Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2023 19:35 Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu veifar til mannfjölda sem beið hans við forsetahöllina í Vilníus þegar hann mætti til leiðtogafundarins í dag. AP/Pavel Golovkin Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins komu saman í dag til sögulegs tveggja daga fundar í Vilnius í Litháen. Forseti Tyrklands tilkynnti á síðustu stundu í gær að hann sætti sig við aðild Svía aðbandalaginu þannig að þeim var formlega boðin aðild að NATO í dag sem verður síðan endanlega staðfest af þjóðþingum Tyrklands og Ungverjalands sem einnig var meðfyrirvara við aðild Svía. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir breytingar hafa verið gerðar á aðildarferli bandalagsins til að auðvelda aðild Úkraínu.AP/Mindaugas Kulbis Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir bandalagsþjóðirnar hafa náð saman um þrjá þætti til að tryggja aðilda Úkraínu að NATO. „Í fyrsta lagi nýnokkurra ára aðstoðaráætlun fyrir Úkraínu til að auðvelda umskiptin frá sovét-tímanum til NATO-staðla, þjálfunar og reglna,“ sagði Stoltenberg. Þetta feli meðal annars í sér aðstoð við endurskipulagningu öryggis- og varnarmála Úkraínu, öflun eldsneytis, eyðingu jarðsprengja og útvegun sjúkragagna. „Í öðru lagi nýtt Úkraínuráð NATO sem er vettvangur fyrir samráð og ákvarðanatöku þar sem við mætumst sem jafningjar.“ Hann hlakkaði til fyrsta fundar ráðsins meðVolodymyr Zelensky á morgun. „Í þriðja lagi staðfestum við að Úkraína mun fá aðild að NATO og samþykktum að nema úr gildi kröfu um aðgerðaáætlun. Þetta breytir aðildarferli Úkraínu úr tveggja skrefa ferli í eins skrefs ferli,“ sagði Stoltenberg. Aðildarríkin muni bjóða Úkraínu í NATO þegar þessi skilyrði hefðu veriðuppfyllt. „Ég samþykkti einnig ítarlegustu varnaráætlanir frá lokum kalda stríðsins. Þær miða að því að sporna gegn þeim tveim helstu hættum sem að okkur steðja: Rússlandi og hryðjuverkum,“ sagði Jens Stoltenberg í dag. Katrín segir innrás Rússa hafa breytt NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fund forseta og forsætisráðherra aðildarríkjanna í dag. Hún segir fundinn í Vilníus sögulegan. Það fór vel á með Gitanas Nauseda forseta Lithaen og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hann bauð hana velkomna á leiðtogafundinn í Vilníus. AP/Pavel Golovkin „Og auðvitað eru það ákveðin tíðindi að afleiðingin af innrás Rússa í Úkraínu sé meðal annars það að Atlantshafsbandalagið hefur stækkað. Fleiri aðildarríki eru að bætast í hópinn. Finnland orðið aðildarríki og stefnir í að Svíþjóð verði það núna hraðbyri,“ segir Katrín. Mikil sátt hafi verið meðal aðildarríkjanna um áframhaldandi stuðning við Úkraínu. „Ég les nú stöðuna þannig að það sé mikil og breið samstaða um aðild Úkraínu. En að sjálfsögðu ákveðið litróf á því hversu langt eigi að ganga í orðalagi á þessum fundi. Það er búið að sitja yfir því orðalagi í allan dag. Þar er líka verið að ræða orðalag varðandi öryggistryggingar, eins og það hefur verið orðað, og hvernig megi útfæra það. En ég bind vonir við að þetta verði mjög skýr skilaboð,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Tengdar fréttir Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47 Úkraínuforseti segir stund ákvarðana runna upp Forseti Úkraínu segir Evrópuríki sem eiga landamæri að Rússlandi einungis hafa um tvennt að velja; opið stríð og hægfara hernám Rússa eða aðild að NATO og Evrópusambandinu. Nú væri stund ákvarðana varðandi aðild landsins að þessum samtökum runnin upp. Forsætisráðherra segir mikinn vilja meðal NATO ríkja að leiðtogafundur þess marki tímamót varðandi Úkraínu. 1. júní 2023 19:20 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins komu saman í dag til sögulegs tveggja daga fundar í Vilnius í Litháen. Forseti Tyrklands tilkynnti á síðustu stundu í gær að hann sætti sig við aðild Svía aðbandalaginu þannig að þeim var formlega boðin aðild að NATO í dag sem verður síðan endanlega staðfest af þjóðþingum Tyrklands og Ungverjalands sem einnig var meðfyrirvara við aðild Svía. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir breytingar hafa verið gerðar á aðildarferli bandalagsins til að auðvelda aðild Úkraínu.AP/Mindaugas Kulbis Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir bandalagsþjóðirnar hafa náð saman um þrjá þætti til að tryggja aðilda Úkraínu að NATO. „Í fyrsta lagi nýnokkurra ára aðstoðaráætlun fyrir Úkraínu til að auðvelda umskiptin frá sovét-tímanum til NATO-staðla, þjálfunar og reglna,“ sagði Stoltenberg. Þetta feli meðal annars í sér aðstoð við endurskipulagningu öryggis- og varnarmála Úkraínu, öflun eldsneytis, eyðingu jarðsprengja og útvegun sjúkragagna. „Í öðru lagi nýtt Úkraínuráð NATO sem er vettvangur fyrir samráð og ákvarðanatöku þar sem við mætumst sem jafningjar.“ Hann hlakkaði til fyrsta fundar ráðsins meðVolodymyr Zelensky á morgun. „Í þriðja lagi staðfestum við að Úkraína mun fá aðild að NATO og samþykktum að nema úr gildi kröfu um aðgerðaáætlun. Þetta breytir aðildarferli Úkraínu úr tveggja skrefa ferli í eins skrefs ferli,“ sagði Stoltenberg. Aðildarríkin muni bjóða Úkraínu í NATO þegar þessi skilyrði hefðu veriðuppfyllt. „Ég samþykkti einnig ítarlegustu varnaráætlanir frá lokum kalda stríðsins. Þær miða að því að sporna gegn þeim tveim helstu hættum sem að okkur steðja: Rússlandi og hryðjuverkum,“ sagði Jens Stoltenberg í dag. Katrín segir innrás Rússa hafa breytt NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fund forseta og forsætisráðherra aðildarríkjanna í dag. Hún segir fundinn í Vilníus sögulegan. Það fór vel á með Gitanas Nauseda forseta Lithaen og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hann bauð hana velkomna á leiðtogafundinn í Vilníus. AP/Pavel Golovkin „Og auðvitað eru það ákveðin tíðindi að afleiðingin af innrás Rússa í Úkraínu sé meðal annars það að Atlantshafsbandalagið hefur stækkað. Fleiri aðildarríki eru að bætast í hópinn. Finnland orðið aðildarríki og stefnir í að Svíþjóð verði það núna hraðbyri,“ segir Katrín. Mikil sátt hafi verið meðal aðildarríkjanna um áframhaldandi stuðning við Úkraínu. „Ég les nú stöðuna þannig að það sé mikil og breið samstaða um aðild Úkraínu. En að sjálfsögðu ákveðið litróf á því hversu langt eigi að ganga í orðalagi á þessum fundi. Það er búið að sitja yfir því orðalagi í allan dag. Þar er líka verið að ræða orðalag varðandi öryggistryggingar, eins og það hefur verið orðað, og hvernig megi útfæra það. En ég bind vonir við að þetta verði mjög skýr skilaboð,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Tengdar fréttir Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47 Úkraínuforseti segir stund ákvarðana runna upp Forseti Úkraínu segir Evrópuríki sem eiga landamæri að Rússlandi einungis hafa um tvennt að velja; opið stríð og hægfara hernám Rússa eða aðild að NATO og Evrópusambandinu. Nú væri stund ákvarðana varðandi aðild landsins að þessum samtökum runnin upp. Forsætisráðherra segir mikinn vilja meðal NATO ríkja að leiðtogafundur þess marki tímamót varðandi Úkraínu. 1. júní 2023 19:20 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59
Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10. júlí 2023 19:47
Úkraínuforseti segir stund ákvarðana runna upp Forseti Úkraínu segir Evrópuríki sem eiga landamæri að Rússlandi einungis hafa um tvennt að velja; opið stríð og hægfara hernám Rússa eða aðild að NATO og Evrópusambandinu. Nú væri stund ákvarðana varðandi aðild landsins að þessum samtökum runnin upp. Forsætisráðherra segir mikinn vilja meðal NATO ríkja að leiðtogafundur þess marki tímamót varðandi Úkraínu. 1. júní 2023 19:20