Ósáttur sjómaður sturtaði þorskhausum við dyr Alþingis Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2023 12:03 Hausunum var sturtað við dyrnar að alþingishúsinu. Ósáttur sjómaður sturtaði þorskhausum á gangstéttina við dyr Alþingishússins í nótt. Þannig mótmælti hann stöðvun strandveiða við Ísland en vertíðin þetta sumarið var sú stysta frá því strandveiðar hófust. Við þorskhausana var sett upp skilti sem á stóð, meðal annars, að með því að stöðva umhverfisvænustu fiskveiðar landsins væru sjö hundruð manns að missa vinnuna. Þar stóð einnig að handfæraveiðar væru mun umhverfisvænni en veiðar með botntrolli og spurt hvort stjórnvöldum standi á sama um loftlagsmál, umhverfismál og komandi kynslóðir. Bundnir við bryggju 330 daga árs Guðlaugur Jónasson, smábátasjómaðurinn sem framkvæmdi gjörninginn, með þorskhausana segir í samtali við fréttastofu að hann hafi viljað vekja athygli á því sem hafi staðið á skiltinu. Hann segir togara mun verri fyrir umhverfið og vísar meðal annars til þess að kolefnisspor þeirra séu mun meiri en útblástur þeirra, þar sem troll losi mikið af koltvísýringi úr setlögum á hafsbotni. Guardian fjallaði meðal annarra um rannsókn sem birt var í Nature árið 2021 en í niðurstöðum hennar kom fram að togarar losi álíka mikið af koltvísýringi og allar flugvélar heimsins. Guðlaugur hefur stundað sjómennsku rúm fjörutíu ár. Hann segist sjálfur hafa komist á sjó 29 daga á strandveiðinni í sumar. „Það er enginn rekstrargrundvöllur fyrir svona smábáta, á þeim brauðmolum sem hent er í okkur,“ segir hann. „Við erum að stunda umhverfisvænustu veiðar á Íslandi og við erum bundnir við bryggjur 330 daga á ári.“ Hann segir einnig að á meðan strandveiðir standi yfir sé líf í öllum höfnum landsins, þar sem lífið sé víðar en ekki lítið á veturna, og að ferðamenn hafi mikinn áhuga á veiðunum. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir að rætt hafi verið við Guðlaug á staðnum. Hann hafi ekki verið handtekinn en eigi væntanlega yfir höfði sér kæru og sekt. Vaktmaður á Alþingi hafi séð um að henda fisknum. Stysta vertíðin hingað til Sjómenn og Landssamband smábátaeigenda höfðu kallað eftir því að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, endurskoðaði þá ákvörðun sína að auka ekki veiðiheimildir til strandveiða en það gerði hún ekki og var veiðin stöðvuð í gær. Sjá einnig: Síðasti dagur strandveiða Landssambandið vísaði meðal annars í áskorun til ráðherra til þess að strandveiðar brúi það tímabil sem þegar stóru fyrirtækin loki vegna sumarleyfa fram að næsta fiskveiðiári. Strandveiðar séu mikilvægar sjómönnum, fiskkaupendum og vinnsluaðilum. Sjómenn hafa lagt stund á strandveiðar á rúmlega sjö hundruð bátum í sumar. Hér má sjá hausana við alþingishúsið í nótt. Lögregla mætti og sjómaðurinn sem framkvæmdi gjörninginn á von á sekt. Strandveiðunum hefur iðulega lokið í ágúst en í ár var strandveiðikvótinn alls 8.527 tonn. Óánægjan er sérstaklega mikil meðal smábátaeigenda á norðan- og austanverðu landinu, en þar er aðalveiðitímabilið síðari hluta sumars, í júlí og ágúst. Forsvarsmenn Strandveiðifélags Íslands eru að undirbúa mótmæli sem til stendur að halda í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn. Kjartan Páll Sveinsson, formaður félagsins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að mótmæla ætti ótímabærri stöðvun strandveiða annað árið í röð og kalla eftir því að strandveiðikerfið verði lagað. Sjávarútvegur Byggðamál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna Strandveiðunum þetta sumar lýkur að öllu óbreyttu í næstu viku en þá stefnir í að útgefinn kvóti klárist. Eftir fyrstu tvo mánuði er búið að landa afla í alls 49 höfnum og er Patreksfjörður í efsta sæti með mestan landaðan afla og fjölda báta. 4. júlí 2023 12:00 „Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“ Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum. 2. júlí 2023 22:39 Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. 28. júní 2023 12:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira
Við þorskhausana var sett upp skilti sem á stóð, meðal annars, að með því að stöðva umhverfisvænustu fiskveiðar landsins væru sjö hundruð manns að missa vinnuna. Þar stóð einnig að handfæraveiðar væru mun umhverfisvænni en veiðar með botntrolli og spurt hvort stjórnvöldum standi á sama um loftlagsmál, umhverfismál og komandi kynslóðir. Bundnir við bryggju 330 daga árs Guðlaugur Jónasson, smábátasjómaðurinn sem framkvæmdi gjörninginn, með þorskhausana segir í samtali við fréttastofu að hann hafi viljað vekja athygli á því sem hafi staðið á skiltinu. Hann segir togara mun verri fyrir umhverfið og vísar meðal annars til þess að kolefnisspor þeirra séu mun meiri en útblástur þeirra, þar sem troll losi mikið af koltvísýringi úr setlögum á hafsbotni. Guardian fjallaði meðal annarra um rannsókn sem birt var í Nature árið 2021 en í niðurstöðum hennar kom fram að togarar losi álíka mikið af koltvísýringi og allar flugvélar heimsins. Guðlaugur hefur stundað sjómennsku rúm fjörutíu ár. Hann segist sjálfur hafa komist á sjó 29 daga á strandveiðinni í sumar. „Það er enginn rekstrargrundvöllur fyrir svona smábáta, á þeim brauðmolum sem hent er í okkur,“ segir hann. „Við erum að stunda umhverfisvænustu veiðar á Íslandi og við erum bundnir við bryggjur 330 daga á ári.“ Hann segir einnig að á meðan strandveiðir standi yfir sé líf í öllum höfnum landsins, þar sem lífið sé víðar en ekki lítið á veturna, og að ferðamenn hafi mikinn áhuga á veiðunum. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir að rætt hafi verið við Guðlaug á staðnum. Hann hafi ekki verið handtekinn en eigi væntanlega yfir höfði sér kæru og sekt. Vaktmaður á Alþingi hafi séð um að henda fisknum. Stysta vertíðin hingað til Sjómenn og Landssamband smábátaeigenda höfðu kallað eftir því að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, endurskoðaði þá ákvörðun sína að auka ekki veiðiheimildir til strandveiða en það gerði hún ekki og var veiðin stöðvuð í gær. Sjá einnig: Síðasti dagur strandveiða Landssambandið vísaði meðal annars í áskorun til ráðherra til þess að strandveiðar brúi það tímabil sem þegar stóru fyrirtækin loki vegna sumarleyfa fram að næsta fiskveiðiári. Strandveiðar séu mikilvægar sjómönnum, fiskkaupendum og vinnsluaðilum. Sjómenn hafa lagt stund á strandveiðar á rúmlega sjö hundruð bátum í sumar. Hér má sjá hausana við alþingishúsið í nótt. Lögregla mætti og sjómaðurinn sem framkvæmdi gjörninginn á von á sekt. Strandveiðunum hefur iðulega lokið í ágúst en í ár var strandveiðikvótinn alls 8.527 tonn. Óánægjan er sérstaklega mikil meðal smábátaeigenda á norðan- og austanverðu landinu, en þar er aðalveiðitímabilið síðari hluta sumars, í júlí og ágúst. Forsvarsmenn Strandveiðifélags Íslands eru að undirbúa mótmæli sem til stendur að halda í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn. Kjartan Páll Sveinsson, formaður félagsins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að mótmæla ætti ótímabærri stöðvun strandveiða annað árið í röð og kalla eftir því að strandveiðikerfið verði lagað.
Sjávarútvegur Byggðamál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna Strandveiðunum þetta sumar lýkur að öllu óbreyttu í næstu viku en þá stefnir í að útgefinn kvóti klárist. Eftir fyrstu tvo mánuði er búið að landa afla í alls 49 höfnum og er Patreksfjörður í efsta sæti með mestan landaðan afla og fjölda báta. 4. júlí 2023 12:00 „Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“ Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum. 2. júlí 2023 22:39 Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. 28. júní 2023 12:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira
Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna Strandveiðunum þetta sumar lýkur að öllu óbreyttu í næstu viku en þá stefnir í að útgefinn kvóti klárist. Eftir fyrstu tvo mánuði er búið að landa afla í alls 49 höfnum og er Patreksfjörður í efsta sæti með mestan landaðan afla og fjölda báta. 4. júlí 2023 12:00
„Við viljum samtal um þetta en það virðist ekki vera í boði“ Formaður Strandveiðifélags Íslands segir framkomu yfirvalda í garð strandveiðimanna óásættanlega. Auka þurfi kvótann sem sé algjör hungurlús og gera breytingar á kerfinu til framtíðar. Hann furðar sig á því að matvælaráðherra setji sig upp á móti umhverfisvænum veiðum. 2. júlí 2023 22:39
Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. 28. júní 2023 12:00