Eftir sumarfrí leiðinn og góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. júlí 2023 00:02 Það er alveg eðlilegt að upplifa smá leiða, verða niðurdregin eða finnast við orkulaus og vanta tilhlökkun þegar að sumarfríið okkar er búið. Vísir/Getty Flestir tengja veturinn við þann tíma sem dregur fólk niður andlega og jafnvel í þunglyndi. En að sumarið sé hins vegar skemmtilegi, fjörugi og bjarti tíminn okkar. Þar sem það er miklu skemmtilegra. Þótt það rigni eða blási. Í viðtali við Áskorun síðasta vetur, sagði Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir við geðþjónustu Landspítala, að sumarið sé reyndar erfiði tíminn hjá sumum. „Þunglyndi getur gert vart við sig hjá mörgum í skammdeginu og flestir upplifa þá tímabundið að minnsta kosti minni orku en á vorin. Eina stóra rannsóknin sem hefur verið gerð á þessu efni á Íslandi sýndi hins vegar ekki að fólk glími hér oftar við þunglyndi yfir dimmustu vetrarmánuðina en á vorin eða sumrin. Aðrir eiga nefnilega mjög erfitt með birtuna þegar sól hækkar á lofti og bíða jafnvel í ofvæni eftir því að ágúst renni upp og dimma taki á ný.“ Enn ein staðreyndin er síðan að sumir upplifa mikinn leiða eftir að sumarfríi lýkur. Á ensku er þessi líðan kölluð Post Holiday Blues. Þessi leiði skýrist í rauninni af því að áður en við förum í sumarfrí, erum við að upplifa mikla tilhlökkun eftir því að vera að fara í frí. Síðan njótum við okkar í sumarfríinu: Með vinum og vandamönnum og gerum fullt af skemmtilegum hlutum. Þegar að við síðan snúum til baka úr sumafríinu, vantar okkur einhverja tilhlökkun. Því núna er æðislegi tíminn sem við hlökkuðum svo lengi til að upplifa, liðinn. Í Atvinnulífinu á Vísi höfum við fjallað um þennan tíma og rýnt í góð ráð til að koma okkur aftur í gang í vinnunni. Aðalmálið er að ef við erum að upplifa leiða eftir sumarfrí, finnst við jafnvel orkulaus og niðurdregin, eigum við ekki að berja okkur niður í huganum fyrir þessa líðan. Þetta er alveg eðlilegt og það eru margir í sömu sporum og þú. Ef þér finnst líðanin hins vegar fara yfir þau mörk að hreinlega skilgreinast sem viðvarandi vanlíðan, er gott að byrja á því að tala við heimilislækni eða sálfræðing eða að ræða við annan fagaðila. Önnur góð ráð eru: Að huga vel að svefni. Hann gerir alltaf gæfumuninn og góður svefn einfaldlega gerir dagsformið okkar alla daga betra. Að huga að matarræði og hreyfingu. Fyrir þá sem ekki stunda mikla hreyfingu gæti nokkra mínútna göngutúr samt gert gott. Þetta þarf ekki að vera langur göngutúr eða rösk ganga. Að vera aðeins úti undir beru lofti og anda að sér súrefni getur gert ótrúlegustu kraftaverk þegar að við erum leið eða niðurdregin. Á svona tímum eigum við helst að forðast alla vímugjafa. Hvort heldur sem er áfengi eða lyf. Að virkja okkur í að tala við vini og vandamenn er líka góð leið til að hressa okkur við. Við getum kíkt í kaffi, boðið í kaffi, tekið myndaspjall á Messenger eða hringt. Það hressir og kætir að eiga gott spjall við jákvætt fólk sem gefur okkur gleði og orku. Síðan er um að gera að búa til eitthvað skipulag og plan. Því það er aldrei svo að það sé hreinlega ekkert framundan. Kíktu endilega á dagatalið og skoðaðu hvað er framundan, til dæmis afmæli, matarboð eða fjölskyldumót. Eða merktu við einhverjar dagsetningar og settu þér markmið um að búa til eitthvað skemmtilegt plan fyrir þessa daga. Það þarf ekki að vera flókið né dýrt. Ein leiðin gæti til dæmis verð að ákveða að fara í Nauthólsvík næst þegar það kemur góður sólardagur eða að prófa einhverja nýja sundlaug á höfuðborgarsvæðinu fljótlega. Með því að gera þetta, spornum við með leiðanum með því að búa til tilhlökkun á ný. Loks er hægt að velta fyrir sér enn frekari nýjungum. Að setja sér markmið um að prófa eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður. Jafnvel veitingastaði með framandi mat, að elda heima framandi mat, prófa eitthvað á grillið sem þú hefur aldrei prófað áður og svo framvegis. Á vefsíðunni Health má lesa nánar um Post Holiday Blues, einkenni, hvað triggerar og góð ráð. Geðheilbrigði Góðu ráðin Tengdar fréttir Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02 Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. 10. júlí 2023 07:00 Góð ráð til að sporna gegn vor- og sumarþunglyndi Gleðilegt sumar! Jæja, nú ætti nú aldeilis að lyftast brúnin hjá sem flestum. Vor og sumartími framundan og þá birtir svo sannarlega yfir öllu og öllum. 21. apríl 2023 07:01 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Í viðtali við Áskorun síðasta vetur, sagði Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir við geðþjónustu Landspítala, að sumarið sé reyndar erfiði tíminn hjá sumum. „Þunglyndi getur gert vart við sig hjá mörgum í skammdeginu og flestir upplifa þá tímabundið að minnsta kosti minni orku en á vorin. Eina stóra rannsóknin sem hefur verið gerð á þessu efni á Íslandi sýndi hins vegar ekki að fólk glími hér oftar við þunglyndi yfir dimmustu vetrarmánuðina en á vorin eða sumrin. Aðrir eiga nefnilega mjög erfitt með birtuna þegar sól hækkar á lofti og bíða jafnvel í ofvæni eftir því að ágúst renni upp og dimma taki á ný.“ Enn ein staðreyndin er síðan að sumir upplifa mikinn leiða eftir að sumarfríi lýkur. Á ensku er þessi líðan kölluð Post Holiday Blues. Þessi leiði skýrist í rauninni af því að áður en við förum í sumarfrí, erum við að upplifa mikla tilhlökkun eftir því að vera að fara í frí. Síðan njótum við okkar í sumarfríinu: Með vinum og vandamönnum og gerum fullt af skemmtilegum hlutum. Þegar að við síðan snúum til baka úr sumafríinu, vantar okkur einhverja tilhlökkun. Því núna er æðislegi tíminn sem við hlökkuðum svo lengi til að upplifa, liðinn. Í Atvinnulífinu á Vísi höfum við fjallað um þennan tíma og rýnt í góð ráð til að koma okkur aftur í gang í vinnunni. Aðalmálið er að ef við erum að upplifa leiða eftir sumarfrí, finnst við jafnvel orkulaus og niðurdregin, eigum við ekki að berja okkur niður í huganum fyrir þessa líðan. Þetta er alveg eðlilegt og það eru margir í sömu sporum og þú. Ef þér finnst líðanin hins vegar fara yfir þau mörk að hreinlega skilgreinast sem viðvarandi vanlíðan, er gott að byrja á því að tala við heimilislækni eða sálfræðing eða að ræða við annan fagaðila. Önnur góð ráð eru: Að huga vel að svefni. Hann gerir alltaf gæfumuninn og góður svefn einfaldlega gerir dagsformið okkar alla daga betra. Að huga að matarræði og hreyfingu. Fyrir þá sem ekki stunda mikla hreyfingu gæti nokkra mínútna göngutúr samt gert gott. Þetta þarf ekki að vera langur göngutúr eða rösk ganga. Að vera aðeins úti undir beru lofti og anda að sér súrefni getur gert ótrúlegustu kraftaverk þegar að við erum leið eða niðurdregin. Á svona tímum eigum við helst að forðast alla vímugjafa. Hvort heldur sem er áfengi eða lyf. Að virkja okkur í að tala við vini og vandamenn er líka góð leið til að hressa okkur við. Við getum kíkt í kaffi, boðið í kaffi, tekið myndaspjall á Messenger eða hringt. Það hressir og kætir að eiga gott spjall við jákvætt fólk sem gefur okkur gleði og orku. Síðan er um að gera að búa til eitthvað skipulag og plan. Því það er aldrei svo að það sé hreinlega ekkert framundan. Kíktu endilega á dagatalið og skoðaðu hvað er framundan, til dæmis afmæli, matarboð eða fjölskyldumót. Eða merktu við einhverjar dagsetningar og settu þér markmið um að búa til eitthvað skemmtilegt plan fyrir þessa daga. Það þarf ekki að vera flókið né dýrt. Ein leiðin gæti til dæmis verð að ákveða að fara í Nauthólsvík næst þegar það kemur góður sólardagur eða að prófa einhverja nýja sundlaug á höfuðborgarsvæðinu fljótlega. Með því að gera þetta, spornum við með leiðanum með því að búa til tilhlökkun á ný. Loks er hægt að velta fyrir sér enn frekari nýjungum. Að setja sér markmið um að prófa eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður. Jafnvel veitingastaði með framandi mat, að elda heima framandi mat, prófa eitthvað á grillið sem þú hefur aldrei prófað áður og svo framvegis. Á vefsíðunni Health má lesa nánar um Post Holiday Blues, einkenni, hvað triggerar og góð ráð.
Geðheilbrigði Góðu ráðin Tengdar fréttir Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02 Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. 10. júlí 2023 07:00 Góð ráð til að sporna gegn vor- og sumarþunglyndi Gleðilegt sumar! Jæja, nú ætti nú aldeilis að lyftast brúnin hjá sem flestum. Vor og sumartími framundan og þá birtir svo sannarlega yfir öllu og öllum. 21. apríl 2023 07:01 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02
Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. 10. júlí 2023 07:00
Góð ráð til að sporna gegn vor- og sumarþunglyndi Gleðilegt sumar! Jæja, nú ætti nú aldeilis að lyftast brúnin hjá sem flestum. Vor og sumartími framundan og þá birtir svo sannarlega yfir öllu og öllum. 21. apríl 2023 07:01
Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00
Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01