Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Máni Snær Þorláksson, Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 12. júlí 2023 11:44 Einar Hagalín og Adela Halldórsdóttir nýta sumarfríið í björgunarsveitarstörf. Vísir/Ívar Fannar Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. „Það er svo sem alltaf eitthvað inn á milli. Fólk bara á stuttermabol og ekkert meira, enginn bakpoki og ekkert vatn og ekkert til vara,“ segir Einar Hagalín, björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ, samtali við fréttastofu í gær. „Við erum að passa upp á að það fari allt vel fram.“ Adela Halldórsdóttir, sem er einnig í Björgunarveitinni Kyndli, bendir á mikilvægi þess að fólk hlýði þeim og fari réttum megin að gosinu. Þannig sé það í minni mengun. „Eftir því sem fólksfjöldinn eykst þá náttúrulega aukast líkurnar á að eitthvað gerist,“ segir Einar þá. „Við erum bara að vona það besta og vera til taks ef eitthvað kemur upp á.“ Klippa: Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Hvaða ráð gefið þið helst fólki sem ætlar að fara í gönguna? „Það er að halda sig í hæð, ekki vera ofan í lægðunum. Fara hérna eftir hringnum og helst upp á fjallið. Bara forðast gasið og þessa mengun sem er náttúrlega lífshættuleg og fylgir þessu,“ segir Einar. „Og taka nóg af vatni með sér,“ skýtur Adela inn í. Þá segja þau að það gaman að fara í þetta verkfefni um hásumar. „Við tókum bara sumarfrísdaga til þess að koma hingað, þetta er bara svona. Svo erum við að fara í heila viku inn í Landmannalaugar eftir nokkra daga. Þetta er bara lífið, þetta er bara gaman“ Ánægðir ferðamenn Einnig er rætt við ferðamenn sem mættu á gossvæðið í gær og voru himinlifandi með að fá að sjá eldgosið, þau Harry, Emily og Dani. „Þetta var virkilega magnað,“ segir hinn skoski Harry í samtali við fréttastofu. „Þetta var ótrúlegt,“ segir hin bandaríska Emily þá. Þau höfðu aldrei séð eldgos áður og töldu að það hafi verið vel þess virði að ganga að gosinu, þrátt fyrir að það hafi tekið um þrjá og hálfan tíma að fara aðra leiðina. „Nú þurfum við að fara alla leið aftur,“ segir Dani en þau fullyrða öll engu að síður að það sé þess virði að ganga að gosinu. Rætt var við Harry frá Skotlandi og Bandaríkjamennina Emily og Dani sem voru á leið til baka frá gosinu við Litla-Hrút.Vísir/Ívar Fannar Þá segja þau að eldgosið sé einstakt og koma því að orði að það sé bara eitthvað sem gerist „einu sinni á ævinni.“ Flestir Íslendingar eru þó eflaust ósammála því. Skrifa nýjar tölur á skiltin Jón Ágúst Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu, var líka á gossvæðinu í gær. Hann var í því hlutverki að sinna aðkomuleiðum og ýmsum öryggismálum fyrir Grindavíkurbæ og Almannavarnir. „Við höfum séð um að skipuleggja í raun og veru gönguleiðir og þessar vegmerkingar sem eru hérna frá 2021 og 2022. Það er svona heildstætt gönguleiðakerfi sem hefur verið skipulagt og nú þurfum við að framlengja það áfram og aðlaga okkur að aðstæðum.“ Jón Ágúst Steingrímsson jarðverkfræðingur sinnir aðkomuleiðum og öryggismálum á svæðinu.Vísir/Ívar Fannar Til dæmis þurfi að aðlaga upplýsingarnar að nýja gosinu, skrifa inn nýjar tölur á skiltin og svoleiðis. Hvenær verður ný leið tilbúin? „Það er ómögulegt að segja. Við byrjum á að stika þetta og merkja, það er nú aðalatriðið, að fólk viti aðallega hvernig það á að rata til baka og komast á stæðið. Svo verða kortin hér við upphaf gönguleiðanna uppfærð á næstu dögum með nýjum upplýsingum.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
„Það er svo sem alltaf eitthvað inn á milli. Fólk bara á stuttermabol og ekkert meira, enginn bakpoki og ekkert vatn og ekkert til vara,“ segir Einar Hagalín, björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ, samtali við fréttastofu í gær. „Við erum að passa upp á að það fari allt vel fram.“ Adela Halldórsdóttir, sem er einnig í Björgunarveitinni Kyndli, bendir á mikilvægi þess að fólk hlýði þeim og fari réttum megin að gosinu. Þannig sé það í minni mengun. „Eftir því sem fólksfjöldinn eykst þá náttúrulega aukast líkurnar á að eitthvað gerist,“ segir Einar þá. „Við erum bara að vona það besta og vera til taks ef eitthvað kemur upp á.“ Klippa: Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Hvaða ráð gefið þið helst fólki sem ætlar að fara í gönguna? „Það er að halda sig í hæð, ekki vera ofan í lægðunum. Fara hérna eftir hringnum og helst upp á fjallið. Bara forðast gasið og þessa mengun sem er náttúrlega lífshættuleg og fylgir þessu,“ segir Einar. „Og taka nóg af vatni með sér,“ skýtur Adela inn í. Þá segja þau að það gaman að fara í þetta verkfefni um hásumar. „Við tókum bara sumarfrísdaga til þess að koma hingað, þetta er bara svona. Svo erum við að fara í heila viku inn í Landmannalaugar eftir nokkra daga. Þetta er bara lífið, þetta er bara gaman“ Ánægðir ferðamenn Einnig er rætt við ferðamenn sem mættu á gossvæðið í gær og voru himinlifandi með að fá að sjá eldgosið, þau Harry, Emily og Dani. „Þetta var virkilega magnað,“ segir hinn skoski Harry í samtali við fréttastofu. „Þetta var ótrúlegt,“ segir hin bandaríska Emily þá. Þau höfðu aldrei séð eldgos áður og töldu að það hafi verið vel þess virði að ganga að gosinu, þrátt fyrir að það hafi tekið um þrjá og hálfan tíma að fara aðra leiðina. „Nú þurfum við að fara alla leið aftur,“ segir Dani en þau fullyrða öll engu að síður að það sé þess virði að ganga að gosinu. Rætt var við Harry frá Skotlandi og Bandaríkjamennina Emily og Dani sem voru á leið til baka frá gosinu við Litla-Hrút.Vísir/Ívar Fannar Þá segja þau að eldgosið sé einstakt og koma því að orði að það sé bara eitthvað sem gerist „einu sinni á ævinni.“ Flestir Íslendingar eru þó eflaust ósammála því. Skrifa nýjar tölur á skiltin Jón Ágúst Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu, var líka á gossvæðinu í gær. Hann var í því hlutverki að sinna aðkomuleiðum og ýmsum öryggismálum fyrir Grindavíkurbæ og Almannavarnir. „Við höfum séð um að skipuleggja í raun og veru gönguleiðir og þessar vegmerkingar sem eru hérna frá 2021 og 2022. Það er svona heildstætt gönguleiðakerfi sem hefur verið skipulagt og nú þurfum við að framlengja það áfram og aðlaga okkur að aðstæðum.“ Jón Ágúst Steingrímsson jarðverkfræðingur sinnir aðkomuleiðum og öryggismálum á svæðinu.Vísir/Ívar Fannar Til dæmis þurfi að aðlaga upplýsingarnar að nýja gosinu, skrifa inn nýjar tölur á skiltin og svoleiðis. Hvenær verður ný leið tilbúin? „Það er ómögulegt að segja. Við byrjum á að stika þetta og merkja, það er nú aðalatriðið, að fólk viti aðallega hvernig það á að rata til baka og komast á stæðið. Svo verða kortin hér við upphaf gönguleiðanna uppfærð á næstu dögum með nýjum upplýsingum.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira