Litabreytingin fór öfugt ofan í íbúa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 07:45 Hér má sjá breytinguna á milli ára. Íbúar hins nýja svarta og hvíta hverfis eru ekki sáttir. Rangárþing ytra Verulegt ósætti er með þá litabreytingu sem gerð verður á hverfum Hellu á bæjarhátíðinni Töðugjöldum. Sveitarfélagið leggur til nokkurra ára aðlögunarferli. Bæjarhátíðin Töðugjöld verður haldin í 28. skiptið þann 18. til 20. ágúst næstkomandi. Hún er með elstu bæjarhátíðum landsins, var komið á fót árið 1994. Hátíðin er nokkuð hefðbundin bæjarhátíð, með hoppuköstulum, tónlistaratriðum, bílasýningum, matarvögnum og þess háttar. Á hátíðinni er hverfum bæjarins skipt upp í liti. Eru íbúar í hverju hverfi hvattir til þess að skreyta hús sín og garða í réttum lit, eða litatvennu. Skiptast íbúar hverfanna á að bjóða gestum heim og að skipuleggja hátíðina í samráði við sveitarfélagið. Það er jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra. Töldu íbúa tilbúna í breytingar Á fundi nefndarinnar þann 8. maí síðastliðinn var ákveðið að gera breytingar á litaskiptingunni. Það er að fjólubláa hverfið verði fjólublátt og bleikt og að græna og appelsínugula hverfinu verði skipt upp í tvö. Annað verði áfram grænt og appelsínugult en hitt svart og hvítt. Gula hverfið á Töðugjöldum árið 2022.Rangárþing ytra. Þetta féll ekki vel í kramið því bæjarstjórn barst erindi frá íbúum allra húsa í götunum Ártúni, Nestúni, Seltúni og Nesi og hluta íbúa í Þrúðvangi sem voru mjög ósáttir við litabreytinguna. En þetta eru íbúar í hinu nýja svarta og hvíta hverfi. Í skýringum nefndarmanna kemur fram að þeim hafi þótt græna og appelsínugula hverfið of stórt. Mat hún það svo að íbúar væru tilbúnir í breytingar. Nokkurra ára aðlögunarferli Benda nefndarmenn á að nú þegar séu einhverjir íbúar þegar farnir að skreyta hús sín og garða í svörtum og hvítum litum og því sé of seint að breyta aftur núna. Mikilvægt sé að íbúar taki þátt í umræðum þegar kallað sé eftir þeim. Fjólubláa hverfið verður framvegis fjólubláa og bleika hverfið.Rangárþing ytra „Nefndin leggur til að halda litaskiptingunni óbreyttri en til þess að koma til móts við íbúa þá er eðlilegt að hverfið taki nokkur ár í aðlögun og þeir íbúar sem hafa skreytt í appelsínugulum og grænum litum haldi því áfram en blandi svörtum og hvítum við með tíð og tíma,“ segir í bókun nefndarinnar. Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Bæjarhátíðin Töðugjöld verður haldin í 28. skiptið þann 18. til 20. ágúst næstkomandi. Hún er með elstu bæjarhátíðum landsins, var komið á fót árið 1994. Hátíðin er nokkuð hefðbundin bæjarhátíð, með hoppuköstulum, tónlistaratriðum, bílasýningum, matarvögnum og þess háttar. Á hátíðinni er hverfum bæjarins skipt upp í liti. Eru íbúar í hverju hverfi hvattir til þess að skreyta hús sín og garða í réttum lit, eða litatvennu. Skiptast íbúar hverfanna á að bjóða gestum heim og að skipuleggja hátíðina í samráði við sveitarfélagið. Það er jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra. Töldu íbúa tilbúna í breytingar Á fundi nefndarinnar þann 8. maí síðastliðinn var ákveðið að gera breytingar á litaskiptingunni. Það er að fjólubláa hverfið verði fjólublátt og bleikt og að græna og appelsínugula hverfinu verði skipt upp í tvö. Annað verði áfram grænt og appelsínugult en hitt svart og hvítt. Gula hverfið á Töðugjöldum árið 2022.Rangárþing ytra. Þetta féll ekki vel í kramið því bæjarstjórn barst erindi frá íbúum allra húsa í götunum Ártúni, Nestúni, Seltúni og Nesi og hluta íbúa í Þrúðvangi sem voru mjög ósáttir við litabreytinguna. En þetta eru íbúar í hinu nýja svarta og hvíta hverfi. Í skýringum nefndarmanna kemur fram að þeim hafi þótt græna og appelsínugula hverfið of stórt. Mat hún það svo að íbúar væru tilbúnir í breytingar. Nokkurra ára aðlögunarferli Benda nefndarmenn á að nú þegar séu einhverjir íbúar þegar farnir að skreyta hús sín og garða í svörtum og hvítum litum og því sé of seint að breyta aftur núna. Mikilvægt sé að íbúar taki þátt í umræðum þegar kallað sé eftir þeim. Fjólubláa hverfið verður framvegis fjólubláa og bleika hverfið.Rangárþing ytra „Nefndin leggur til að halda litaskiptingunni óbreyttri en til þess að koma til móts við íbúa þá er eðlilegt að hverfið taki nokkur ár í aðlögun og þeir íbúar sem hafa skreytt í appelsínugulum og grænum litum haldi því áfram en blandi svörtum og hvítum við með tíð og tíma,“ segir í bókun nefndarinnar.
Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira