Mikill aldursmunur geti valdið vandamálum Máni Snær Þorláksson skrifar 11. júlí 2023 11:48 Theodór Francis mætti í Bítið í morgun og ræddi um mikinn aldursmun í parasamböndum. Bylgjan Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir að mikill aldursmunur geti valdið vandamálum. Honum finnst mikill aldursmunur í parasamböndum alveg dásamlegur því slíkt gefur honum svo mikla atvinnu. „Ég get örugglega keypt mér sumarbústaðinn sem mér er búið að langa í lengi bara út af aldursmuni í parasamböndum,“ segir Theodór í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Varðandi það hvers vegna aldursmunur í samböndum getur valdið vandamálum segir Theodór: „Það sem er fyrst og fremst vandi í aldursmuni í parasamböndum er það að fólk er yfirleitt á svo ótrúlega ólíkum stað. Það hefur ólíkar skoðanir, ólíkar upplifanir.“ Sem dæmi um þetta nefnir Theodór að hann hafi farið í afmæli um daginn. Þar hafi annar þeirra sem hélt upp á afmælið verið aðeins yngri en hann. „Mikið óskaplega var þetta leiðinleg tónlist,“ segir hann um tónlistina í afmælinu. „Ekki eitt lag með Bubba, ekkert með Villa Vill.“ „Ég er ekki að segja að þetta geti ekki gengið“ Thedór talar í viðtalinu um það að þroskast en hann segir að það sé haugalygi að fólk þroskist með aldrinum. „Við eldumst með aldrinum, við þroskumst við að lenda í alls konar áskorunum. Flest lendum við í áskorunum í lífinu og þar af leiðandi þroskumst við og það breytir okkur,“ segir hann. „Það er oft þannig að þegar þú ert búinn að fara í gegnum ótrúlega mikið þá finnst þér ekkert ótrúlega alvarlegt þó að kötturinn þinn týnist í tvo daga.“ Þá sé yngra fólk bráðlátara og detti alls konar í hug. „Eins og að skreppa með litlum fyrirvara einhvert.“ Theodór ræðir einnig um börn fólks í samböndum með miklum aldursmuni, eldri einstaklingar eigi yfirleitt eldri börn og öfugt. „Þegar börnin þín eru á aldri við nýja makann þá erum við bara komin í alls konar hringiðu,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að þetta geti ekki gengið, alls ekki. Flest sambönd geta gengið ef menn setja í þau vinnu en það er samt svolítil áskorun.“ Ástin og lífið Bítið Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Ég get örugglega keypt mér sumarbústaðinn sem mér er búið að langa í lengi bara út af aldursmuni í parasamböndum,“ segir Theodór í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Varðandi það hvers vegna aldursmunur í samböndum getur valdið vandamálum segir Theodór: „Það sem er fyrst og fremst vandi í aldursmuni í parasamböndum er það að fólk er yfirleitt á svo ótrúlega ólíkum stað. Það hefur ólíkar skoðanir, ólíkar upplifanir.“ Sem dæmi um þetta nefnir Theodór að hann hafi farið í afmæli um daginn. Þar hafi annar þeirra sem hélt upp á afmælið verið aðeins yngri en hann. „Mikið óskaplega var þetta leiðinleg tónlist,“ segir hann um tónlistina í afmælinu. „Ekki eitt lag með Bubba, ekkert með Villa Vill.“ „Ég er ekki að segja að þetta geti ekki gengið“ Thedór talar í viðtalinu um það að þroskast en hann segir að það sé haugalygi að fólk þroskist með aldrinum. „Við eldumst með aldrinum, við þroskumst við að lenda í alls konar áskorunum. Flest lendum við í áskorunum í lífinu og þar af leiðandi þroskumst við og það breytir okkur,“ segir hann. „Það er oft þannig að þegar þú ert búinn að fara í gegnum ótrúlega mikið þá finnst þér ekkert ótrúlega alvarlegt þó að kötturinn þinn týnist í tvo daga.“ Þá sé yngra fólk bráðlátara og detti alls konar í hug. „Eins og að skreppa með litlum fyrirvara einhvert.“ Theodór ræðir einnig um börn fólks í samböndum með miklum aldursmuni, eldri einstaklingar eigi yfirleitt eldri börn og öfugt. „Þegar börnin þín eru á aldri við nýja makann þá erum við bara komin í alls konar hringiðu,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að þetta geti ekki gengið, alls ekki. Flest sambönd geta gengið ef menn setja í þau vinnu en það er samt svolítil áskorun.“
Ástin og lífið Bítið Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira