aðaltorgi bæjarins. Sumarbíóið átti að byrja í gærkvöld, og fyrsta mynd sumarsins átti að vera teiknimynd Pixars um Bósa ljósár, sem frumsýnd var í fyrrasumar. Fyrir þá sem ekki muna þá er Bósi ljósár geimfari sem rekur upphaf sitt til Toy Story myndanna. Teiknimyndin um Bósa ljósár hefur nú verið bönnuð á bænum Santa Cruz de Bezana á Norður-Spáni en öfgahægriflokkurinn VOX myndar meirihluta þar ásamt Lýðflokknum eftir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni í lok maí.Public Domain Út með Bósa, inn með slæmu strákana En núna fer VOX með menningarmál bæjarins og þar var brugðist hratt við sumardagskránni, Ljósári var kippt út og þess í stað var teiknimynd Dreamworks, The Bad Guys, sýnd í gærkvöldi. Nokkur umræða varð um myndina Ljósár þegar hún var frumsýnd í fyrra og hún var bönnuð í a.m.k. 16 múslimalöndum í Austurlöndum nær. Ástæðan var sú að tvær konur sjást kyssast eitt örstutt augnablik. Og einmitt vegna þessa olli hún þó nokkru fjaðrafoki í Bandaríkjunum þar sem bókabann er t.a.m. stundað af miklum þrótti þessi misserin. Létu líka fjarlægja Regnbogafánann Myndin hefur þó hvergi í Evrópu verið bönnuð, þar til núna að henni er kippt út af sumardagskrá Santa Cruz de Bezana. Þetta er ekki eina atlagan að hinsegin fólki sem VOX hefur lagt í síðan flokkurinn komst í meirihluta í bænum. Eitt fyrsta verk hans var að láta fjarlægja Regnbogafána hinsegin fólks af ráðhúsi bæjarins þar sem hann hafði lengi fengið að blakta óáreittur. Enginn úr röðum hinna ráðandi hægri flokka hefur viljað tjá sig um málið við spænska fjölmiðla. Spánn Menning Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
VOX stendur við það sem hann lofar Það er ekki hægt að segja að öfgahægriflokkurinn VOX hér á Spáni standi ekki við það sem hann lofar. Hann hefur lofað því fyrir þingkosningarnar eftir tvær vikur að komist hann í ríkisstjórn þá verði lögum sem auki jafnrétti kynjanna og réttindi hinsegin fólks snúið við og lög um þungunarrof felld úr gildi. Og nú hefur flokkurinn gefið kjósendum smjörþefinn af því sem koma skal. VOX og Lýðflokkurinn, sem er borgaralegur hægri flokkur og stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum skoðanakönnunum, mynda nýjan meirihluta í litlum bæ á norðurströnd Spánar, Santa Cruz de Bezana. Saman felldu þeir Sósíalistaflokkinn sem hafði skipulagt sumarbíó bæjarins, sem eru kvikmyndasýningar á föstudagskvöldum undir heiðum sumarhimni á aðaltorgi bæjarins. Sumarbíóið átti að byrja í gærkvöld, og fyrsta mynd sumarsins átti að vera teiknimynd Pixars um Bósa ljósár, sem frumsýnd var í fyrrasumar. Fyrir þá sem ekki muna þá er Bósi ljósár geimfari sem rekur upphaf sitt til Toy Story myndanna. Teiknimyndin um Bósa ljósár hefur nú verið bönnuð á bænum Santa Cruz de Bezana á Norður-Spáni en öfgahægriflokkurinn VOX myndar meirihluta þar ásamt Lýðflokknum eftir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni í lok maí.Public Domain Út með Bósa, inn með slæmu strákana En núna fer VOX með menningarmál bæjarins og þar var brugðist hratt við sumardagskránni, Ljósári var kippt út og þess í stað var teiknimynd Dreamworks, The Bad Guys, sýnd í gærkvöldi. Nokkur umræða varð um myndina Ljósár þegar hún var frumsýnd í fyrra og hún var bönnuð í a.m.k. 16 múslimalöndum í Austurlöndum nær. Ástæðan var sú að tvær konur sjást kyssast eitt örstutt augnablik. Og einmitt vegna þessa olli hún þó nokkru fjaðrafoki í Bandaríkjunum þar sem bókabann er t.a.m. stundað af miklum þrótti þessi misserin. Létu líka fjarlægja Regnbogafánann Myndin hefur þó hvergi í Evrópu verið bönnuð, þar til núna að henni er kippt út af sumardagskrá Santa Cruz de Bezana. Þetta er ekki eina atlagan að hinsegin fólki sem VOX hefur lagt í síðan flokkurinn komst í meirihluta í bænum. Eitt fyrsta verk hans var að láta fjarlægja Regnbogafána hinsegin fólks af ráðhúsi bæjarins þar sem hann hafði lengi fengið að blakta óáreittur. Enginn úr röðum hinna ráðandi hægri flokka hefur viljað tjá sig um málið við spænska fjölmiðla.
Spánn Menning Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira