Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2023 23:05 Íbúar á Akureyri eru ósáttir með mengunina sem berst frá skemmtiferðaskipum. Það stefnir í metár komu skipanna til landsins. vísir Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. Í skýrslu umhverfisverndarsamtakanna Transport & Environment kemur fram að rúmlega tvö hundruð skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu mengi meira en allir bílar álfunnar. Ísland kemst samkvæmt skýrslunni á topp tíu lista yfir Evrópulönd sem glíma við mestu mengun af völdum skipanna. Borgir í Evrópu hafa gripið til aðgerða. Sem dæmi var í Feneyjum innleitt bann við því að skemmtiferðaskip leggist þar að bryggju, auk þess sem að borgaryfirvöld á Spáni hafa gert sambærilegar ráðstafanir. Í sumar var fjallað um mengunarský yfir Akureyrarbæ sem kom frá skemmtiferðaskipi við höfnina. Íbúar sögðust í samtali við fréttastofu vera komnir með nóg af ástandinu. Faxaflóahafnir stefna á að ljúka uppbyggingu fyrir raftenginu skipanna í höfnum fyrirtækisins innan þriggja ára og á sú uppbygging að draga úr mengum um allt að helming. Regluverk í kortunum Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar segir regluverk í kortunum hjá Evrópusambandinu sem gæti tekið á mengunarvandanum. Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar.Einar Árnason „Það snýr að viðskiptakerfi um losunarheimildir í flugi og iðnaði. Það er verið að vinna að því að bæta skipum inn í og þá myndu skemmtiferðaskip falla undir það. Það er ekki komið til framkvæmda en er í kortunum,“ segir Sigrún. Varðandi bann við komu skemmtiferðaskipa segir Sigrún: „Þegar starfsemi er inni í þessu viðskiptakerfi, þá eru reglurnar almennt þannig að það verður ekki sett bann við losun tiltekinna efna og bann við starfseminni samtímis. Þannig að þetta regluverk ætti að grípa þetta. Það voru settar reglur hér um svartolíu á sínum tíma, síðan hefur verið rætt um áhrif skemmtiferðaskipa á náttúruverndarsvæði og við höfum skoðað nálgun Alaskabúa á það.“ Kerfið í Alaska snýr að því að þau skip sem hafi besta umhverisárangur fái að koma inn í þjóðgarðinn. Takmörkun er hér á landi við komu skipa til Hornstranda, með vernaráætlun fyrir Hornstrandafriðland. Þar er farþegarhámark upp á 50 manns. Grundarfjarðabær hefur einnig sett reglur um hámarskfjölda farþega sem komi í land í einu. Stórt viðfangsefni Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir stjórnendur farþegaskipa sem er ætað að tryggja að ferðir skipanna fari ekki í bága við umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf á Íslandi. „Stjórnvöld umhverfismála átta sig alveg á því að það er veruleg losun frá skemmtiferðaskipum, og þá erum við bæði að tala um gróðurhúsalofttegundir og loftmengunarefni, sem skapa staðbundna mengun.“ Um sé að ræða annars vegar loftmengun sem hafi staðbundið neikvæð áhrif á heilsu, og hnattræna hlýnun. „Þetta er mjög stórt viðfangsefni, það er engin spurning. Stjórnvöld hafa beint athygli að þessari losun og hún veldur áhyggjum.“ Loftgæði Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22 Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. 6. janúar 2023 19:40 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Í skýrslu umhverfisverndarsamtakanna Transport & Environment kemur fram að rúmlega tvö hundruð skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu mengi meira en allir bílar álfunnar. Ísland kemst samkvæmt skýrslunni á topp tíu lista yfir Evrópulönd sem glíma við mestu mengun af völdum skipanna. Borgir í Evrópu hafa gripið til aðgerða. Sem dæmi var í Feneyjum innleitt bann við því að skemmtiferðaskip leggist þar að bryggju, auk þess sem að borgaryfirvöld á Spáni hafa gert sambærilegar ráðstafanir. Í sumar var fjallað um mengunarský yfir Akureyrarbæ sem kom frá skemmtiferðaskipi við höfnina. Íbúar sögðust í samtali við fréttastofu vera komnir með nóg af ástandinu. Faxaflóahafnir stefna á að ljúka uppbyggingu fyrir raftenginu skipanna í höfnum fyrirtækisins innan þriggja ára og á sú uppbygging að draga úr mengum um allt að helming. Regluverk í kortunum Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar segir regluverk í kortunum hjá Evrópusambandinu sem gæti tekið á mengunarvandanum. Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar.Einar Árnason „Það snýr að viðskiptakerfi um losunarheimildir í flugi og iðnaði. Það er verið að vinna að því að bæta skipum inn í og þá myndu skemmtiferðaskip falla undir það. Það er ekki komið til framkvæmda en er í kortunum,“ segir Sigrún. Varðandi bann við komu skemmtiferðaskipa segir Sigrún: „Þegar starfsemi er inni í þessu viðskiptakerfi, þá eru reglurnar almennt þannig að það verður ekki sett bann við losun tiltekinna efna og bann við starfseminni samtímis. Þannig að þetta regluverk ætti að grípa þetta. Það voru settar reglur hér um svartolíu á sínum tíma, síðan hefur verið rætt um áhrif skemmtiferðaskipa á náttúruverndarsvæði og við höfum skoðað nálgun Alaskabúa á það.“ Kerfið í Alaska snýr að því að þau skip sem hafi besta umhverisárangur fái að koma inn í þjóðgarðinn. Takmörkun er hér á landi við komu skipa til Hornstranda, með vernaráætlun fyrir Hornstrandafriðland. Þar er farþegarhámark upp á 50 manns. Grundarfjarðabær hefur einnig sett reglur um hámarskfjölda farþega sem komi í land í einu. Stórt viðfangsefni Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir stjórnendur farþegaskipa sem er ætað að tryggja að ferðir skipanna fari ekki í bága við umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf á Íslandi. „Stjórnvöld umhverfismála átta sig alveg á því að það er veruleg losun frá skemmtiferðaskipum, og þá erum við bæði að tala um gróðurhúsalofttegundir og loftmengunarefni, sem skapa staðbundna mengun.“ Um sé að ræða annars vegar loftmengun sem hafi staðbundið neikvæð áhrif á heilsu, og hnattræna hlýnun. „Þetta er mjög stórt viðfangsefni, það er engin spurning. Stjórnvöld hafa beint athygli að þessari losun og hún veldur áhyggjum.“
Loftgæði Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22 Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. 6. janúar 2023 19:40 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22
Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. 6. janúar 2023 19:40