Þá verður rætt við teymisstjóra fósturteymis hjá Barna- og fjölskyldustofu en um 30 fylgdarlaus börn eru nú í úrræðum barnavernda um allt land. Vistforeldra er leitað komi fleiri fylgdarlaus börn til landsins.
Eyjamenn halda upp á að fimmtíu ár eru liðin frá goslokum í Heimaey og nær Goslokahátíð hámarki í kvöld. í kvöldfréttum fáum við að heyra sögu manns sem vaknaði upp við þann vonda draum að eldgos væri hafið í bakgarði hans.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 klukkan 18:30.