Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2023 22:30 Kona heldur dagblaði yfir sér til að skýla sér frá sólinni í miðborg Los Angeles í dag. AP Photo/Damian Dovarganes Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. Hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið að undanförnu og veður- og loftslagssérfræðingar lýst yfir miklum áhyggjum vegna aukinna öfga í veðri. Í Suður-Kóreu hafa hamfararigningar fallið þar níu daga í röð með skelfilegum afleiðingum. Ár hafa flætt yfir bakka sína og aurskriður fallið á byggð með þeim afleiðingum að minnst 40 hafa tínt lífi, annar eins fjöldi slasast og minnst tíu þúsund flúið heimili sín. Í Japan náði hitinn víða 40 stigum í dag og í norðvesturhluta Kína mældist hitinn mestur 52,2 gráður. Á austurströndinni reið yfir hitabeltisstormur með tilheyrandi rigningum og flóðum. Enn ein hitabylgjan er þá á leið yfir Evrópu og ekkert lát er á skógareldum sem logað hafa víða, til að mynda á Grikklandi, Króatíu, Sýrlandi og La Palma, þar sem þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Heimamenn farnir að kvarta Í Róm, eins og öðrum borgum, hafa ferðamenn beitt ýmsum ráðum til að kæla sig niður, til dæmis með því að baða sig í brunnum. „Það er vel heitt, maður finnur vel að maður svitnar og er eldrauður í framan,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, íslenskur ferðamaður í Róm, í samtali við fréttastofu. Hitinn varð þar mestur 38 stig í dag en á að fara upp í allt að 44 á morgun. Kjartan segist hafa rætt við kaupmann í morgun sem segist aldrei hafa kynnst öðrum eins hita í borginni. „Þegar heimamaðurinn er farinn að kvarta er þetta óvenjulega heitt. Maður sér alla með vatnsflösku og labba skuggamegin í götunum“ Varla hægt að stíga út Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Gróðureldar hafa geisað í Kaliforníu eins og víðar og í hinum alræmda Dauðadal mældist hitinn 52 gráður í gær. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið ár fyrir okkur hér út af því að í byrjun árs rigndi svo ótrúlega mikið,“ segir Alexandra , en hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu. Varla hafi sést sólina í upphafi árs. Heimamenn hafi kvartað fyrir minna en mánuði yfir slæmu veðri. Núna sé hitinn það mikill að varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar. „Flestir flytja til LA fyrir veðrið, það var alltaf mildasta veðrið hér. Það var hvorki of heitt né of kalt en mér hefur fundist það hafa breyst.“ Meiri öfgar séu í veðrinu í Los Angeles en nokkru sinni fyrr. Alexandra segir það góða við að búa í Bandaríkjunum að loftkæling innandyra sé góð. Varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar vegna hitans nú. Veður Bandaríkin Ítalía Íslendingar erlendis Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið að undanförnu og veður- og loftslagssérfræðingar lýst yfir miklum áhyggjum vegna aukinna öfga í veðri. Í Suður-Kóreu hafa hamfararigningar fallið þar níu daga í röð með skelfilegum afleiðingum. Ár hafa flætt yfir bakka sína og aurskriður fallið á byggð með þeim afleiðingum að minnst 40 hafa tínt lífi, annar eins fjöldi slasast og minnst tíu þúsund flúið heimili sín. Í Japan náði hitinn víða 40 stigum í dag og í norðvesturhluta Kína mældist hitinn mestur 52,2 gráður. Á austurströndinni reið yfir hitabeltisstormur með tilheyrandi rigningum og flóðum. Enn ein hitabylgjan er þá á leið yfir Evrópu og ekkert lát er á skógareldum sem logað hafa víða, til að mynda á Grikklandi, Króatíu, Sýrlandi og La Palma, þar sem þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Heimamenn farnir að kvarta Í Róm, eins og öðrum borgum, hafa ferðamenn beitt ýmsum ráðum til að kæla sig niður, til dæmis með því að baða sig í brunnum. „Það er vel heitt, maður finnur vel að maður svitnar og er eldrauður í framan,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, íslenskur ferðamaður í Róm, í samtali við fréttastofu. Hitinn varð þar mestur 38 stig í dag en á að fara upp í allt að 44 á morgun. Kjartan segist hafa rætt við kaupmann í morgun sem segist aldrei hafa kynnst öðrum eins hita í borginni. „Þegar heimamaðurinn er farinn að kvarta er þetta óvenjulega heitt. Maður sér alla með vatnsflösku og labba skuggamegin í götunum“ Varla hægt að stíga út Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Gróðureldar hafa geisað í Kaliforníu eins og víðar og í hinum alræmda Dauðadal mældist hitinn 52 gráður í gær. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið ár fyrir okkur hér út af því að í byrjun árs rigndi svo ótrúlega mikið,“ segir Alexandra , en hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu. Varla hafi sést sólina í upphafi árs. Heimamenn hafi kvartað fyrir minna en mánuði yfir slæmu veðri. Núna sé hitinn það mikill að varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar. „Flestir flytja til LA fyrir veðrið, það var alltaf mildasta veðrið hér. Það var hvorki of heitt né of kalt en mér hefur fundist það hafa breyst.“ Meiri öfgar séu í veðrinu í Los Angeles en nokkru sinni fyrr. Alexandra segir það góða við að búa í Bandaríkjunum að loftkæling innandyra sé góð. Varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar vegna hitans nú.
Veður Bandaríkin Ítalía Íslendingar erlendis Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent