Þarf ekki að borga tugi milljóna í fundarlaun Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2023 11:16 Lady Gaga. EPA/CAROLINE BREHMAN Söng- og leikkonan Lady Gaga þarf ekki að greiða konu hálfa milljón dala í fundarlaun fyrir að skila hundum hennar. Konan, sem hefur verið dæmd vegna hundaránsins, fór í mál gegn Gaga og hélt því fram að hún ætti rétt á peningunum, þar sem söngkonan hefði heitið því að spyrja engra spurninga ef hún fengi hundana aftur. Dómari segir konuna ekki eiga rétt á fundarlaunum þar sem hún hafi játað glæp í tengslum við málið. Tveir menn réðust á aðstoðarmann Lady Gaga í febrúar 2021 þegar hann var að viðra þrjá hunda hennar. Mennirnir skutu aðstoðarmanninn einu sinni, tóku tvo af hundunum, þá Koji og Gustav, og flúðu af vettvangi. Söngkonan hét því að sá sem skilaði hundum hennar fengi hálfa milljón dala í fundarlaun, en það samsvarar um 67 milljónum króna, miðað við gengið í dag. Þá sagðist hún ekki ætla að spyrja neinna spurninga um það hvernig viðkomandi hefði komið höndum yfir hundana. Tveimur dögum eftir að hundunum var rænt var þeim skilað af konu sem heitir Jennifer McBride. Hún hafði þekkt mennina sem rændu hundunum í mörg ár og var ákærð fyrir að taka við hundunum, vitandi að þeim hefði verið rænt. Hún gerði samkomulag við saksóknara og játaði að hafa tekið móti ránsfeng. Sjá einnig: Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Samkvæmt frétt TMZ hefur dómari fellt niður lögsókn McBride gegn Lady Gaga og á þeim grundvelli að hún eigi ekki að geta hagnast á lögbrotum sínum. Ryan Fischer, aðstoðarmaður Lady Gaga sem var skotinn, var í alvarlegu ástandi um tíma en hefur síðan náð sér að fullu. Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lady Gaga greinir frá ástæðum fjarverunnar Söngkonan Lady Gaga hefur dregið sig í hlé frá sviðsljósinu undanfarið en vill fullvissa aðdáendur sína um að hléið viti aðeins á gott. 17. júní 2023 20:35 Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. 28. febrúar 2023 07:36 Hundaræninginn hlaut 21 árs fangelsisdóm Maðurinn sem skaut aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga þegar hann var á göngu með hunda hennar hefur samið sig frá réttarhöldum og mun þurfa að sitja í fangelsi í 21 ár. 6. desember 2022 00:14 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Dómari segir konuna ekki eiga rétt á fundarlaunum þar sem hún hafi játað glæp í tengslum við málið. Tveir menn réðust á aðstoðarmann Lady Gaga í febrúar 2021 þegar hann var að viðra þrjá hunda hennar. Mennirnir skutu aðstoðarmanninn einu sinni, tóku tvo af hundunum, þá Koji og Gustav, og flúðu af vettvangi. Söngkonan hét því að sá sem skilaði hundum hennar fengi hálfa milljón dala í fundarlaun, en það samsvarar um 67 milljónum króna, miðað við gengið í dag. Þá sagðist hún ekki ætla að spyrja neinna spurninga um það hvernig viðkomandi hefði komið höndum yfir hundana. Tveimur dögum eftir að hundunum var rænt var þeim skilað af konu sem heitir Jennifer McBride. Hún hafði þekkt mennina sem rændu hundunum í mörg ár og var ákærð fyrir að taka við hundunum, vitandi að þeim hefði verið rænt. Hún gerði samkomulag við saksóknara og játaði að hafa tekið móti ránsfeng. Sjá einnig: Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Samkvæmt frétt TMZ hefur dómari fellt niður lögsókn McBride gegn Lady Gaga og á þeim grundvelli að hún eigi ekki að geta hagnast á lögbrotum sínum. Ryan Fischer, aðstoðarmaður Lady Gaga sem var skotinn, var í alvarlegu ástandi um tíma en hefur síðan náð sér að fullu.
Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lady Gaga greinir frá ástæðum fjarverunnar Söngkonan Lady Gaga hefur dregið sig í hlé frá sviðsljósinu undanfarið en vill fullvissa aðdáendur sína um að hléið viti aðeins á gott. 17. júní 2023 20:35 Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. 28. febrúar 2023 07:36 Hundaræninginn hlaut 21 árs fangelsisdóm Maðurinn sem skaut aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga þegar hann var á göngu með hunda hennar hefur samið sig frá réttarhöldum og mun þurfa að sitja í fangelsi í 21 ár. 6. desember 2022 00:14 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Lady Gaga greinir frá ástæðum fjarverunnar Söngkonan Lady Gaga hefur dregið sig í hlé frá sviðsljósinu undanfarið en vill fullvissa aðdáendur sína um að hléið viti aðeins á gott. 17. júní 2023 20:35
Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. 28. febrúar 2023 07:36
Hundaræninginn hlaut 21 árs fangelsisdóm Maðurinn sem skaut aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga þegar hann var á göngu með hunda hennar hefur samið sig frá réttarhöldum og mun þurfa að sitja í fangelsi í 21 ár. 6. desember 2022 00:14