Verulega minni kraftur en í gær Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2023 08:16 Eldgos hófst við Litla-Hrút á fimmta tímanum í gær. Sprungan myndaðist skammt frá Meradölum, þar sem hraun kom upp í fyrra. Vísir/Vilhelm Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút í nótt og hraunflæði hefur minnkað. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir eldgosið hegða sér svipað og gosið í fyrra, en þá hafi kraftur þess verið mikill í upphafi og minnkað. Upphafsfasi þessa goss hafi þó verið mun öflugri en eldgossins í fyrra. „Núna er þetta farið að líkjast mikið fyrri gosunum, svona að nálgast þau í stærð,“ sagði Magnús Tumi. „Það hefur dregið verulega úr og það er í sjálfu sér algengt í eldgosum að fyrsti fasinn er öflugastur en síðan dregur úr og fer í hægara rennsli.“ Gosið er við Litla-Hrút suðvestur af Keili.Kort/Kristján Hann sagði eldgosið sýna frekar hefðbundna hegðun. Magnús Tumi sagði mögulegt að styrkur gossins gæti aukist aftur en það væri ólíklegt með eldgos sem þetta. „En þau geta náttúrulega aukist og minnkað á víxl en þessi upphafsfasi er lang öflugastur.“ Fylgjast má með nýjustu vendingum varðandi eldgosið hér í Vaktinni á Vísi. Betra að fara varlega Þá sagði Magnús að þær ákvarðanir sem teknar hafi verið í gærkvöldi um að loka svæðinu hafi verið hafi byggt á því sem sást á gosstöðvum þá. „Það þýðir ekkert annað en að fara þokkalega varlega í svona málum, því það verður ekki aftur tekið ef að illa spilast úr,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði einnig að ef eldgosið myndi halda áfram með þessum hætti myndi það taka langan tíma þar til hraunflæðið gæti farið að ógna einhverjum innviðum. Magnús Tumi sagði að fólki annars staðar í heiminum þætti stórmerkilegt hve gott aðgengi fólk fengi að gosstöðvum hér á landi. Í fyrra hefðu aðstæður til að mynda verið bættar, björgunarfólk aðstoðaði fólk við að ferðast að gosstöðvum og lokunum hafi verið haldið í lágmarki. „Þetta hefur vakið athygli um allan heim. Á Ítalíu, þar eru lokanir reglan, og þegar gaus á Kanaríeyjum í fyrra, þá voru miklar lokanir. Þar var ekkert verið að leyfa fólki að koma nálægt þessu, enda var það kannski svolítið hættulegra þegar það var. En þetta vakti mikla athygli, hvaða nálgun var tekin hér. Að bara leyfa fólki að fara og aðstoða fólk á allan hátt.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14 Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05 Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Hann segir eldgosið hegða sér svipað og gosið í fyrra, en þá hafi kraftur þess verið mikill í upphafi og minnkað. Upphafsfasi þessa goss hafi þó verið mun öflugri en eldgossins í fyrra. „Núna er þetta farið að líkjast mikið fyrri gosunum, svona að nálgast þau í stærð,“ sagði Magnús Tumi. „Það hefur dregið verulega úr og það er í sjálfu sér algengt í eldgosum að fyrsti fasinn er öflugastur en síðan dregur úr og fer í hægara rennsli.“ Gosið er við Litla-Hrút suðvestur af Keili.Kort/Kristján Hann sagði eldgosið sýna frekar hefðbundna hegðun. Magnús Tumi sagði mögulegt að styrkur gossins gæti aukist aftur en það væri ólíklegt með eldgos sem þetta. „En þau geta náttúrulega aukist og minnkað á víxl en þessi upphafsfasi er lang öflugastur.“ Fylgjast má með nýjustu vendingum varðandi eldgosið hér í Vaktinni á Vísi. Betra að fara varlega Þá sagði Magnús að þær ákvarðanir sem teknar hafi verið í gærkvöldi um að loka svæðinu hafi verið hafi byggt á því sem sást á gosstöðvum þá. „Það þýðir ekkert annað en að fara þokkalega varlega í svona málum, því það verður ekki aftur tekið ef að illa spilast úr,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði einnig að ef eldgosið myndi halda áfram með þessum hætti myndi það taka langan tíma þar til hraunflæðið gæti farið að ógna einhverjum innviðum. Magnús Tumi sagði að fólki annars staðar í heiminum þætti stórmerkilegt hve gott aðgengi fólk fengi að gosstöðvum hér á landi. Í fyrra hefðu aðstæður til að mynda verið bættar, björgunarfólk aðstoðaði fólk við að ferðast að gosstöðvum og lokunum hafi verið haldið í lágmarki. „Þetta hefur vakið athygli um allan heim. Á Ítalíu, þar eru lokanir reglan, og þegar gaus á Kanaríeyjum í fyrra, þá voru miklar lokanir. Þar var ekkert verið að leyfa fólki að koma nálægt þessu, enda var það kannski svolítið hættulegra þegar það var. En þetta vakti mikla athygli, hvaða nálgun var tekin hér. Að bara leyfa fólki að fara og aðstoða fólk á allan hátt.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14 Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05 Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14
Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05
Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07