Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2023 15:15 Kári Stefánsson skaut föstum skotum á matvælaráðherra á mótmælunum í dag. Vísir/Ívar Fannar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. Félag strandveiðimanna stóð í dag fyrir mótmælum gegn stöðvun strandveiða, sem strandveiðimenn segja ótímabæra. Kári Stefánsson var meðal þeirra sem fór með erindi á mótmælunum. „Strandveiðar eru áframhald á þeim lífsstíl sem bjó til sjálfsmynd Íslendinga um langan aldur. Okkur ber skylda til þess að hlúa að þeim með öllum tiltækum ráðum. Þegar ráðherra sem hefur látið hafa það eftir sér að hún sé hlynnt strandveiðum segir nú að ekki sé lagaheimild fyrir að auka aflaheimildir strandveiða, er hún að benda okkur á, svo ekki verður um villst, að alþingi Íslendinga sé ekki að vinna vinnuna sína,“ sagði Kári Stefánsson í erindi sínu á mótmælunum. „Þegar ég flutti ávarp í Grindavík á sjómannadaginn og sagði að það væri kominn tími á sjómannabyltingu á Íslandi, grunaði mig engan veginn að það væri þegar svo mikil ólga á meðal strandveiðihluta stéttarinnar að innan skamms yrðu þorskhausum komið fyrir á tröppum Alþingis. Að vandlega athuguðu máli finnst mér sá gjörningur hins vegar hafa verið svo nálægt því að vera viðeigandi. Það eina sem vantaði upp á til þess að svo væri var að gæta þess að hafa þorskhausana á tröppunum sextíu og þrjá, þannig að það væru jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess,“ sagði hann einnig. Síðasti dagur strandveiða var 11. júlí og var þar með um að ræða stystu vertíðina í sögu strandveiða hér á landi. Strandveiðunum hefur iðulega lokið í ágúst en í ár var strandveiðikvótinn alls 8.527 tonn. Mikil óánægja er meðal strandveiðimanna um þessa tilhögun. Sjávarútvegur Alþingi Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Félag strandveiðimanna stóð í dag fyrir mótmælum gegn stöðvun strandveiða, sem strandveiðimenn segja ótímabæra. Kári Stefánsson var meðal þeirra sem fór með erindi á mótmælunum. „Strandveiðar eru áframhald á þeim lífsstíl sem bjó til sjálfsmynd Íslendinga um langan aldur. Okkur ber skylda til þess að hlúa að þeim með öllum tiltækum ráðum. Þegar ráðherra sem hefur látið hafa það eftir sér að hún sé hlynnt strandveiðum segir nú að ekki sé lagaheimild fyrir að auka aflaheimildir strandveiða, er hún að benda okkur á, svo ekki verður um villst, að alþingi Íslendinga sé ekki að vinna vinnuna sína,“ sagði Kári Stefánsson í erindi sínu á mótmælunum. „Þegar ég flutti ávarp í Grindavík á sjómannadaginn og sagði að það væri kominn tími á sjómannabyltingu á Íslandi, grunaði mig engan veginn að það væri þegar svo mikil ólga á meðal strandveiðihluta stéttarinnar að innan skamms yrðu þorskhausum komið fyrir á tröppum Alþingis. Að vandlega athuguðu máli finnst mér sá gjörningur hins vegar hafa verið svo nálægt því að vera viðeigandi. Það eina sem vantaði upp á til þess að svo væri var að gæta þess að hafa þorskhausana á tröppunum sextíu og þrjá, þannig að það væru jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess,“ sagði hann einnig. Síðasti dagur strandveiða var 11. júlí og var þar með um að ræða stystu vertíðina í sögu strandveiða hér á landi. Strandveiðunum hefur iðulega lokið í ágúst en í ár var strandveiðikvótinn alls 8.527 tonn. Mikil óánægja er meðal strandveiðimanna um þessa tilhögun.
Sjávarútvegur Alþingi Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira