„Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júlí 2023 13:04 Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis- orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. Skýrslan er skrifuð af umhverfissamtökunum Transport and Environment. Í henni kemur fram að þau 218 skip sem sigldu um hafnir Evrópu í fyrra losuðu jafn miklum brennisteinsoxíð og einn milljarður fólksbíla og að á Íslandi hafi þau losað meira en allur bílafloti landsins. Mengun er meiri, samkvæmt skýrslunni, en fyrir heimsfaraldur Covid og mest á Spáni og Ítalíu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma á óvart og að áríðandi sé að ljúka rafvæðingu hafnanna. Þá bendir hann á komin sé gjaldtaka en að það verði einnig að líta líka til náttúruverndar og loftslagsmála. „Það kostar auðvitað fjármuni að rafvæða en það eiga að geta komið tekjur á móti. Þessi skip eiga ekki að vera að spúa í höfnum landsins. Það er ekki bara slæmt fyrir loftgæðin heldur líka er það beinn kostnaður þegar kemur að losun hér,“ segir Guðlaugur og að í ofanálag auki þetta álag á ferðamannastaði. „Við höfum verið að vinna þetta með menningar- og viðskiptaráðuneytinu og það liggur alveg fyrir að eitt af stóru verkefnunum er að rafvæða hafnirnar,“ segir Guðlaugur og að Faxaflóahafnir sé byrjaðar og Hafnarfjarðarhafnir séu búnar að klára verkefnið. Ekki bara ávinningur „Það verður að líta til allra þátta þegar maður metur ávinning af skemmtiferðaskipum. Það er ekki bara ávinningur, maður þarf líka að líta til þess hvað þau eru að menga hér á landinu og hvaða áhrif það hefur á ferðamannastaðina. Hvað það skilur eftir fyrir okkur Íslendinga.“ Hann segir að í ráðuneytinu sé verið að undirbúa ýmsar aðgerðir til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum. Spurður hvort að það komi til greina að takmarka fjölda skipa segir hann það möguleika en að rafvæðingin sé alltaf besti kosturinn til að byrja með. „Þetta snýst líka um að greiða þann kostnað sem af þessu verður. Það er kostnaður og besta leiðin er rafvæðingin og að mönnum sé gert skylt að nýta hana. En það þarf líka að líta til þess að stórir hópar eru að fara saman á ákveðin svæði og það má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum,“ segir Guðlaugur og að tjónið sem verði á náttúrunni sé ekki aðeins tilfinningalegt, heldur líka fjárhagslegt. Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Loftgæði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05 Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Skýrslan er skrifuð af umhverfissamtökunum Transport and Environment. Í henni kemur fram að þau 218 skip sem sigldu um hafnir Evrópu í fyrra losuðu jafn miklum brennisteinsoxíð og einn milljarður fólksbíla og að á Íslandi hafi þau losað meira en allur bílafloti landsins. Mengun er meiri, samkvæmt skýrslunni, en fyrir heimsfaraldur Covid og mest á Spáni og Ítalíu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma á óvart og að áríðandi sé að ljúka rafvæðingu hafnanna. Þá bendir hann á komin sé gjaldtaka en að það verði einnig að líta líka til náttúruverndar og loftslagsmála. „Það kostar auðvitað fjármuni að rafvæða en það eiga að geta komið tekjur á móti. Þessi skip eiga ekki að vera að spúa í höfnum landsins. Það er ekki bara slæmt fyrir loftgæðin heldur líka er það beinn kostnaður þegar kemur að losun hér,“ segir Guðlaugur og að í ofanálag auki þetta álag á ferðamannastaði. „Við höfum verið að vinna þetta með menningar- og viðskiptaráðuneytinu og það liggur alveg fyrir að eitt af stóru verkefnunum er að rafvæða hafnirnar,“ segir Guðlaugur og að Faxaflóahafnir sé byrjaðar og Hafnarfjarðarhafnir séu búnar að klára verkefnið. Ekki bara ávinningur „Það verður að líta til allra þátta þegar maður metur ávinning af skemmtiferðaskipum. Það er ekki bara ávinningur, maður þarf líka að líta til þess hvað þau eru að menga hér á landinu og hvaða áhrif það hefur á ferðamannastaðina. Hvað það skilur eftir fyrir okkur Íslendinga.“ Hann segir að í ráðuneytinu sé verið að undirbúa ýmsar aðgerðir til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum. Spurður hvort að það komi til greina að takmarka fjölda skipa segir hann það möguleika en að rafvæðingin sé alltaf besti kosturinn til að byrja með. „Þetta snýst líka um að greiða þann kostnað sem af þessu verður. Það er kostnaður og besta leiðin er rafvæðingin og að mönnum sé gert skylt að nýta hana. En það þarf líka að líta til þess að stórir hópar eru að fara saman á ákveðin svæði og það má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum,“ segir Guðlaugur og að tjónið sem verði á náttúrunni sé ekki aðeins tilfinningalegt, heldur líka fjárhagslegt.
Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Loftgæði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05 Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05
Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08