Öryggi og velferð í Uppsveitum Haraldur Helgi Hólmfríðarson skrifar 12. júlí 2023 15:31 Sem íbúi í Uppsveitum Árnessýslu er ég mjög hugsi þessa dagana varðandi öryggi og velferð okkar hér í því samfélagi sem við búum og störfum í. Í fyrra varð banaslys á þekktum ferðamannastað í Uppsveitum Árnessýslu og fyrsti „viðbragðsaðili” á staðinn var rúmlega hálftíma á staðinn frá því að útkall berst, og 15 mínútum síðar komu þeir næstu. Ég set orðið viðbragðsaðili í gæsalappir því samkvæmt huglægu mati lögreglustjóra á Suðurlandi virðist skipta máli hvaða vindátt er á Selfossi hvort ég flokkist sem slíkur. Seinnipart síðastliðins föstudag kem ég svo að slysi á Laugarvatnsvegi hvar maður lætur lífið úti i vegkanti á fallegum og sólríkum sumardegi. Biðin eftir viðbragðsaðilum var óþægilega löng, sjálfsagt eins og hún er alltaf þegar líf liggur við, en það sem stakk mig svolítið i þessu var það að enginn viðbragðsaðili frá næstu slökkvistöð (Laugarvatni í þessu tilviki) var kallaður út og fréttu bara af slysinu i fréttum. Á sama tíma berast fréttir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands að engin bakvakt lækna verði á svæðinu eftir 1. september næstkomandi aukinheldur að Heilsugæslan i Laugarási sé að öllum líkindum að flytja á Flúðir í Hrunamannahreppi. Það er eiginlega alveg sama hvernig ég horfi á þetta mál, hvaða póla ég tek inn í breytuna, mér tekst bara ekki með nokkru móti að fá þetta dæmi til að ganga upp. Samkvæmt fasteignaskrá eru 2143 sumarhús í Bláskógabyggð og 3272 sumarhús í Grímsnes og Grafningshreppi - 5415 sumarhús auk íbúa, og margir þessir bústaðir í +40 mínútna aksturstíma frá næsta sjúkrahúsi. Auk þess fara þúsundir um svæðið daglega á leið sinni um Gullna Hringinn. Og ekki hvarflar að framámönnum ferðaþjónustunnar annað en að koma fram og segja „Ísland er ekki uppselt“ þegar ljóst er að innviðir landsins sem smíðaðir eru fyrir 370 þúsund íbúa þess eru komnir að þolmörkum – nei, það er ennþá til hótelpláss og það er besti mælikvarðinn.Heilbrigðisþjónustan, löggæslan, slökkvilið/sjúkraflutningar, vegakerfið og sjálfboðaliða samtök sem sinna neyðarþjónustu hafa ekki þróast né stækkað í takti við aukinn straum ferðamanna til landsins. Hér eru allir mikilvægir innviðir komnir að þolmörkum og það fyrir talsverðu síðan. Hvenær í ósköpunum gerist það og hvað þarf eiginlega að ganga á áður en sjúkrabíll fær fasta stöð í Uppsveitunum og lögregla sér fram á að bíll sé á svæðinu að staðaldri? Vissulega er sjúkraflutningamaður á vakt í Þingvallaþjóðgarði en hann er þar því þjóðgarðurinn greiðir fyrir viðveru hans þar - dýru gjaldi og fer ekki útfyrir þjóðgarðinn til að sinna neyðartilfellum nema í algjörum undantekningum. Aukinheldur er lítill hópur á Flúðum sem sinnir hlutverki vettvangsliða á því svæði upp að Gullfossi og Geysi, en hvað svo? Er hreppapólitíkin/rígurinn svona svakalega vel inngróinn að við hin mætum bara afgangi? Höfundur er björgunarsveitarmaður, búsettur á Laugarvatni og hefur áhuga á samfélagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Ferðamennska á Íslandi Slökkvilið Sjúkraflutningar Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Sem íbúi í Uppsveitum Árnessýslu er ég mjög hugsi þessa dagana varðandi öryggi og velferð okkar hér í því samfélagi sem við búum og störfum í. Í fyrra varð banaslys á þekktum ferðamannastað í Uppsveitum Árnessýslu og fyrsti „viðbragðsaðili” á staðinn var rúmlega hálftíma á staðinn frá því að útkall berst, og 15 mínútum síðar komu þeir næstu. Ég set orðið viðbragðsaðili í gæsalappir því samkvæmt huglægu mati lögreglustjóra á Suðurlandi virðist skipta máli hvaða vindátt er á Selfossi hvort ég flokkist sem slíkur. Seinnipart síðastliðins föstudag kem ég svo að slysi á Laugarvatnsvegi hvar maður lætur lífið úti i vegkanti á fallegum og sólríkum sumardegi. Biðin eftir viðbragðsaðilum var óþægilega löng, sjálfsagt eins og hún er alltaf þegar líf liggur við, en það sem stakk mig svolítið i þessu var það að enginn viðbragðsaðili frá næstu slökkvistöð (Laugarvatni í þessu tilviki) var kallaður út og fréttu bara af slysinu i fréttum. Á sama tíma berast fréttir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands að engin bakvakt lækna verði á svæðinu eftir 1. september næstkomandi aukinheldur að Heilsugæslan i Laugarási sé að öllum líkindum að flytja á Flúðir í Hrunamannahreppi. Það er eiginlega alveg sama hvernig ég horfi á þetta mál, hvaða póla ég tek inn í breytuna, mér tekst bara ekki með nokkru móti að fá þetta dæmi til að ganga upp. Samkvæmt fasteignaskrá eru 2143 sumarhús í Bláskógabyggð og 3272 sumarhús í Grímsnes og Grafningshreppi - 5415 sumarhús auk íbúa, og margir þessir bústaðir í +40 mínútna aksturstíma frá næsta sjúkrahúsi. Auk þess fara þúsundir um svæðið daglega á leið sinni um Gullna Hringinn. Og ekki hvarflar að framámönnum ferðaþjónustunnar annað en að koma fram og segja „Ísland er ekki uppselt“ þegar ljóst er að innviðir landsins sem smíðaðir eru fyrir 370 þúsund íbúa þess eru komnir að þolmörkum – nei, það er ennþá til hótelpláss og það er besti mælikvarðinn.Heilbrigðisþjónustan, löggæslan, slökkvilið/sjúkraflutningar, vegakerfið og sjálfboðaliða samtök sem sinna neyðarþjónustu hafa ekki þróast né stækkað í takti við aukinn straum ferðamanna til landsins. Hér eru allir mikilvægir innviðir komnir að þolmörkum og það fyrir talsverðu síðan. Hvenær í ósköpunum gerist það og hvað þarf eiginlega að ganga á áður en sjúkrabíll fær fasta stöð í Uppsveitunum og lögregla sér fram á að bíll sé á svæðinu að staðaldri? Vissulega er sjúkraflutningamaður á vakt í Þingvallaþjóðgarði en hann er þar því þjóðgarðurinn greiðir fyrir viðveru hans þar - dýru gjaldi og fer ekki útfyrir þjóðgarðinn til að sinna neyðartilfellum nema í algjörum undantekningum. Aukinheldur er lítill hópur á Flúðum sem sinnir hlutverki vettvangsliða á því svæði upp að Gullfossi og Geysi, en hvað svo? Er hreppapólitíkin/rígurinn svona svakalega vel inngróinn að við hin mætum bara afgangi? Höfundur er björgunarsveitarmaður, búsettur á Laugarvatni og hefur áhuga á samfélagsmálum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun