Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2023 08:57 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stendur hér með hermönnunum fimm sem leiddu varnir Úkraínumanna í Maríupól. AP/Forsetaembætti Úkraínu Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. Mennirnir fimm leiddu varnir Úkraínumanna í Maríupól í fyrra en þurftu á endanum að gefast upp, ásamt rúmlega þúsund öðrum hermönnum, eftir langvarandi umsátur Rússa. Flestir verjendur borgarinnar tilheyra Azov-herdeildinni svokölluðu, sem yfirvöld í Rússlandi hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök, og landgönguliði Úkraínu. Azov-herdeildin var stofnuð upprunalega árið 2014 sem sjálfboðaliðasveit og kom að því að berjast gegn sveitum aðskilnaðarsinna og Rússa í austurhluta landsins. Azov-herdeildin hefur verið bendluð við nýnasista en hún var innleidd inn í úkraínska herinn. Upprunalegir stofnendur hennar yfirgáfu hana fyrir mörgum árum og Úkraínumenn segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Rússar höfðu heitið því að rétta yfir þeim sem hryðjuverkamönnum en slepptu 215 þeirra í fangaskiptum í september fyrra. Rúmlega sjö hundruð hermenn sem gáfust upp í Maríupól eru enn í haldi Rússa. 500 . , . 50 .298 pic.twitter.com/HMWw0yHuSE— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023 Yfirvöld í Tyrklandi höfðu milligöngu um fangaskiptin en leiðtogarnir fimm áttu að vera áfram í Tyrklandi þar til stríðinu væru lokið. Í skiptum fengu Rússar 55 hermenn og Viktor Medvedchuk en það er úkraínskur auðjöfur og góður vinur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Pútín er guðfaðir dóttur Medcedchuk. Lét Pútín ekki vita Selenskí fór til Tyrklands á föstudaginn þar sem hann fundaði með Erdogan og sneri hann aftur með leiðtogana fimm og yfirlýsingu frá Erdogan um að Úkraína ætti að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í gær að Rússar hefðu ekki fengið að vita af því að mönnunum hefði verið leyft að ferðast til Úkraínu og sagði hann að það væri brot á samkomulagi sem Rússar gerðu við Tyrki og Úkraínumenn. Peskóv sagði einnig að Erdogan hefði verið undir miklum þrýstingi frá öðrum aðildarríkjum NATO. Samkvæmt frétt Moscow Times, sem vísar í viðtal RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, við Peskóv, sagði talsmaðurinn að enginn hefði látið Rússa vita af því að mönnunum yrði sleppt. Það hafi orðið ljóst í gær þegar Selenskí birti mynd af sér með mönnunum í flugvél á leið frá Tyrklandi til Úkraínu. Erdogan, sem hefur nokkrum sinnum verið milliliður milli Úkraínu og Rússlands, hefur komið að nokkrum samkomulögum þeirra á milli. Þar á meðal eru fangaskipti og korn-samkomulagið svokallaða sem snýr að því að leyfa Úkraínumönnum að flytja korn til Afríku. Erdogan sagði á föstudaginn að Pútín myndi mögulega ferðast til Tyrklands í næsta mánuði. Peskóv sagði það koma til greina en að ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum. Úkraína Rússland Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13 Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Mennirnir fimm leiddu varnir Úkraínumanna í Maríupól í fyrra en þurftu á endanum að gefast upp, ásamt rúmlega þúsund öðrum hermönnum, eftir langvarandi umsátur Rússa. Flestir verjendur borgarinnar tilheyra Azov-herdeildinni svokölluðu, sem yfirvöld í Rússlandi hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök, og landgönguliði Úkraínu. Azov-herdeildin var stofnuð upprunalega árið 2014 sem sjálfboðaliðasveit og kom að því að berjast gegn sveitum aðskilnaðarsinna og Rússa í austurhluta landsins. Azov-herdeildin hefur verið bendluð við nýnasista en hún var innleidd inn í úkraínska herinn. Upprunalegir stofnendur hennar yfirgáfu hana fyrir mörgum árum og Úkraínumenn segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Rússar höfðu heitið því að rétta yfir þeim sem hryðjuverkamönnum en slepptu 215 þeirra í fangaskiptum í september fyrra. Rúmlega sjö hundruð hermenn sem gáfust upp í Maríupól eru enn í haldi Rússa. 500 . , . 50 .298 pic.twitter.com/HMWw0yHuSE— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023 Yfirvöld í Tyrklandi höfðu milligöngu um fangaskiptin en leiðtogarnir fimm áttu að vera áfram í Tyrklandi þar til stríðinu væru lokið. Í skiptum fengu Rússar 55 hermenn og Viktor Medvedchuk en það er úkraínskur auðjöfur og góður vinur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Pútín er guðfaðir dóttur Medcedchuk. Lét Pútín ekki vita Selenskí fór til Tyrklands á föstudaginn þar sem hann fundaði með Erdogan og sneri hann aftur með leiðtogana fimm og yfirlýsingu frá Erdogan um að Úkraína ætti að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í gær að Rússar hefðu ekki fengið að vita af því að mönnunum hefði verið leyft að ferðast til Úkraínu og sagði hann að það væri brot á samkomulagi sem Rússar gerðu við Tyrki og Úkraínumenn. Peskóv sagði einnig að Erdogan hefði verið undir miklum þrýstingi frá öðrum aðildarríkjum NATO. Samkvæmt frétt Moscow Times, sem vísar í viðtal RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, við Peskóv, sagði talsmaðurinn að enginn hefði látið Rússa vita af því að mönnunum yrði sleppt. Það hafi orðið ljóst í gær þegar Selenskí birti mynd af sér með mönnunum í flugvél á leið frá Tyrklandi til Úkraínu. Erdogan, sem hefur nokkrum sinnum verið milliliður milli Úkraínu og Rússlands, hefur komið að nokkrum samkomulögum þeirra á milli. Þar á meðal eru fangaskipti og korn-samkomulagið svokallaða sem snýr að því að leyfa Úkraínumönnum að flytja korn til Afríku. Erdogan sagði á föstudaginn að Pútín myndi mögulega ferðast til Tyrklands í næsta mánuði. Peskóv sagði það koma til greina en að ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum.
Úkraína Rússland Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13 Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13
Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent