Dauðsföllum vegna mikils hita fjölgar hratt Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. júlí 2023 11:50 Valencia á Spáni. Rauðar og appelsínugular viðvaranir voru í mörgum borgum og héruðum Spánar í vikunni. Fullorðið fólk þarf einna helst að gæta sín á hitanum. Rober Solsona/Getty Dauðsföll vegna hita voru 40 prósent fleiri í fyrrasumar en meðaltal síðustu sex ára. Sérfræðingar segja að ástandið eigi bara eftir að versna verði ekki brugðist við loftslagsbreytingum af krafti. Sumarið 2022 það heitasta síðan 1880 Funheit hitabylgja réði ríkjum víðast hvar hér á Spáni í vikunni og minnti illþyrmilega á sumarið í fyrra, sem var það heitasta í Evrópu síðan mælingar hófust árið 1880. Og margir óttast að enn sé það versta eftir. Í þessari sömu viku voru niðurstöður rannsóknar á dauðsföllum í 35 ríkjum í Evrópu vegna hita sumarið 2022 kynntar í tímaritinu Nature Medicine. Þar kemur fram að rekja megi 61.672 dauðsföll beint til mikils hita. Það er rúmlega 40% fleiri dauðsföll en voru að meðaltali á árunum 2015 til 2021 rakin til hás hita. Yfirvöld fljóta sofandi að feigðarósi Höfundar skýrslunnar leggja áherslu á að þessi rannsókn sýni hve knýjandi það er fyrir yfirvöld í hverju ríki álfunnar og Evrópusambandið að grípa til róttækra aðgerða vilji þau stöðva þessa geigvænlegu þróun en spár vísindamanna til næstu ára gefi ekki tilefni til bjartsýni. Flest dauðsfallanna áttu sér stað á Ítalíu, 18.010 og á Spáni, 11.324, þannig að um helmingur dauðsfalla vegna hita í Evrópu átti sér stað í þessum tveimur Miðjarðarhafslöndum. Athygli vekur að í skýrslunni kemur fram að tvö dauðsföll á Íslandi í fyrra megi rekja til hita. Svona háar tölur hafa ekki sést síðan sumarið 2003, en það var óvenju heitt og það sumar er talið að tæplega 72.000 manns hafi dáið vegna hita í Evrópu. Eldra fólk verður aðallega hitanum að bráð Langflestir þeirra sem létust vegna hita eru í elstu aldurshópunum og einungis 4.822 dauðsföll hjá fólki undir 65 ára aldri má rekja til hita. Þá dóu fleiri konur en karlar. Verst var ástandið á milli 11. júlí og 14. ágúst, en þá voru skæðar hitabylgjur tíðar og víða í álfunni. Það er einmitt það tímabil sem við erum að skríða inn í núna og því viðbúið að margir krossi fingur og biðji um örlítið meiri andvara þessi dægrin. Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Sumarið 2022 það heitasta síðan 1880 Funheit hitabylgja réði ríkjum víðast hvar hér á Spáni í vikunni og minnti illþyrmilega á sumarið í fyrra, sem var það heitasta í Evrópu síðan mælingar hófust árið 1880. Og margir óttast að enn sé það versta eftir. Í þessari sömu viku voru niðurstöður rannsóknar á dauðsföllum í 35 ríkjum í Evrópu vegna hita sumarið 2022 kynntar í tímaritinu Nature Medicine. Þar kemur fram að rekja megi 61.672 dauðsföll beint til mikils hita. Það er rúmlega 40% fleiri dauðsföll en voru að meðaltali á árunum 2015 til 2021 rakin til hás hita. Yfirvöld fljóta sofandi að feigðarósi Höfundar skýrslunnar leggja áherslu á að þessi rannsókn sýni hve knýjandi það er fyrir yfirvöld í hverju ríki álfunnar og Evrópusambandið að grípa til róttækra aðgerða vilji þau stöðva þessa geigvænlegu þróun en spár vísindamanna til næstu ára gefi ekki tilefni til bjartsýni. Flest dauðsfallanna áttu sér stað á Ítalíu, 18.010 og á Spáni, 11.324, þannig að um helmingur dauðsfalla vegna hita í Evrópu átti sér stað í þessum tveimur Miðjarðarhafslöndum. Athygli vekur að í skýrslunni kemur fram að tvö dauðsföll á Íslandi í fyrra megi rekja til hita. Svona háar tölur hafa ekki sést síðan sumarið 2003, en það var óvenju heitt og það sumar er talið að tæplega 72.000 manns hafi dáið vegna hita í Evrópu. Eldra fólk verður aðallega hitanum að bráð Langflestir þeirra sem létust vegna hita eru í elstu aldurshópunum og einungis 4.822 dauðsföll hjá fólki undir 65 ára aldri má rekja til hita. Þá dóu fleiri konur en karlar. Verst var ástandið á milli 11. júlí og 14. ágúst, en þá voru skæðar hitabylgjur tíðar og víða í álfunni. Það er einmitt það tímabil sem við erum að skríða inn í núna og því viðbúið að margir krossi fingur og biðji um örlítið meiri andvara þessi dægrin.
Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira