Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2023 07:28 Kennedy var harðlega gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum. Getty/John Lamparski Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. Kennedy, sem sækist eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, sagði á laugardaginn að svo virtist sem Covid-19 legðist þyngra á ákveðna kynþætti en aðra og að þeir sem virtust með mest ónæmi væru Kínverjar og Ashkenazi-gyðingar. Ummælin náðust á myndskeið en Kennedy sakaði Kínverja einnig um þróun vírusa sem vopna. Staðhæfingar Kennedy voru harðlega gagnrýndar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem fjölmiðlafulltrúi Joe Biden Bandaríkjaforseta sagði um að ræða rasískar samsæriskenningar. Skyldmenni Kennedy bættust í hóp gagnrýnenda hans seinna um daginn en systir hans, Kerry Kennedy, sagðist á Twitter fordæma ummæli hans harðlega. Þá sagði frændi hans, Joe Kennedy III, að ummælin væru bæði röng og særandi. I STRONGLY condemn my brother's deplorable and untruthful remarks last week about Covid being engineered for ethnic targeting. https://t.co/9YCag7JtHm— Kerry Kennedy (@KerryKennedyRFK) July 17, 2023 Kennedy sendi yfirlýsingu til Guardian í gær þar sem hann hélt því fram að orð hans hefðu verið tekin úr samhengi og að hann hefði aldrei haldið því fram að SARS-CoV-2 hefði verið hannaður til að þyrma gyðingum sérstaklega. Hann ku hins vegar einnig hafa sent miðlinum skilaboð þar sem hann vísaði á vísindagrein þess efnis að sá möguleiki væri fyrir hendi að óprúttnir aðilar hönnuðu lífefnavopn gegn ákveðnum hópum umfram aðra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Kennedy, sem sækist eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, sagði á laugardaginn að svo virtist sem Covid-19 legðist þyngra á ákveðna kynþætti en aðra og að þeir sem virtust með mest ónæmi væru Kínverjar og Ashkenazi-gyðingar. Ummælin náðust á myndskeið en Kennedy sakaði Kínverja einnig um þróun vírusa sem vopna. Staðhæfingar Kennedy voru harðlega gagnrýndar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem fjölmiðlafulltrúi Joe Biden Bandaríkjaforseta sagði um að ræða rasískar samsæriskenningar. Skyldmenni Kennedy bættust í hóp gagnrýnenda hans seinna um daginn en systir hans, Kerry Kennedy, sagðist á Twitter fordæma ummæli hans harðlega. Þá sagði frændi hans, Joe Kennedy III, að ummælin væru bæði röng og særandi. I STRONGLY condemn my brother's deplorable and untruthful remarks last week about Covid being engineered for ethnic targeting. https://t.co/9YCag7JtHm— Kerry Kennedy (@KerryKennedyRFK) July 17, 2023 Kennedy sendi yfirlýsingu til Guardian í gær þar sem hann hélt því fram að orð hans hefðu verið tekin úr samhengi og að hann hefði aldrei haldið því fram að SARS-CoV-2 hefði verið hannaður til að þyrma gyðingum sérstaklega. Hann ku hins vegar einnig hafa sent miðlinum skilaboð þar sem hann vísaði á vísindagrein þess efnis að sá möguleiki væri fyrir hendi að óprúttnir aðilar hönnuðu lífefnavopn gegn ákveðnum hópum umfram aðra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira