Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en þar segir einnig frá öðru tilviki þar sem tilkynnt var um hóp manna á bifreiðum elta „annan“. Segir að lögregla hafi sinnt málinu en engar nánari upplýsingar er að finna.
Í miðborginni bárust nokkrar tilkynningar þar sem óskað var eftir aðstoð lögreglu við að vísa óvelkomnum á brott en samtals þremur var vísað á burt af hótelum. Þá stöðvaði lögregla fíkniefnaframleiðslu í heimahúsi og greip til ráðstafana eftir að tilkynnt var um fíkiniefna og neysluáhöld á víðavangi.
Einn var handtekinn í Kópavogi/Breiðholti og vistaður í fangaklefa grunaður um líkamsárás í heimahúsi. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið og um grunsamlegar mannaferðir þar sem var verið að kíkja inn í bíla.
Í Grafarvogi/Mosfellsbæ/Árbæ var tilkynnt um slagsmál en ástandið reyndist hafa róast þegar lögregla mætti á vettvang. Þá var ölvuðum farþega vísað úr strætó og öðrum ekið heim. Einnig tilkynnt um hávaða frá ryksugu í fjölbýlishúsi um miðja nótt.
Einn var handtekinn í umdæminu fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fyrir að aka ítrekað sviptur ökuréttindum. Hafði viðkomandi átt þátt að umferðarslysi en reynt að koma sér undan.