Farþegar þurftu að horfa upp á grindhvaladráp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. júlí 2023 13:46 Farþegarnir voru í losti eftir að hafa orðið vitni að drápunum. EPA Breska skemmtiferðaskipafélagið Ambassador Cruise Lines hefur beðið farþega sína afsökunar fyrir að láta þá verða vitni að grindhvaladrápi. Meirihluti farþeganna var í uppnámi eftir atvikið. „Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með það að veiðin hafi verið á sama tíma og skipið okkar var við bryggju. Við mótmælum harðlega þessari tímaskekkju og höfum unnið með góðgerðasamtökunum ORCA til að læra af og vernda höfrunga og önnur smáhveli í bresku og evrópsku hafsvæði síðan árið 2021,“ segir í yfirlýsingu Ambassador. Grindhvalir eru litlir tannhvalir skyldir höfrungum.EPA Skip þeirra, Ambition sem tekur 1.000 farþega, var í Þórshöfn í Færeyjum þegar 40 grindhvalir voru reknir upp í fjöru og þeim slátrað. En hvölunum er smalað á bátum í hjörð upp að landi þar sem þeir eru dregnir með krókum og skornir með sveðjum. Sjórinn og fjaran verða rauðlituð af blóði við aðfarirnar. „Við erum gríðarlega vonsvikin að þetta skuli hafa gerst eftir margra vikna uppbyggilegt samtal við færeysku ríkisstjórnina og ferðamálastofu Færeyja um málið,“ sagði Christian Verhounig, stjórnarformaður Ambassador við breska blaðið Independent. „Við höldum áfram að fræða farþega okkar og starfsfólk og hvetjum þau til þess að hvorki kaupa né borða hvala eða höfrungakjöt og að þau samþykki ekki hvalveiðar né höfrungaveiðar.“ Mikil fækkun Færeyingar veiða um 800 grindhvali á ári og segja veiðarnar sjálfbærar. Það sé löng hefð að veiða grindhvali í eyjunum. Grindhvölum hefur hins vegar fækkað úr 780 þúsund í 350 þúsund í norðaustur Atlantshafi frá árinu 1989 til 2015. Dýraverndunarsinnar í Berlín mótmæla færeysku grindhvaladrápi.EPA Dýraverndunarsamtök hafa hvatt skemmtiferðaskipa fyrirtæki að sniðganga Færeyjar vegna grindhvaladrápa. Með því að heimsækja eyjarnar sé verið að styðja við iðjuna. Færeyjar Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
„Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með það að veiðin hafi verið á sama tíma og skipið okkar var við bryggju. Við mótmælum harðlega þessari tímaskekkju og höfum unnið með góðgerðasamtökunum ORCA til að læra af og vernda höfrunga og önnur smáhveli í bresku og evrópsku hafsvæði síðan árið 2021,“ segir í yfirlýsingu Ambassador. Grindhvalir eru litlir tannhvalir skyldir höfrungum.EPA Skip þeirra, Ambition sem tekur 1.000 farþega, var í Þórshöfn í Færeyjum þegar 40 grindhvalir voru reknir upp í fjöru og þeim slátrað. En hvölunum er smalað á bátum í hjörð upp að landi þar sem þeir eru dregnir með krókum og skornir með sveðjum. Sjórinn og fjaran verða rauðlituð af blóði við aðfarirnar. „Við erum gríðarlega vonsvikin að þetta skuli hafa gerst eftir margra vikna uppbyggilegt samtal við færeysku ríkisstjórnina og ferðamálastofu Færeyja um málið,“ sagði Christian Verhounig, stjórnarformaður Ambassador við breska blaðið Independent. „Við höldum áfram að fræða farþega okkar og starfsfólk og hvetjum þau til þess að hvorki kaupa né borða hvala eða höfrungakjöt og að þau samþykki ekki hvalveiðar né höfrungaveiðar.“ Mikil fækkun Færeyingar veiða um 800 grindhvali á ári og segja veiðarnar sjálfbærar. Það sé löng hefð að veiða grindhvali í eyjunum. Grindhvölum hefur hins vegar fækkað úr 780 þúsund í 350 þúsund í norðaustur Atlantshafi frá árinu 1989 til 2015. Dýraverndunarsinnar í Berlín mótmæla færeysku grindhvaladrápi.EPA Dýraverndunarsamtök hafa hvatt skemmtiferðaskipa fyrirtæki að sniðganga Færeyjar vegna grindhvaladrápa. Með því að heimsækja eyjarnar sé verið að styðja við iðjuna.
Færeyjar Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira