Systir Ásu Ellerup: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. júlí 2023 18:16 Líkt og fram kom í frétt Vísis um daginn er hin 59 ára gamla Ása ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samsett Fjölskylda Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, hefur enga hugmynd um hver staðan er á henni þessa dagana eða hvar hún er niðurkomin. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Mail þar sem rætt er við Jóhönnu Ellerup, systur Ásu og mágkonu Heuermann. Rex Heuermann var handtekinn í New York þann 13. júlí síðastliðinn og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur. Hann er einnig grunaður um að hafa myrt þá fjórðu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af eiginkonu hans, Ásu Ellerup. Heuermenn hefur lýst yfir yfir sakleysi sínu í málinu. Fram kemur í frétt sem birtist á vef Daily Mail fyrr í dag að Jóhanna, systir Ásu, sé lyfjafræðingur og búsett í tólf kílómetra fjarlægð frá heimili systur sinnar og Heuermann á Long Island. Hún segist ekkert hafa heyrt í Ásu síðan Heuermann lýsti yfir sakleysi sínu. „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni, og við erum ekki með neitt heimilisfang á hana. Við vitum ekkert,“ segir Jóhanna í samtali við blaðamann Daily Mail. „Ég get svarið það, við vitum ekkert meira en þið. Við vitum ekki neitt.“ Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Ása hafi verið viðstödd þegar Heuermann mætti fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu.Facebook Blaðamaður Daily Mail, sem ræddi við Jóhönnu á heimili hennar segir föður Jóhönnu einnig hafa verið staddan þar þegar viðtalið fór fram. Að sögn Jóhönnu er málið „yfirþyrmandi“ fyrir föður hennar. Líkt og fram kom í frétt Vísis um daginn er hin 59 ára gamla Ása ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu saksóknara var hún stödd á Íslandi þegar ein konan var myrt og ekki heima þegar hinar tvær voru myrtar. Fjölmiðlar ytra eins og New York Post og Daily Mail hafa nafngreint Ásu og birt myndir af henni. Post hefur eftir nágrönnum hjónanna að þau hafi alið upp tvö börn en Ása Ellerup er önnur eiginkona hans og saman eiga þau eina dóttur. Samkvæmt frétt Post átti Ása annað barn úr fyrra sambandi. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Ása hafi verið viðstödd þegar Heuermann mætti fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu. Í samtali við CNN síðastliðinn mánudag sagði Erin Burnett lögreglustjóri í Suffolk að miðað við viðbrögð Ásu og barnanna þegar þeim var greint frá brotum Heuermann þá sé ólíklegt að þau hafi haft nokkra vitneskju um málin. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Skæður raðmorðingi loks gómaður Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. 14. júlí 2023 14:20 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Rex Heuermann var handtekinn í New York þann 13. júlí síðastliðinn og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur. Hann er einnig grunaður um að hafa myrt þá fjórðu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af eiginkonu hans, Ásu Ellerup. Heuermenn hefur lýst yfir yfir sakleysi sínu í málinu. Fram kemur í frétt sem birtist á vef Daily Mail fyrr í dag að Jóhanna, systir Ásu, sé lyfjafræðingur og búsett í tólf kílómetra fjarlægð frá heimili systur sinnar og Heuermann á Long Island. Hún segist ekkert hafa heyrt í Ásu síðan Heuermann lýsti yfir sakleysi sínu. „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni, og við erum ekki með neitt heimilisfang á hana. Við vitum ekkert,“ segir Jóhanna í samtali við blaðamann Daily Mail. „Ég get svarið það, við vitum ekkert meira en þið. Við vitum ekki neitt.“ Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Ása hafi verið viðstödd þegar Heuermann mætti fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu.Facebook Blaðamaður Daily Mail, sem ræddi við Jóhönnu á heimili hennar segir föður Jóhönnu einnig hafa verið staddan þar þegar viðtalið fór fram. Að sögn Jóhönnu er málið „yfirþyrmandi“ fyrir föður hennar. Líkt og fram kom í frétt Vísis um daginn er hin 59 ára gamla Ása ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu saksóknara var hún stödd á Íslandi þegar ein konan var myrt og ekki heima þegar hinar tvær voru myrtar. Fjölmiðlar ytra eins og New York Post og Daily Mail hafa nafngreint Ásu og birt myndir af henni. Post hefur eftir nágrönnum hjónanna að þau hafi alið upp tvö börn en Ása Ellerup er önnur eiginkona hans og saman eiga þau eina dóttur. Samkvæmt frétt Post átti Ása annað barn úr fyrra sambandi. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Ása hafi verið viðstödd þegar Heuermann mætti fyrir dóm og lýsti yfir sakleysi sínu. Í samtali við CNN síðastliðinn mánudag sagði Erin Burnett lögreglustjóri í Suffolk að miðað við viðbrögð Ásu og barnanna þegar þeim var greint frá brotum Heuermann þá sé ólíklegt að þau hafi haft nokkra vitneskju um málin.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Skæður raðmorðingi loks gómaður Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. 14. júlí 2023 14:20 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06
Skæður raðmorðingi loks gómaður Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. 14. júlí 2023 14:20