„Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2023 23:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik sigraði Shamrock Rovers með einu marki gegn engu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og halda heim á Kópavogsvöll með forystuna fyrir seinni leikinn í einvíginu. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með þennan sterka útisigur. Hann segir góða byrjun á leiknum hafa lagt grunninn að sigrinum í kvöld. „Ég er bara mjög sáttur með úrslitin, sáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik, hún var frábær og lagði grunninn að sigrinum. Svo þurftum við aðeins að þjást og verjast í seinni hálfleik, sem var viðbúið á móti jafn öflugu liði og vel spilandi eins og Shamrock er,“ segir Óskar. Shamrock er sigursælasta lið Írlands og komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið spilaði sjö heimaleiki í Evrópukeppnum á síðasta tímabili og tapaði aðeins einum. „Við höfum oft spilað vel í Evrópuleikjum á móti sterkum liðum en úrslitin hafa ekki alltaf fylgt frammistöðunni, í dag gerðist það og það er auðvitað bara gleðilegt. Þetta er erfiður útivöllur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað í Evrópuleikjum og sækja sigur,“ segir Óskar. Liðið spilar ólíkan fótbolta frá því sem þekkist af Írlandi, beita mikilli hápressu, með fimm manna varnarlínu og reyna oftar en ekki að spila sig út frá aftasta manni. Óskar segir mikilvægt að vera sjálfum sér trúr, sama hver andstæðingurinn er. „Við reyndum bara að vera trúir því sem við erum, halda í okkar sjálfsmynd sem fótboltalið. Það er að pressa þegar við erum ekki með boltann og halda honum þegar við erum með hann, vera rólegir og reyna að hafa stjórn á leiknum. Mér fannst það ganga vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik lentum við í smá eltingaleik og menn voru orðnir þreyttir í endann. Auðvitað bara gleðilegt og sennilega þroskamerki á liðinu að við lendum aðeins undir í seinni hálfleik en náum samt einhvern veginn að klára leikinn,“ segir Óskar. Blikarnir byrjuðu leikinn einmitt af gríðarlegum krafti og komst yfir í fyrri hálfleik eftir mörg hættuleg færi. Getur verið að það hafi komið Shamrock mönnum á óvart hversu vel spilandi Breiðabliks liðið er? „Ég efast um það, þeir eru búnir að sjá fullt af leikjum og undirbúa sig vel. Þeir taka áhættu á að spila einum sínum besta manni sem er búinn að vera meiddur, Jack Byrne, þeir hvíla engann og fara í þennan leik vitandi það að við erum ágætis lið. Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur en kannski bjuggust þeir ekki við okkur svona aggressívum,“ segir Óskar. Seinni leikur viðureignarinnar fer fram eftir slétta viku. Sigurvegari þessa einvígis mætir svo FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. „Við áttum okkur á því að við megum ekki fara fram úr sjálfum okkur, þetta er bara fyrri hálfleikur og við eigum seinni leikinn eftir. Þó hann sé á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel þá þurfum við að eiga enn betri leik þar til að fara áfram,“ segir Óskar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
„Ég er bara mjög sáttur með úrslitin, sáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik, hún var frábær og lagði grunninn að sigrinum. Svo þurftum við aðeins að þjást og verjast í seinni hálfleik, sem var viðbúið á móti jafn öflugu liði og vel spilandi eins og Shamrock er,“ segir Óskar. Shamrock er sigursælasta lið Írlands og komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið spilaði sjö heimaleiki í Evrópukeppnum á síðasta tímabili og tapaði aðeins einum. „Við höfum oft spilað vel í Evrópuleikjum á móti sterkum liðum en úrslitin hafa ekki alltaf fylgt frammistöðunni, í dag gerðist það og það er auðvitað bara gleðilegt. Þetta er erfiður útivöllur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað í Evrópuleikjum og sækja sigur,“ segir Óskar. Liðið spilar ólíkan fótbolta frá því sem þekkist af Írlandi, beita mikilli hápressu, með fimm manna varnarlínu og reyna oftar en ekki að spila sig út frá aftasta manni. Óskar segir mikilvægt að vera sjálfum sér trúr, sama hver andstæðingurinn er. „Við reyndum bara að vera trúir því sem við erum, halda í okkar sjálfsmynd sem fótboltalið. Það er að pressa þegar við erum ekki með boltann og halda honum þegar við erum með hann, vera rólegir og reyna að hafa stjórn á leiknum. Mér fannst það ganga vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik lentum við í smá eltingaleik og menn voru orðnir þreyttir í endann. Auðvitað bara gleðilegt og sennilega þroskamerki á liðinu að við lendum aðeins undir í seinni hálfleik en náum samt einhvern veginn að klára leikinn,“ segir Óskar. Blikarnir byrjuðu leikinn einmitt af gríðarlegum krafti og komst yfir í fyrri hálfleik eftir mörg hættuleg færi. Getur verið að það hafi komið Shamrock mönnum á óvart hversu vel spilandi Breiðabliks liðið er? „Ég efast um það, þeir eru búnir að sjá fullt af leikjum og undirbúa sig vel. Þeir taka áhættu á að spila einum sínum besta manni sem er búinn að vera meiddur, Jack Byrne, þeir hvíla engann og fara í þennan leik vitandi það að við erum ágætis lið. Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur en kannski bjuggust þeir ekki við okkur svona aggressívum,“ segir Óskar. Seinni leikur viðureignarinnar fer fram eftir slétta viku. Sigurvegari þessa einvígis mætir svo FC Kaupmannahöfn í næstu umferð. „Við áttum okkur á því að við megum ekki fara fram úr sjálfum okkur, þetta er bara fyrri hálfleikur og við eigum seinni leikinn eftir. Þó hann sé á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel þá þurfum við að eiga enn betri leik þar til að fara áfram,“ segir Óskar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira