Starfsmaður Grindavíkur hlaut skurð eftir spark frá leikmanni Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2023 12:16 Grindavík er í 5. sæti Lengjudeildar karla. grindavík/petra rós Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu sem félagið sendi frá sér eftir hitaleik í Lengjudeild karla í gær. Þeir segja þó rangt að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist á leikmann Gróttu og starfsmaðurinn hafi sjálfur orðið fyrir árás. Grindvíkingar eru ósáttir við fréttaflutning af málinu. Fótbolti.net greindi frá því í gær að Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, hafi beðið eftir leikmanni Gróttu eftir leik liðanna í Lengjudeildinni í gær, ráðist á hann og tekið hálstaki. Eftir leikinn sendi Grótta frá sér yfirlýsingu þar sem hún staðfesti að ráðist hefði verið á leikmann liðsins við búningsklefa í leikslok. Í yfirlýsingu segir einnig að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist að öðrum leikmanni Gróttu. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Gróttu. Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu nema hvað þeir hafna því að starfsmaður liðsins hafi ráðist á leikmann Seltirninga. Starfsmaðurinn hafi aftur á móti sjálfur orðið fyrir árás. „Við tökum undir yfirlýsinguna að mestu leyti nema við getum ekki kvittað upp á að aðili úr starfsliði Grindavíkur hafi ráðist á leikmann. Hann var í raun bara að reyna að stía aðilum í sundur og uppskar spark frá leikmanni Gróttu þannig hann hlaut skurð á fótlegginn. Það var öll hans aðkoma að þessu,“ sagði Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, í samtali við Vísi í dag. „Ég er búinn að ræða þetta við Gróttu og sagðist vera ósáttur við að starfsmaðurinn hafi verið dreginn inn í þessa yfirlýsingu. En að öðru leyti fordæmum við að ofbeldi sé viðhaft innan vallar sem utan.“ Grindvíkingar hafa ekki ákveðið næstu skref í málinu. „Það er óráðið. Það er ekki búið að taka utan um málið, þannig séð. Það er ekki nákvæmlega ljóst hvað kom fyrir þarna og gerðist en Guðjón Pétur er svo sem búinn að gefa út sína yfirlýsingu og ræða þetta sín megin. Ég var ekki á staðnum þannig ég veit ekki nákvæmlega hvað átti sér stað. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun eða funda um þetta.“ Guðjón Pétur Lýðsson gekk í raðir Grindavíkur frá ÍBV um mitt síðasta sumar.vísir/diego Í frétt Vísis um málið í gær var greint frá því að orðrómur hefði verið um að Guðjón Pétur hefði beitt Ívan Óla Santos, leikmann Gróttu, kynþáttaníði eftir leikinn á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Guðjón Pétur þvertók fyrir það í samtali við Vísi í gær og Jón Júlíus kveðst ósáttur við fréttaflutning Vísis af málinu. „Við urðum áskynja þess að það hafi verið einhver umræða að það hafi verið einhverjir kynþáttafordómar. Við vonum að það hafi ekki átt sér stað og könnumst allavega ekki við, hvorki leikmaðurinn né liðsstjórinn. Þetta er einhver flökkusaga og við erum mjög óánægðir að þinn fjölmiðill hafi farið fram með þá frétt án þess að það hafi verið staðfest eða komið einhvers staðar fram,“ sagði Jón Júlíus. „Grótta virðist gefa þessa yfirlýsingu frá sér til að kveða þennan orðróm í kútinn en þrátt fyrir það gefur Vísir það út að það hafi verið kynþáttafordómar, eða orðrómur um það. Þetta er auðvitað mjög ógætileg fréttamennska.“ Grótta vann leikinn í gær, 2-0, með mörkum Tómasar Johannessen og Hilmars Andrews McShane. Grótta er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með sextán stig, einu stigi og einu sæti ofar en Grindavík. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Fótbolti.net greindi frá því í gær að Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, hafi beðið eftir leikmanni Gróttu eftir leik liðanna í Lengjudeildinni í gær, ráðist á hann og tekið hálstaki. Eftir leikinn sendi Grótta frá sér yfirlýsingu þar sem hún staðfesti að ráðist hefði verið á leikmann liðsins við búningsklefa í leikslok. Í yfirlýsingu segir einnig að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist að öðrum leikmanni Gróttu. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Gróttu. Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu nema hvað þeir hafna því að starfsmaður liðsins hafi ráðist á leikmann Seltirninga. Starfsmaðurinn hafi aftur á móti sjálfur orðið fyrir árás. „Við tökum undir yfirlýsinguna að mestu leyti nema við getum ekki kvittað upp á að aðili úr starfsliði Grindavíkur hafi ráðist á leikmann. Hann var í raun bara að reyna að stía aðilum í sundur og uppskar spark frá leikmanni Gróttu þannig hann hlaut skurð á fótlegginn. Það var öll hans aðkoma að þessu,“ sagði Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, í samtali við Vísi í dag. „Ég er búinn að ræða þetta við Gróttu og sagðist vera ósáttur við að starfsmaðurinn hafi verið dreginn inn í þessa yfirlýsingu. En að öðru leyti fordæmum við að ofbeldi sé viðhaft innan vallar sem utan.“ Grindvíkingar hafa ekki ákveðið næstu skref í málinu. „Það er óráðið. Það er ekki búið að taka utan um málið, þannig séð. Það er ekki nákvæmlega ljóst hvað kom fyrir þarna og gerðist en Guðjón Pétur er svo sem búinn að gefa út sína yfirlýsingu og ræða þetta sín megin. Ég var ekki á staðnum þannig ég veit ekki nákvæmlega hvað átti sér stað. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun eða funda um þetta.“ Guðjón Pétur Lýðsson gekk í raðir Grindavíkur frá ÍBV um mitt síðasta sumar.vísir/diego Í frétt Vísis um málið í gær var greint frá því að orðrómur hefði verið um að Guðjón Pétur hefði beitt Ívan Óla Santos, leikmann Gróttu, kynþáttaníði eftir leikinn á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Guðjón Pétur þvertók fyrir það í samtali við Vísi í gær og Jón Júlíus kveðst ósáttur við fréttaflutning Vísis af málinu. „Við urðum áskynja þess að það hafi verið einhver umræða að það hafi verið einhverjir kynþáttafordómar. Við vonum að það hafi ekki átt sér stað og könnumst allavega ekki við, hvorki leikmaðurinn né liðsstjórinn. Þetta er einhver flökkusaga og við erum mjög óánægðir að þinn fjölmiðill hafi farið fram með þá frétt án þess að það hafi verið staðfest eða komið einhvers staðar fram,“ sagði Jón Júlíus. „Grótta virðist gefa þessa yfirlýsingu frá sér til að kveða þennan orðróm í kútinn en þrátt fyrir það gefur Vísir það út að það hafi verið kynþáttafordómar, eða orðrómur um það. Þetta er auðvitað mjög ógætileg fréttamennska.“ Grótta vann leikinn í gær, 2-0, með mörkum Tómasar Johannessen og Hilmars Andrews McShane. Grótta er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með sextán stig, einu stigi og einu sæti ofar en Grindavík.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira