„Verðum að fara nýta færin betur“ Hinrik Wöhler skrifar 8. júlí 2023 17:16 Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfarateymi Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við 2-0 tap á móti toppliði Breiðabliks í tólftu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Leikurinn var markalaus í hálfleik og var Jonathan sáttur með frammistöðuna framan af. „Í fyrri hálfleik var ég mjög ánægður með skipulagið og hvernig við lokuðum á þær. Einnig voru skyndisóknirnar hjá okkur að skila færum þó að við náðum ekki að klára þa. Á móti góðu liði líkt og Breiðablik verður þú að nýta öll mögulega færi,“ sagði Jonathan skömmu eftir leik. Leikmenn Breiðabliks komu beittari til leiks í seinni hálfleik og voru ekki lengi að skora fyrsta mark leiksins en það kom á 51. mínútu. „Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en eftir aðeins ein mistök á móti gæðaleikmönnum með þennan hraða og liði með vel útfærðar skyndisóknir þá er þér refsað. Eftir það reyndum við að ýta aðeins ofar og jafna en þær refsuðu okkur aftur með góðri fyrirgjöf inn í vítateiginn. Ég vil meina að við hefðum átt að nýta færin í fyrri hálfleik og þá hefði það komið okkur í vænlega stöðu,“ bætti Jonathan við. Varnarleikur Keflavíkur var agaður og skipulagður í fyrri hálfleik og vildi Jonathan sjá það sama í síðari hálfleik en varð ekki að ósk sinni. „Ég sagði þeim að við verðum að gera meira af því sama, þurfum að vera rétt stilltar og ég held að þetta var heilt yfir góð frammistaða. Þetta var spurning um ein mistök og þær refsuðu okkur í fyrsta markinu, þetta er sérstaklega hættulegt á móti góðu liði eins og Breiðablik.“ Sóknarleikur Keflavíkur hefur ekki verið upp á marga fiska í síðustu leikjum en liðið hefur leikið þrjá leiki í röð í deildinni án þess að skora mark og hafa aðeins náð skora sjö mörk þegar tólf umferðir eru búnar. „Við verðum að fara nýta færin betur og vonandi kemur það bráðlega, þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Við höfum verið að fá færi en verðum að fara klára þau,“ sagði Jonathan þegar hann var spurður út í sóknarleikinn. Félagsskiptaglugginn opnar 18. júlí og segir Jonathan að liðið gæti bætt við sig leikmönnum í glugganum. „Við erum skoða þetta, klárlega. Þetta er spurning hvað við getum gert, við erum að skoða þetta út frá kostnaði. Við erum að funda og ætlum að skoða þetta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
„Í fyrri hálfleik var ég mjög ánægður með skipulagið og hvernig við lokuðum á þær. Einnig voru skyndisóknirnar hjá okkur að skila færum þó að við náðum ekki að klára þa. Á móti góðu liði líkt og Breiðablik verður þú að nýta öll mögulega færi,“ sagði Jonathan skömmu eftir leik. Leikmenn Breiðabliks komu beittari til leiks í seinni hálfleik og voru ekki lengi að skora fyrsta mark leiksins en það kom á 51. mínútu. „Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en eftir aðeins ein mistök á móti gæðaleikmönnum með þennan hraða og liði með vel útfærðar skyndisóknir þá er þér refsað. Eftir það reyndum við að ýta aðeins ofar og jafna en þær refsuðu okkur aftur með góðri fyrirgjöf inn í vítateiginn. Ég vil meina að við hefðum átt að nýta færin í fyrri hálfleik og þá hefði það komið okkur í vænlega stöðu,“ bætti Jonathan við. Varnarleikur Keflavíkur var agaður og skipulagður í fyrri hálfleik og vildi Jonathan sjá það sama í síðari hálfleik en varð ekki að ósk sinni. „Ég sagði þeim að við verðum að gera meira af því sama, þurfum að vera rétt stilltar og ég held að þetta var heilt yfir góð frammistaða. Þetta var spurning um ein mistök og þær refsuðu okkur í fyrsta markinu, þetta er sérstaklega hættulegt á móti góðu liði eins og Breiðablik.“ Sóknarleikur Keflavíkur hefur ekki verið upp á marga fiska í síðustu leikjum en liðið hefur leikið þrjá leiki í röð í deildinni án þess að skora mark og hafa aðeins náð skora sjö mörk þegar tólf umferðir eru búnar. „Við verðum að fara nýta færin betur og vonandi kemur það bráðlega, þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Við höfum verið að fá færi en verðum að fara klára þau,“ sagði Jonathan þegar hann var spurður út í sóknarleikinn. Félagsskiptaglugginn opnar 18. júlí og segir Jonathan að liðið gæti bætt við sig leikmönnum í glugganum. „Við erum skoða þetta, klárlega. Þetta er spurning hvað við getum gert, við erum að skoða þetta út frá kostnaði. Við erum að funda og ætlum að skoða þetta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira