Frumvarp um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks þurfi að taka fyrir í haust Helena Rós Sturludóttir skrifar 14. júlí 2023 12:16 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir Alþingi þurfa að taka fyrir frumvarp heilbrigðisráðherra um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks í haust. Vísir/Sigurjón Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segist ekki skilja ákvörðun ríkissaksóknara um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum. Ábyrgðin liggi nú hjá heilbrigðisráðherra sem hafi margoft lofað frumvarpi um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum sem var ákærð fyrir að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum. Hjúkrunarfræðingurinn var sýknuð í málinu þar sem dómurinn taldi ósannað að hún hefði haft ásetning til að svipta sjúklinginn lífi. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir ákvörðun ríkissaksóknara óskiljanlega. „Það er búið að sýkna í þessu máli. Niðurstaðan er komin. Í rauninni finnst mér boltinn vera núna hjá ráðherra sem margoft hefur lofað að koma fram með frumvarp um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks sem ég hef oft minnst á áður,“ segir Guðbjörg. Ábyrgð heilbrigðisstofnana sé mikil, þar á meðal Landspítala. „Og náttúrulega full þörf á þessi heilbrigðisstofnun eins og stjórnvöld fari í naflaskoðun til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig en ég sé enga ástæðu til að halda áfram með þetta mál,“ segir hún jafnframt. Ljóst sé að heilbrigðiskerfið sé undir mannað og að mál hjúkrunarfræðingsins nái til alls heilbrigðisstarfsfólks. „Það er mjög mikill uggur, þetta er ekki fyrsta málið sem hefur komið upp og enn erum við að standa frammi fyrir þessu. Hvað er það sem á að fá þau til að mæta á undir mannaða vakt eða standa eftir undir mannaðri vakt með alla þessa ábyrgð og ábyrgðin virðist vera engin hjá heilbrigðisstofnunum,“ segir Guðbjörg og að því þurfi að breyta. „Við munum halda áfram að horfa upp á áframhaldandi skort á hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki ef ekki verði brugðist mjög snögg við og þetta frumvarp tekið fyrir á Alþingi í haust.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. 30. júní 2023 11:25 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum sem var ákærð fyrir að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum. Hjúkrunarfræðingurinn var sýknuð í málinu þar sem dómurinn taldi ósannað að hún hefði haft ásetning til að svipta sjúklinginn lífi. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir ákvörðun ríkissaksóknara óskiljanlega. „Það er búið að sýkna í þessu máli. Niðurstaðan er komin. Í rauninni finnst mér boltinn vera núna hjá ráðherra sem margoft hefur lofað að koma fram með frumvarp um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks sem ég hef oft minnst á áður,“ segir Guðbjörg. Ábyrgð heilbrigðisstofnana sé mikil, þar á meðal Landspítala. „Og náttúrulega full þörf á þessi heilbrigðisstofnun eins og stjórnvöld fari í naflaskoðun til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig en ég sé enga ástæðu til að halda áfram með þetta mál,“ segir hún jafnframt. Ljóst sé að heilbrigðiskerfið sé undir mannað og að mál hjúkrunarfræðingsins nái til alls heilbrigðisstarfsfólks. „Það er mjög mikill uggur, þetta er ekki fyrsta málið sem hefur komið upp og enn erum við að standa frammi fyrir þessu. Hvað er það sem á að fá þau til að mæta á undir mannaða vakt eða standa eftir undir mannaðri vakt með alla þessa ábyrgð og ábyrgðin virðist vera engin hjá heilbrigðisstofnunum,“ segir Guðbjörg og að því þurfi að breyta. „Við munum halda áfram að horfa upp á áframhaldandi skort á hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki ef ekki verði brugðist mjög snögg við og þetta frumvarp tekið fyrir á Alþingi í haust.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. 30. júní 2023 11:25 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31
Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. 30. júní 2023 11:25