„Menn koma til með að rífast um þetta áfram sem er flott“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2023 11:00 Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason fara yfir málin í Stúkunni í gær. S2 Sport Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans tóku umræðu um leikaraskap og myndbandadómgæslu í Stúkunni í gær. Umræðan hófst eftir að þeir skoðuðu vítið sem ÍBV fékk í leiknum á móti Keflavík. Bjarki Björn Gunnarsson fiskaði vítið og meiddist við það þannig að hann varð að fara að velli. Það er gömul saga og ný að dýfingar setji sinn svip á fótboltaleiki og það á einnig við um íslenska boltann. Rúlla, velta sér og dýfa „Stóra málið í þessu er það að þetta er stórt, mikið og flókið mál. Við erum að sjá unga stráka koma upp í meistaraflokk sem eru búnir að alast upp í gegnum yngri flokkana horfandi á knattspyrnumenn rúlla, velta sér og dýfa,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Hluti af þeirra leik er að dýfa og henda sér niður. Það er orðið of mikið af þessu. Mér finnst aftur á móti þróunin hafa farið í hina áttina núna. Þetta er að lagast og þetta mun lagast enn meira loksins þegar við fáum VAR hérna á Íslandi þá verður þetta enn betra,“ sagði Lárus Orri. „Ég held að dómararnir séu að standa sig mjög vel miðað við það að þeir séu ekki með VAR hérna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Samræður á milli dómara um þetta „Þegar kemur að gula spjaldinu fyrir dýfuna þá eru klárlega búnar að eiga sér einhverjar samræður á milli dómara því þetta er fjórða gula spjaldið í síðustu tveimur umferðum,“ sagði Albert Brynjar Ingason. „Sem er mjög jákvætt,“ skaut Lárus inn í og hélt svo áfram: „Ef við förum yfir í Daníel í Víkingi í leiknum á móti Keflavík. Hann dýfir sér og fær víti. Hann fær slæma umfjöllun. Ég er búin að fylgjast með honum í sumar og talaði um hann fyrir mót sem mjög spennandi leikmann. Hann er búinn að standa sig vel og hefur verið að minnka þetta mikið í sínum leik,“ sagði Lárus. Menn græða ekki „Hann dýfir sér þarna, fær víti og fær slæma umfjöllun um það. Hann hefði svo seinna í leiknum átt að fá eitt, jafnvel tvö víti en fékk þau ekki. Dómarinn finnur það þegar hann dæmir fyrsta vítið að þetta var ekki rétt. Mín kenning er sú að á endanum ekki að græða það mikið á þessu,“ sagði Lárus. „Eins og í fyrra með hann Kristal. Hann var kominn með orð á sig um að hann væri að dýfa sér. Það var verið að sparka í hann og hann var ekki fá atvik einmitt út af þessu. Þá sagði ég að ef hann ætlaði að fara út í atvinnumennsku þá verður hann að minnka þetta,“ sagði Lárus. Á réttri leið „Hvað gerist þegar hann kemur út í atvinnumennskuna. Hann er tekinn fyrir það af sínum þjálfara,“ sagði Lárus. „Hvað gerir hann þá? Skiptir um land og skiptir um lið. Kominn til Danmerkur núna,“ skaut Guðmundur inn í. „Ég held að við séum á réttri leið með þetta en menn koma til með að rífast um þetta áfram sem er flott því þetta er hluti af leiknum,“ sagði Lárus. Það má horfa á spjallið þeirra úr Stúkunni í gær hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Dýfur og myndbandadómgæsla Besta deild karla Stúkan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Umræðan hófst eftir að þeir skoðuðu vítið sem ÍBV fékk í leiknum á móti Keflavík. Bjarki Björn Gunnarsson fiskaði vítið og meiddist við það þannig að hann varð að fara að velli. Það er gömul saga og ný að dýfingar setji sinn svip á fótboltaleiki og það á einnig við um íslenska boltann. Rúlla, velta sér og dýfa „Stóra málið í þessu er það að þetta er stórt, mikið og flókið mál. Við erum að sjá unga stráka koma upp í meistaraflokk sem eru búnir að alast upp í gegnum yngri flokkana horfandi á knattspyrnumenn rúlla, velta sér og dýfa,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Hluti af þeirra leik er að dýfa og henda sér niður. Það er orðið of mikið af þessu. Mér finnst aftur á móti þróunin hafa farið í hina áttina núna. Þetta er að lagast og þetta mun lagast enn meira loksins þegar við fáum VAR hérna á Íslandi þá verður þetta enn betra,“ sagði Lárus Orri. „Ég held að dómararnir séu að standa sig mjög vel miðað við það að þeir séu ekki með VAR hérna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Samræður á milli dómara um þetta „Þegar kemur að gula spjaldinu fyrir dýfuna þá eru klárlega búnar að eiga sér einhverjar samræður á milli dómara því þetta er fjórða gula spjaldið í síðustu tveimur umferðum,“ sagði Albert Brynjar Ingason. „Sem er mjög jákvætt,“ skaut Lárus inn í og hélt svo áfram: „Ef við förum yfir í Daníel í Víkingi í leiknum á móti Keflavík. Hann dýfir sér og fær víti. Hann fær slæma umfjöllun. Ég er búin að fylgjast með honum í sumar og talaði um hann fyrir mót sem mjög spennandi leikmann. Hann er búinn að standa sig vel og hefur verið að minnka þetta mikið í sínum leik,“ sagði Lárus. Menn græða ekki „Hann dýfir sér þarna, fær víti og fær slæma umfjöllun um það. Hann hefði svo seinna í leiknum átt að fá eitt, jafnvel tvö víti en fékk þau ekki. Dómarinn finnur það þegar hann dæmir fyrsta vítið að þetta var ekki rétt. Mín kenning er sú að á endanum ekki að græða það mikið á þessu,“ sagði Lárus. „Eins og í fyrra með hann Kristal. Hann var kominn með orð á sig um að hann væri að dýfa sér. Það var verið að sparka í hann og hann var ekki fá atvik einmitt út af þessu. Þá sagði ég að ef hann ætlaði að fara út í atvinnumennsku þá verður hann að minnka þetta,“ sagði Lárus. Á réttri leið „Hvað gerist þegar hann kemur út í atvinnumennskuna. Hann er tekinn fyrir það af sínum þjálfara,“ sagði Lárus. „Hvað gerir hann þá? Skiptir um land og skiptir um lið. Kominn til Danmerkur núna,“ skaut Guðmundur inn í. „Ég held að við séum á réttri leið með þetta en menn koma til með að rífast um þetta áfram sem er flott því þetta er hluti af leiknum,“ sagði Lárus. Það má horfa á spjallið þeirra úr Stúkunni í gær hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Dýfur og myndbandadómgæsla
Besta deild karla Stúkan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira