Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Telma Tómasson segir fréttir í kvöld.
Telma Tómasson segir fréttir í kvöld.

Í kvöldfréttum skoðum við aðstæður á gosstöðvunum á Reykjanesi en yfirvöld lokuðu gönguleiðum að þeim í dag vegna mikils hvassviðris og reyks frá gróðureldum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Norðurlandanna hafa átt frjálslegan og opinn fund með Joe Biden forseta Bandaríkjanna í dag. Fjöldi mála hafi verið á dagskrá fundarins auk öryggismálanna, eins og jafnréttis- og loftslagsmál og þær áskoranir sem blasi við nýjum kynslóðum í framtíðinni á sviði gervigreindar. Við heyrum í Katrínu í fréttatímanum.

Við fylgjumst með því þegar bera átti út konu í hælisleit úr húsnæði á vegum ríkisins þar sem hún hefði misst öll réttindi sín hér á landi. Eftir nokkur fundarhöld með lögreglu var hætt við útburðinn í bili alla vega.

Og við bregðum okkur á sumarmót skáta við Úlfljótsvatn þar sem hátt í tvö hundruð skátar alls staðar að af landinu eru saman komnir í sól og blíðu.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×