Kærunefnd útboðsmála gefur grænt ljós á Arnarnesveg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2023 07:40 Gatnamót Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar, séð úr Víðidal. Vegagerðin/Verkís Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðinni hafi verið heimilt að hafna lægsta tilboði í lagningu Arnarnesvegar og ganga til samninga við aðra. „Við erum að semja við Suðurverk og Loftorku um Arnarnesveginn, erum að bíða eftir gögnum, en klárum samninginn væntanlega í næstu viku,“ hefur Morgunblaðið eftir G. Pétri Matthíassyni, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, um stöðu málsins. Ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Suðurverk og Loftorku var kærð af Óskataki ehf. og Háfelli ehf., sem buðu sameiginlega í verkið og áttu lægsta tilboðið. Tilboð þeirra nam 5,4 milljörðum króna, um 88 prósent af áætlun Vegagerðarinnar. Tilboðið var hins vegar ekki talið standast þær kröfur sem gerðar voru til tilboðsgjafa í útboðinu, þar sem samanlögð velta fyrirtækjanna tveggja nam aðeins 1,8 milljörðum en gerð var krafa um veltu upp á 2,2 milljarða. Óskatak og Háfell töldu að verðbæta ætti upphæðina en kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að ef svo hefði verið hefði verið kveðið sérstaklega á um það í útboðslýsingunni og nánari útfærsla tilgreind. Tilboð Suðurverks og Loftorku var 1,3 milljörðum hærra en lægsta tilboðið. Að sögn G. Péturs munu tafirnar vegna kærunnar ekki verða til þess að fresta áætluðum verklokum. Samgöngur Kópavogur Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Við erum að semja við Suðurverk og Loftorku um Arnarnesveginn, erum að bíða eftir gögnum, en klárum samninginn væntanlega í næstu viku,“ hefur Morgunblaðið eftir G. Pétri Matthíassyni, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, um stöðu málsins. Ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Suðurverk og Loftorku var kærð af Óskataki ehf. og Háfelli ehf., sem buðu sameiginlega í verkið og áttu lægsta tilboðið. Tilboð þeirra nam 5,4 milljörðum króna, um 88 prósent af áætlun Vegagerðarinnar. Tilboðið var hins vegar ekki talið standast þær kröfur sem gerðar voru til tilboðsgjafa í útboðinu, þar sem samanlögð velta fyrirtækjanna tveggja nam aðeins 1,8 milljörðum en gerð var krafa um veltu upp á 2,2 milljarða. Óskatak og Háfell töldu að verðbæta ætti upphæðina en kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að ef svo hefði verið hefði verið kveðið sérstaklega á um það í útboðslýsingunni og nánari útfærsla tilgreind. Tilboð Suðurverks og Loftorku var 1,3 milljörðum hærra en lægsta tilboðið. Að sögn G. Péturs munu tafirnar vegna kærunnar ekki verða til þess að fresta áætluðum verklokum.
Samgöngur Kópavogur Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira