Fjárfestingahópurinn 49ers Enterprises, sem á líka NFL-félagið San Francisco 49ers, hefur átt í Leeds síðan þeir keyptu fyrst í félaginu í maí 2008.
Milljarðarmæringurinn Denise DeBartolo fer fyrir hópnum.
Jordan Spieth and Justin Thomas have bought shares in Leeds United's prospective owners
— BBC Sport (@BBCSport) July 12, 2023
But one golfer pulled out of negotiations after they were relegated #BBCGolf #BBCFootball
Í síðasta mánuði samþykkti Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, að selja sinn meirihluta til bandaríska fjárfestingafélagsins. 49ers Enterprises átti áður 44 prósent en keypti nú 56 prósent til viðbótar.
Við þessa fjárfestingu var 49ers Enterprises að leita sér að nýjum öflugum fjárfestum og meðal þeirra sem bættust í hópinn voru umræddir atvinnugolfarar.
Jordan Spieth og Justin Thomas keyptu báðir hlut í fjárfestingafélaginu og verða því í eigendahópi Leeds.
Annar þekktur golfari, Rickie Fowler, var með í fyrstu en hætti við að kaupa í félaginu eftir að Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.
Jordan Spieth er 29 ára gamall, hefur unnið þrjú risamót á ferlinum og er nú tíundi á heimslistanum.
Justin Thomas er þrítugur, hefur unnið tvö risamót á ferlinum og er nú tuttugasti á heimslistanum.
Jordan Spieth confirms he is an investor in Leeds United with Justin Thomas pic.twitter.com/fScypiN68N
— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) July 12, 2023