Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2023 11:59 Gitanas Nauseda forseti Litháen bauð Joe Biden forseta Bandaríkjanna velkominn til Vilnius í morgun og átti með honum stuttan fund fyrir leiðtogafundinn. AP/Susan Walsh Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sagði leiðtogafundinn í Vilníus sögulegan áður en hann hófst í morgun vegna þeirra viðfangsefna sem lægju fyrir fundinum. Þetta væri einnig fyrsti leiðtogafundurinn eftir að Finnar urðu að fullu meðlimir. Þá verður Svíum formlega boðin aðild áfundinum eftir að Tyrkir létu af andstöðu sinni í gær. Stoltenberg segir mikinn einhug í stuðningi aðildarríkja NATO við Úkraínu. Það yrði ekki aðeins harmleikur fyrir Úkraínu ef hún tapaði stríðinu, það yrði hættulegt fyrir alla. Gitanas Nauseda forseti Litháen með Joe Biden forseta Bandaríkjanna og Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra NATO.AP/Susan Walsh „Það yrði hættulegt fyrir okkur vegna þess að þá yrðu skilaboðin til allra leiðtoga valdstjórna að þeir komist upp með að beita hervaldi, brjóta alþjóðalög og gera innrás í önnur ríki. Það myndi auka hættuna íheiminum enn frekar og veikja stöðu okkar," sagði Stoltenberg í morgun. Hann væri einnig sannfærður um að Svíar yrðu 32. aðildarríkið að NATO eftir að Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands samþykkti aðildina í gær. Svíar verði því boðnir velkomnir í NATO í dag og yrðu síðan fullgildir meðlimir að lokinni atkvæðagreiðslu í tyrkneska þinginu. Leiðtogar þrjátíu og eins aðildarríkis NATO við upphaf fundarins í morgun. Katrín Jakobsdóttir sést fyrir aftan forsætisráðherra Spánar hægra meginn á myndinni.AP/Pavel Golovkin Jake Sullivan talsmaður Hvíta hússins segir að leiðtogarnir muni ræða helstu áskoranir og uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO með auknum framlögum og viðbragðsgetu hersveita bandalagsins. Þá verði vegvísir að aðild Úkraínu að NATO ræddur. „Eins og Joe Biden forseti hefur sagt, þá myndi aðild Úkraínu aðbandalaginu á þessum fundi í dag draga NATO inn í stríðið við Rússland. Úkraína þarf einnig að vinna að frekari úrbótum hjá sér áður en til aðildar kemur. En bandalagsþjóðirnar munu senda frá sér skýr og jákvæð merki um aðilda Úkraínu að NATO í framtíðinni," sagði Sullivan talsmaður Hvíta hússins. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu mun sitja hluta leiðtogafundarins. Í tísti í morgun lýsti hann óánægju sinni með að enginn tímarammi væri settur fram um hvenær Úkraínu verði boðin aðild að NATO. Þetta gæti þýtt að aðild Úkraínu réðist ísamningaviðræðum við Rússa sem muni auka vilja þeirra til áframhaldandi hryðjuverka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækja leiðtogafundinn fyrir Íslands hönd. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47 Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sagði leiðtogafundinn í Vilníus sögulegan áður en hann hófst í morgun vegna þeirra viðfangsefna sem lægju fyrir fundinum. Þetta væri einnig fyrsti leiðtogafundurinn eftir að Finnar urðu að fullu meðlimir. Þá verður Svíum formlega boðin aðild áfundinum eftir að Tyrkir létu af andstöðu sinni í gær. Stoltenberg segir mikinn einhug í stuðningi aðildarríkja NATO við Úkraínu. Það yrði ekki aðeins harmleikur fyrir Úkraínu ef hún tapaði stríðinu, það yrði hættulegt fyrir alla. Gitanas Nauseda forseti Litháen með Joe Biden forseta Bandaríkjanna og Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóra NATO.AP/Susan Walsh „Það yrði hættulegt fyrir okkur vegna þess að þá yrðu skilaboðin til allra leiðtoga valdstjórna að þeir komist upp með að beita hervaldi, brjóta alþjóðalög og gera innrás í önnur ríki. Það myndi auka hættuna íheiminum enn frekar og veikja stöðu okkar," sagði Stoltenberg í morgun. Hann væri einnig sannfærður um að Svíar yrðu 32. aðildarríkið að NATO eftir að Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands samþykkti aðildina í gær. Svíar verði því boðnir velkomnir í NATO í dag og yrðu síðan fullgildir meðlimir að lokinni atkvæðagreiðslu í tyrkneska þinginu. Leiðtogar þrjátíu og eins aðildarríkis NATO við upphaf fundarins í morgun. Katrín Jakobsdóttir sést fyrir aftan forsætisráðherra Spánar hægra meginn á myndinni.AP/Pavel Golovkin Jake Sullivan talsmaður Hvíta hússins segir að leiðtogarnir muni ræða helstu áskoranir og uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO með auknum framlögum og viðbragðsgetu hersveita bandalagsins. Þá verði vegvísir að aðild Úkraínu að NATO ræddur. „Eins og Joe Biden forseti hefur sagt, þá myndi aðild Úkraínu aðbandalaginu á þessum fundi í dag draga NATO inn í stríðið við Rússland. Úkraína þarf einnig að vinna að frekari úrbótum hjá sér áður en til aðildar kemur. En bandalagsþjóðirnar munu senda frá sér skýr og jákvæð merki um aðilda Úkraínu að NATO í framtíðinni," sagði Sullivan talsmaður Hvíta hússins. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu mun sitja hluta leiðtogafundarins. Í tísti í morgun lýsti hann óánægju sinni með að enginn tímarammi væri settur fram um hvenær Úkraínu verði boðin aðild að NATO. Þetta gæti þýtt að aðild Úkraínu réðist ísamningaviðræðum við Rússa sem muni auka vilja þeirra til áframhaldandi hryðjuverka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækja leiðtogafundinn fyrir Íslands hönd.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47 Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47
Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. 11. júlí 2023 10:27