Hitametin orðin of mörg til að telja upp Vésteinn Örn Pétursson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 14. júlí 2023 22:37 Mæðgin í Nikósíu á Kýpur kæla sig niður við brunn í borginni. Búist er við því að hitinn nái um 42-43 stigum á inn við landið um helgina. ap Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. Hitabylgjan teygir anga sína allt frá Tyrkland í austri til Grikklands, Króatíu, Ítalíu, Spánar og Portúgal. Hitinn á svæðinu er um eða yfir 40 gráðum og sumstaðr meiri. Þannig var spáð að hitinn gæti farið yfir 48,8 gráður á Ítalíu, sem væri met í Evrópu frá ágúst 2021. Frétt Stöðvar 2: Í Róm hafa dýr og menn kælt sig niður með ýmsum leiðum undanfarna daga, meðal annars með hjálp gosbrunna borgarinnar. Málleysingjar í dýragarði Madrídarborgar fengu þá sérstaklega kalda glaðninga í gær, til að svala sér. Í Aþenu var Akrópólis lokað snemma í dag, en fjöldi fólks hefur sótt ströndina skammt utan borgarinnar. Einari Sveinbjörnssyni er nokkuð brugðið yfir þeim mikla hita sem geisað hefur víða um heim að undanförnu, en hitabylgja hefur einnig gengið yfir Bandaríkin og Mexíkó, sem og í mið-Asíu. „Það má segja að við séum komin út úr hefðbundnu normi þar sem við erum að horfa á eitthvað meðaltal,“ segir Einar. „Það er bara einfaldlega orðið það miklu hlýrra, fjölmörg hitamet hafa fallið undanfarna daga og vikur. Þau eru svo mörg að það er ekki hægt að telja þau upp.“ Frá strönd Tel Aviv í Ísrael.ap Spár geri ráð fyrir að lítið lát verði á hitanum næstu vikur. „Ég held að öll rök hnígi að því að þarna eru loftlagsbreytingarnar að koma fram í aukinni tíðni á hitabylgjum. Þær eru meiri um sig, harðari og standa lengur en áður var,“ segir Einar. Hann hefði minni áhyggjur af norðanátt um hásumar hér heima, en kollegar hans úti hafa af hitabylgjum. Öfgar í veðurfari væru hins vegar að færast í aukana. „Tilfinning mín er sú að hér séu meiri sveiflur. Við vorum með óskaplega þungbúinn maí- og júnímánuð hér suðvestanlands. Nú hefur sólin skinið nærri látlaust í einhverja tíu daga, þó það sé svalt í sólinni og þoka fyrir norðan. Hins vegar er ekki samávægilegur angi af þessum bylgjum að ná til okkar, sem betur fer.“ Hitinn úti í heimi nú væri forsmekkurinn að því sem koma skal. „Við snúum þessu ekki við svo glatt,“ segir Einar að lokum. Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Hitabylgjan teygir anga sína allt frá Tyrkland í austri til Grikklands, Króatíu, Ítalíu, Spánar og Portúgal. Hitinn á svæðinu er um eða yfir 40 gráðum og sumstaðr meiri. Þannig var spáð að hitinn gæti farið yfir 48,8 gráður á Ítalíu, sem væri met í Evrópu frá ágúst 2021. Frétt Stöðvar 2: Í Róm hafa dýr og menn kælt sig niður með ýmsum leiðum undanfarna daga, meðal annars með hjálp gosbrunna borgarinnar. Málleysingjar í dýragarði Madrídarborgar fengu þá sérstaklega kalda glaðninga í gær, til að svala sér. Í Aþenu var Akrópólis lokað snemma í dag, en fjöldi fólks hefur sótt ströndina skammt utan borgarinnar. Einari Sveinbjörnssyni er nokkuð brugðið yfir þeim mikla hita sem geisað hefur víða um heim að undanförnu, en hitabylgja hefur einnig gengið yfir Bandaríkin og Mexíkó, sem og í mið-Asíu. „Það má segja að við séum komin út úr hefðbundnu normi þar sem við erum að horfa á eitthvað meðaltal,“ segir Einar. „Það er bara einfaldlega orðið það miklu hlýrra, fjölmörg hitamet hafa fallið undanfarna daga og vikur. Þau eru svo mörg að það er ekki hægt að telja þau upp.“ Frá strönd Tel Aviv í Ísrael.ap Spár geri ráð fyrir að lítið lát verði á hitanum næstu vikur. „Ég held að öll rök hnígi að því að þarna eru loftlagsbreytingarnar að koma fram í aukinni tíðni á hitabylgjum. Þær eru meiri um sig, harðari og standa lengur en áður var,“ segir Einar. Hann hefði minni áhyggjur af norðanátt um hásumar hér heima, en kollegar hans úti hafa af hitabylgjum. Öfgar í veðurfari væru hins vegar að færast í aukana. „Tilfinning mín er sú að hér séu meiri sveiflur. Við vorum með óskaplega þungbúinn maí- og júnímánuð hér suðvestanlands. Nú hefur sólin skinið nærri látlaust í einhverja tíu daga, þó það sé svalt í sólinni og þoka fyrir norðan. Hins vegar er ekki samávægilegur angi af þessum bylgjum að ná til okkar, sem betur fer.“ Hitinn úti í heimi nú væri forsmekkurinn að því sem koma skal. „Við snúum þessu ekki við svo glatt,“ segir Einar að lokum.
Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila