Mesta fjölgun í Evrópusambandinu í meira en hálfa öld Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júlí 2023 15:47 Fæðingartíðnin er hæst á Íslandi. Innflutningur fólks spilar hins vegar stærri rullu en barnsfæðingar. Vísir/Vilhelm Íbúum Evrópusambandslanda fjölgaði um 2,7 milljónir árið 2022 sem er mesta hækkun síðan árið 1965. Tvö ár þar á undan var fólksfækkun. Innflutningur fólks, einkum flóttafólks frá Úkraínu, skýrir að mestu leyti þann viðsnúning í íbúaþróun Evrópu sem varð á árinu 2022. Árin 2020 og 2021, þegar COVID-19 faraldurinn geisaði, fækkaði íbúunum um 300 þúsund hvort ár. En fram að því hafði íbúum fjölgað um eina milljón á ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins. Stofnunin er með tölur frá EFTA ríkjunum og umsóknarríkjum á borð við Tyrkland og Serbíu. Tölur skortir frá löndum eins og Bretlandi, Rússlandi og Úkraínu. Vitað er að fólksflótti er mikill frá Rússlandi. Enn meiri er hann frá Úkraínu vegna stríðsins og flestir flóttamennirnir hafa farið til Evrópusambandslanda. Fjölgun í vestri en fækkun í austri Mesta fjölgunin var í Þýskalandi, 1,1 milljón manns. Tyrkjum fjölgaði um 600 þúsund, Spánverjum um 560 þúsund, Tékkum um 310 þúsund, Hollendingum um 220 og Frökkum um 200 þúsund. Fjölgun varð á öllum Norðurlöndunum, mest í Svíþjóð. Íslendingum fjölgaði um 11.500 manns, en fyrir utan mikinn innflutning fólks eru Íslendingar með hæstu fæðingartíðnina í allri álfunni. Fækkunin var mest í Ítalíu, 180 þúsund manns. Fyrir utan Ítalíu og Grikkland var íbúafækkun bundin við austurhluta álfunnar. Meðal annars fækkun upp á 130 þúsund í Póllandi og Serbíu og 90 þúsund í Ungverjalandi og Moldóvu. Fleiri dauðsföll en fæðingar Þrátt fyrir mikla fjölgun er lækkandi fæðingartíðni og öldrun þjóða enn þá mikið vandamál í Evrópu. Árið 2022 voru fleiri dauðsföll en fæðingar í Evrópusambandslöndum sem þýðir að ef ekki hefði komið til innflutningur hefði íbúum haldið áfram að fækka. Evrópusambandið Mannfjöldi Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Innflutningur fólks, einkum flóttafólks frá Úkraínu, skýrir að mestu leyti þann viðsnúning í íbúaþróun Evrópu sem varð á árinu 2022. Árin 2020 og 2021, þegar COVID-19 faraldurinn geisaði, fækkaði íbúunum um 300 þúsund hvort ár. En fram að því hafði íbúum fjölgað um eina milljón á ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins. Stofnunin er með tölur frá EFTA ríkjunum og umsóknarríkjum á borð við Tyrkland og Serbíu. Tölur skortir frá löndum eins og Bretlandi, Rússlandi og Úkraínu. Vitað er að fólksflótti er mikill frá Rússlandi. Enn meiri er hann frá Úkraínu vegna stríðsins og flestir flóttamennirnir hafa farið til Evrópusambandslanda. Fjölgun í vestri en fækkun í austri Mesta fjölgunin var í Þýskalandi, 1,1 milljón manns. Tyrkjum fjölgaði um 600 þúsund, Spánverjum um 560 þúsund, Tékkum um 310 þúsund, Hollendingum um 220 og Frökkum um 200 þúsund. Fjölgun varð á öllum Norðurlöndunum, mest í Svíþjóð. Íslendingum fjölgaði um 11.500 manns, en fyrir utan mikinn innflutning fólks eru Íslendingar með hæstu fæðingartíðnina í allri álfunni. Fækkunin var mest í Ítalíu, 180 þúsund manns. Fyrir utan Ítalíu og Grikkland var íbúafækkun bundin við austurhluta álfunnar. Meðal annars fækkun upp á 130 þúsund í Póllandi og Serbíu og 90 þúsund í Ungverjalandi og Moldóvu. Fleiri dauðsföll en fæðingar Þrátt fyrir mikla fjölgun er lækkandi fæðingartíðni og öldrun þjóða enn þá mikið vandamál í Evrópu. Árið 2022 voru fleiri dauðsföll en fæðingar í Evrópusambandslöndum sem þýðir að ef ekki hefði komið til innflutningur hefði íbúum haldið áfram að fækka.
Evrópusambandið Mannfjöldi Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira