Aron mætir bikarmeisturunum í fyrsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2023 13:31 Aron Pálmarsson og Gunnar Magnússon þekkjast vel frá íslenska landsliðinu og þeir munu mætast í fyrstu umferð Olís-deildarinnar í haust. Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét Fyrsti leikur Arons Pálmarssonar á Íslandsmótinu í handbolta eftir heimkomuna til FH verður gegn bikarmeisturum Aftureldingar. Olís-deild kvenna hefst á stórleik á Hlíðarenda. Í vetur var tilkynnt um heimkomu landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar til FH eftir fjölmörg ár í atvinnumennsku. HSÍ hefur nú gefið út drög að leikjafyrirkomulagi fyrir næsta tímabil og í fyrsta leik Arons hér á landi síðan árið 2009 taka hann og félagar hans í FH á móti bikarmeisturum Aftureldingar. Íslandsmeistarar ÍBV mæta Stjörnunni í Garðabæ í fyrstu umferð en nýliðar HK og Víkinga eiga erfið verkefni fyrir höndum, Víkingar mæta Val á útivelli í fyrsta leik á meðan HK tekur á móti Haukum sem fóru alla leið í úrslit Olís-deildarinnar á síðasta tímabili. Margir höfðu kallað eftir því að fyrsti leikur Arons yrði Hafnarfjarðarslagur FH og Hauka. Fyrri leikur liðanna á næsta tímabili fer fram þann 17. nóvember að Ásvöllum og sá síðari 5. apríl í Kaplakrika. Aron Pálmarsson fær sviðið 7.september og það á heimavelli. Hefði það drepið HSÍ að hafa hinsvegar FH - Haukar í 1.umferð í stað Hafnarfjörður - Mosfellsbær. Það er einhver púki að öskra á mig að Gunni Magg hafi haft eitthvað um þetta að segja. #Handkastið sem vonandi lifir áfram pic.twitter.com/X7no07VF8w— Arnar Daði (@arnardadi) July 12, 2023 Í kvennaflokki hefst Olís-deildin á stórleik þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Fram. Töluverðar breytingar hafa orðið á liði Framara síðan á síðustu leiktíð. Einar Jónsson tók við þjálfun liðsins af Stefáni Arnarsyni og þá hefur liðið misst sterka leikmenn. Engu að síður eru leikir Vals og Fram alltaf hörkuslagir. Bikar- og deildarmeistarar ÍBV fer í heimsókn til Akureyrar í fyrstu umferðinni og leikur gegn KA/Þór. Nýliðar ÍR fá Aftureldingu í heimsókn og þá tekur Stjarnan á móti Haukum. Hægt er að skoða drög að leikjafyrirkomulaginu á vef HSÍ. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Olís-deild kvenna Olís-deild karla HSÍ Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Sjá meira
Í vetur var tilkynnt um heimkomu landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar til FH eftir fjölmörg ár í atvinnumennsku. HSÍ hefur nú gefið út drög að leikjafyrirkomulagi fyrir næsta tímabil og í fyrsta leik Arons hér á landi síðan árið 2009 taka hann og félagar hans í FH á móti bikarmeisturum Aftureldingar. Íslandsmeistarar ÍBV mæta Stjörnunni í Garðabæ í fyrstu umferð en nýliðar HK og Víkinga eiga erfið verkefni fyrir höndum, Víkingar mæta Val á útivelli í fyrsta leik á meðan HK tekur á móti Haukum sem fóru alla leið í úrslit Olís-deildarinnar á síðasta tímabili. Margir höfðu kallað eftir því að fyrsti leikur Arons yrði Hafnarfjarðarslagur FH og Hauka. Fyrri leikur liðanna á næsta tímabili fer fram þann 17. nóvember að Ásvöllum og sá síðari 5. apríl í Kaplakrika. Aron Pálmarsson fær sviðið 7.september og það á heimavelli. Hefði það drepið HSÍ að hafa hinsvegar FH - Haukar í 1.umferð í stað Hafnarfjörður - Mosfellsbær. Það er einhver púki að öskra á mig að Gunni Magg hafi haft eitthvað um þetta að segja. #Handkastið sem vonandi lifir áfram pic.twitter.com/X7no07VF8w— Arnar Daði (@arnardadi) July 12, 2023 Í kvennaflokki hefst Olís-deildin á stórleik þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Fram. Töluverðar breytingar hafa orðið á liði Framara síðan á síðustu leiktíð. Einar Jónsson tók við þjálfun liðsins af Stefáni Arnarsyni og þá hefur liðið misst sterka leikmenn. Engu að síður eru leikir Vals og Fram alltaf hörkuslagir. Bikar- og deildarmeistarar ÍBV fer í heimsókn til Akureyrar í fyrstu umferðinni og leikur gegn KA/Þór. Nýliðar ÍR fá Aftureldingu í heimsókn og þá tekur Stjarnan á móti Haukum. Hægt er að skoða drög að leikjafyrirkomulaginu á vef HSÍ. Olís-deild karla Olís-deild kvenna
Olís-deild kvenna Olís-deild karla HSÍ Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Sjá meira