Hér að neðan má sjá fjórar efnilega leikmenn sem vert er að fylgjast með. Um er að ræða leikmenn frá Þýskalandi, Spáni, Englandi og Hollandi.
Young talent heading to the World Cup
— UEFA Women's EURO (@WEURO) July 12, 2023
Jule Brand
Esmee Brugts
Lauren James
Salma Paralluelo pic.twitter.com/lK47jFJoaC
Jule Brand, Wolfsburg
Liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg. Fjölhæfur leikmaður sem leikur þó oftast nær á vængnum. Er 20 ára gömul og mun aðeins verða betri.
Esmee Brugts, PSV
19 ára framherji sem hefur leikið fyrir öll yngri landslið Hollands. Leikur í treyju númer 7 hjá Hollandi. Spilaði sinn fyrsta A-landsleik í febrúar á síðasta ári, síðan þá hafa 14 til viðbótar bæst við.
Lauren James, Chelsea
James hefur verið lengi að þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Er uppalin hjá Chelsea og Arsenal en sprakk út hjá Manchester United. Gekk aftur í raðir Chelsea árið 2021 og hefur blómstrað síðan.
Getur í raun spilað allar stöður framarlega á vellinum og mun án efa vekja mikla athygli á HM. Bróðir hennar, Reece James, leikur einnig fyrir Chelsea.
Salma Paralluelo, Barcelona
Vinstri vængmaður sem leikur fyrir Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona. Aðeins 19 ára gömul og tiltölulega nýkomin inn í spænska A-landsliðið en hefur skorað þrjú mörk í tveimur leikjum til þessa. Gæti sprungið út á HM.