Eigi að taka meðvitaðar ákvarðanir og sleppa samviskubitinu Eiður Þór Árnason skrifar 19. júlí 2023 22:53 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir þörf á kerfisbreytingum ef bregðast eigi við loftslagsvánni með fullnægjandi hætti. Vísir/Egill Framkvæmdastjóri Landverndar segir að fólk eigi ekki endilega að vera með samviskubit vegna flugferða erlendis heldur taka meðvitaðar ákvarðanir um ferðir sínar, takmarka þær og taka þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Hún segir mikla vitundarvakningu hafa átt sér stað á Íslandi um loftslagsmál á síðustu árum en það ekki skilað sér í auknum aðgerðum stjórnvalda. Þörf sé á umfangsmiklum kerfisbreytingum og of mikil ábyrgð oft sett á einstaklinga. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, hefur vakið athygli fyrir þá ákvörðun sína að hætta að fljúga og fara aldrei framar af landi brott. Hún segir þetta vera sitt framlag til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. „Ef einstaklingur er bara að skoða sitt eigið kolefnisspor þá er flugið yfirleitt langstærsti þátturinn, allavega fyrir okkur hérna á Vesturlöndum. Annar stór þáttur er kjötneysla en ef þú vilt virkilega láta að þér kveða og draga úr þínum eigin áhrifum þá er mjög sniðugt að draga verulega úr eða hætta alveg flugi,“ sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Met í fjölda flugferða Vefsíðan Flightradar24 greindi nýverið frá því að 134 þúsund áætlunarþotur hafi verið á lofti samtímis á heimsvísu þann 6. júlí síðastliðinn. Það er mesti fjöldi sem sést hefur frá því að síðan hóf að vakta áætlunarflug árið 2007. Yesterday was the busiest day for commercial aviation that we ve ever tracked. We tracked 134,386 commercial flights on 6 July and today is shaping up to be another busy day. More than 20,000 flights are in the air right now. pic.twitter.com/E7wheAo86B — Flightradar24 (@flightradar24) July 7, 2023> Auður tekur undir með Birgittu sem segir að Ísland og íslensk náttúra hafi mjög margt fram að bjóða. Hún leggur til að fólk seti sér mörk á borð við að fara ekki oftar en einu sinni á ári til útlanda eða einungis fimmta hvert ár. „Þegar fólk fer erlendis að nýta þá ferðina í mörg erindi. Ekki bara fljúga af eyjunni til að fara á einn fund eða fara á eina tónleika heldur nýta ferðina mjög vel af því þú veist að þú ert kannski ekki að fara aftur næstu árin eða næsta árið.“ Enginn annar kostur sé í boði en að draga úr fjölda flugferða vegna þess mikla magns gróðurhúsalofttegunda sem flugiðnaðurinn losi út í andrúmsloftið. „Ég var í gær að gúggla hvort ég gæti ekki keypt mér skútu svo ég gæti siglt til Skotlands, það er ekki nema eitthvað 1.200 kílómetrar,“ segir Auður kímin en bætir við að það sé kannski heldur öfgafullur valkostur. Ekki nóg að kolefnisjafna Sífellt fleiri flugfélög bjóða farþegum upp á þann valkost að kolefnisjafna flugið sitt, til að mynda með því að styrkja trjárækt eða önnur verkefni sem talið er að geti dregið úr magni gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Auður segir að það sé ástæða til að þiggja þennan valkost en þá einungis að vel athuguðu máli. „Það er að segja að þú veljir kolefnisjöfnun sem er raunveruleg kolefnisjöfnun en fyrst og fremst verður fólk að leggja áherslu á að draga úr losun. Kolefnisjöfnun er eitthvað sem gerist þegar við erum búin að losa það sem er algjörlega nauðsynlegt að losa þannig að við getum ekki sagt: „Heyrðu, ég fer bara til útlanda tvisvar á ári og kolefnisjafna og þá er þetta allt í góðu.“ Það virkar ekki þannig.“ Hlusta má á viðtalið við Auði Önnu í Reykjavík síðdegis í heild sinni í spilaranum. Aðstæður fólks eru mismunandi og eiga margir ættingja erlendis eða stunda atvinnu sem kallar á ferðalög. Ætti sá einstaklingur sem fer einu sinni í frí til Tenerife að vera með meira samviskubit en embættismaður sem fer á fimm eða sex ráðstefnur yfir árið vegna vinnu sinnar? „Fólk á ekkert endilega að vera með samviskubit, fólk á að taka meðvitaða ákvörðun um allar þessar flugferðir,“ segir Auður. Til að mynda geti embættismaður sem sé einnig með fjölskyldu erlendis skoðað að fækka ráðstefnunum niður í tvær og verið viðstaddur einhverjar af þeim í gegnum fjarfundabúnað. Farþegar í millilandaflugi Icelandair voru 493 þúsund í júní síðastliðnum, 21 prósent fleiri en í júní í fyrra.Vísir/Vilhelm „Það verður að forgangsraða, þetta er svo rosalega mikil mengun. Hann getur þá kannski nýtt sumarfríið sitt í að fara í frí, heimsækja fjölskylduna og fara á ráðstefnu þannig að hann skipuleggi sig svolítið. Við umgöngumst flug svolítið mjög óábyrgt eins og þetta sé bara alltaf eitthvað sem er endalaust til af, sem það virðist vera, og við getum alltaf sótt meira og meira í. En hver og einn verður bara að vega og meta hversu miklu máli skiptir þetta,“ segir Auður. Vitundarvakningin ekki skilað sér í aðgerðum stjórnvalda Auður segir hafa orðið mjög mikil vitundarvakning á Íslandi um loftslagsmál og umhverfismál og mikið hafi breyst síðan hún hóf störf sem framkvæmdastjóri Landverndar árið 2018. „Hins vegar aðgerðarlega séð, og sérstaklega hjá stjórnvöldum, þá virðist að það hafi ekki skilað sér í neinum aðgerðum þessi vitundarvakning.“ Auður segir að einkaflug sé óverjandi út frá loftslagssjónarmiði og gagnrýnir að ekki hafi verið nein almennilega umræða farið fram á vettvangi stjórnmálanna um lúxuskolefnisskatta á borð við mjög háa skatta á einkaflugvélar, snekkjur og notkun þeirra. Hún kallar þetta auðvelda kolefnisskatta sem hafi engin teljandi neikvæð áhrif á líf fólks. „Það þorir enginn að tala um þetta því að völd þeirra sem nota þessa hluti eru svo gríðarlega mikil, þannig að þetta kemst ekki einu sinni í umræðuna. En já einkaflugvélar eru algerlega óverjandi.“ Nokkuð er um einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli.vísir/vilhelm Nokkuð er um komu einkaflugvéla til Íslands og verða íbúar í nágrenni Reykjavíkurflugvallar reglulega varir við slíkar ferðir. „Mér skilst að það sé svakalega ódýrt að leggja á Reykjavíkurflugvelli og til að byrja með væri náttúrulega bara mjög einföld aðgerð að hækka það gjald, tífalt eða hundraðfalt, bara til að endurspegla að þetta á ekki að stunda, það að koma hingað með einkaflugvélum,“ segir Auður. Ekki hægt að segja allt á herðar einstaklingsins Aðspurð um það hvað fólk geti gert meira til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána berst tal aftur að mikilvægi þess að draga úr eða hætta kjötneyslu. Auður bendir þó á að um sé að ræða kerfislægan vanda sem kalli á kerfislægar breytingar. Til þess þurfi athygli valdhafa. „Það að við breytum okkar eigin hegðun er mjög mikilvægt en það verða að verða hér kerfisbreytingar. Það er gríðarlega mikilvægt að þegar við viljum gera vel og leggja okkar af mörkum í umhverfismálum, að við vöndum okkur við að fræða aðra og upplýsa aðra um umhverfismál og síðast en ekki síst að setja þrýsting á valdhafa, stöðugt að setja þrýsting eftir öllum þeim leiðum sem við höfum á fólk sem hefur meiri völd heldur en við sjálf. Það eru allir sem hafa einhvern í kringum sig, nálægt eða lengra í burtu sem hafa meiri völd og geta gert meira heldur en við og þannig getum við látið þetta vaxa mjög hratt,“ bætir Auður við. Er of mikil ábyrgð sett á hinn venjulega einstakling frekar heldur en ríkisvaldið, alþjóðastofnanir og stétt ofurríkra sem eru vissulega ekkert ótrúlega margir en hafa væntanlega mikil áhrif? Auður telur svarið við þessari spurningu vera einfalt: „Ég er að hugsa um að enda þetta bara eins og ég byrjaði, já.“ Loftslagsmál Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Birgitta ætlar aldrei aftur af landi brott: „Fólk þarf að fara að vakna“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er hætt að fljúga og segir það vera sitt framlag í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Hún segir fáa vilja horfast í augu við að massatúrismi sé vandamál og segist ekki eiga eftir að sakna þess að fara til útlanda, íslensk náttúra komi þar til bjargar. 19. júlí 2023 06:45 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Hún segir mikla vitundarvakningu hafa átt sér stað á Íslandi um loftslagsmál á síðustu árum en það ekki skilað sér í auknum aðgerðum stjórnvalda. Þörf sé á umfangsmiklum kerfisbreytingum og of mikil ábyrgð oft sett á einstaklinga. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, hefur vakið athygli fyrir þá ákvörðun sína að hætta að fljúga og fara aldrei framar af landi brott. Hún segir þetta vera sitt framlag til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. „Ef einstaklingur er bara að skoða sitt eigið kolefnisspor þá er flugið yfirleitt langstærsti þátturinn, allavega fyrir okkur hérna á Vesturlöndum. Annar stór þáttur er kjötneysla en ef þú vilt virkilega láta að þér kveða og draga úr þínum eigin áhrifum þá er mjög sniðugt að draga verulega úr eða hætta alveg flugi,“ sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Met í fjölda flugferða Vefsíðan Flightradar24 greindi nýverið frá því að 134 þúsund áætlunarþotur hafi verið á lofti samtímis á heimsvísu þann 6. júlí síðastliðinn. Það er mesti fjöldi sem sést hefur frá því að síðan hóf að vakta áætlunarflug árið 2007. Yesterday was the busiest day for commercial aviation that we ve ever tracked. We tracked 134,386 commercial flights on 6 July and today is shaping up to be another busy day. More than 20,000 flights are in the air right now. pic.twitter.com/E7wheAo86B — Flightradar24 (@flightradar24) July 7, 2023> Auður tekur undir með Birgittu sem segir að Ísland og íslensk náttúra hafi mjög margt fram að bjóða. Hún leggur til að fólk seti sér mörk á borð við að fara ekki oftar en einu sinni á ári til útlanda eða einungis fimmta hvert ár. „Þegar fólk fer erlendis að nýta þá ferðina í mörg erindi. Ekki bara fljúga af eyjunni til að fara á einn fund eða fara á eina tónleika heldur nýta ferðina mjög vel af því þú veist að þú ert kannski ekki að fara aftur næstu árin eða næsta árið.“ Enginn annar kostur sé í boði en að draga úr fjölda flugferða vegna þess mikla magns gróðurhúsalofttegunda sem flugiðnaðurinn losi út í andrúmsloftið. „Ég var í gær að gúggla hvort ég gæti ekki keypt mér skútu svo ég gæti siglt til Skotlands, það er ekki nema eitthvað 1.200 kílómetrar,“ segir Auður kímin en bætir við að það sé kannski heldur öfgafullur valkostur. Ekki nóg að kolefnisjafna Sífellt fleiri flugfélög bjóða farþegum upp á þann valkost að kolefnisjafna flugið sitt, til að mynda með því að styrkja trjárækt eða önnur verkefni sem talið er að geti dregið úr magni gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Auður segir að það sé ástæða til að þiggja þennan valkost en þá einungis að vel athuguðu máli. „Það er að segja að þú veljir kolefnisjöfnun sem er raunveruleg kolefnisjöfnun en fyrst og fremst verður fólk að leggja áherslu á að draga úr losun. Kolefnisjöfnun er eitthvað sem gerist þegar við erum búin að losa það sem er algjörlega nauðsynlegt að losa þannig að við getum ekki sagt: „Heyrðu, ég fer bara til útlanda tvisvar á ári og kolefnisjafna og þá er þetta allt í góðu.“ Það virkar ekki þannig.“ Hlusta má á viðtalið við Auði Önnu í Reykjavík síðdegis í heild sinni í spilaranum. Aðstæður fólks eru mismunandi og eiga margir ættingja erlendis eða stunda atvinnu sem kallar á ferðalög. Ætti sá einstaklingur sem fer einu sinni í frí til Tenerife að vera með meira samviskubit en embættismaður sem fer á fimm eða sex ráðstefnur yfir árið vegna vinnu sinnar? „Fólk á ekkert endilega að vera með samviskubit, fólk á að taka meðvitaða ákvörðun um allar þessar flugferðir,“ segir Auður. Til að mynda geti embættismaður sem sé einnig með fjölskyldu erlendis skoðað að fækka ráðstefnunum niður í tvær og verið viðstaddur einhverjar af þeim í gegnum fjarfundabúnað. Farþegar í millilandaflugi Icelandair voru 493 þúsund í júní síðastliðnum, 21 prósent fleiri en í júní í fyrra.Vísir/Vilhelm „Það verður að forgangsraða, þetta er svo rosalega mikil mengun. Hann getur þá kannski nýtt sumarfríið sitt í að fara í frí, heimsækja fjölskylduna og fara á ráðstefnu þannig að hann skipuleggi sig svolítið. Við umgöngumst flug svolítið mjög óábyrgt eins og þetta sé bara alltaf eitthvað sem er endalaust til af, sem það virðist vera, og við getum alltaf sótt meira og meira í. En hver og einn verður bara að vega og meta hversu miklu máli skiptir þetta,“ segir Auður. Vitundarvakningin ekki skilað sér í aðgerðum stjórnvalda Auður segir hafa orðið mjög mikil vitundarvakning á Íslandi um loftslagsmál og umhverfismál og mikið hafi breyst síðan hún hóf störf sem framkvæmdastjóri Landverndar árið 2018. „Hins vegar aðgerðarlega séð, og sérstaklega hjá stjórnvöldum, þá virðist að það hafi ekki skilað sér í neinum aðgerðum þessi vitundarvakning.“ Auður segir að einkaflug sé óverjandi út frá loftslagssjónarmiði og gagnrýnir að ekki hafi verið nein almennilega umræða farið fram á vettvangi stjórnmálanna um lúxuskolefnisskatta á borð við mjög háa skatta á einkaflugvélar, snekkjur og notkun þeirra. Hún kallar þetta auðvelda kolefnisskatta sem hafi engin teljandi neikvæð áhrif á líf fólks. „Það þorir enginn að tala um þetta því að völd þeirra sem nota þessa hluti eru svo gríðarlega mikil, þannig að þetta kemst ekki einu sinni í umræðuna. En já einkaflugvélar eru algerlega óverjandi.“ Nokkuð er um einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli.vísir/vilhelm Nokkuð er um komu einkaflugvéla til Íslands og verða íbúar í nágrenni Reykjavíkurflugvallar reglulega varir við slíkar ferðir. „Mér skilst að það sé svakalega ódýrt að leggja á Reykjavíkurflugvelli og til að byrja með væri náttúrulega bara mjög einföld aðgerð að hækka það gjald, tífalt eða hundraðfalt, bara til að endurspegla að þetta á ekki að stunda, það að koma hingað með einkaflugvélum,“ segir Auður. Ekki hægt að segja allt á herðar einstaklingsins Aðspurð um það hvað fólk geti gert meira til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána berst tal aftur að mikilvægi þess að draga úr eða hætta kjötneyslu. Auður bendir þó á að um sé að ræða kerfislægan vanda sem kalli á kerfislægar breytingar. Til þess þurfi athygli valdhafa. „Það að við breytum okkar eigin hegðun er mjög mikilvægt en það verða að verða hér kerfisbreytingar. Það er gríðarlega mikilvægt að þegar við viljum gera vel og leggja okkar af mörkum í umhverfismálum, að við vöndum okkur við að fræða aðra og upplýsa aðra um umhverfismál og síðast en ekki síst að setja þrýsting á valdhafa, stöðugt að setja þrýsting eftir öllum þeim leiðum sem við höfum á fólk sem hefur meiri völd heldur en við sjálf. Það eru allir sem hafa einhvern í kringum sig, nálægt eða lengra í burtu sem hafa meiri völd og geta gert meira heldur en við og þannig getum við látið þetta vaxa mjög hratt,“ bætir Auður við. Er of mikil ábyrgð sett á hinn venjulega einstakling frekar heldur en ríkisvaldið, alþjóðastofnanir og stétt ofurríkra sem eru vissulega ekkert ótrúlega margir en hafa væntanlega mikil áhrif? Auður telur svarið við þessari spurningu vera einfalt: „Ég er að hugsa um að enda þetta bara eins og ég byrjaði, já.“
Loftslagsmál Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Birgitta ætlar aldrei aftur af landi brott: „Fólk þarf að fara að vakna“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er hætt að fljúga og segir það vera sitt framlag í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Hún segir fáa vilja horfast í augu við að massatúrismi sé vandamál og segist ekki eiga eftir að sakna þess að fara til útlanda, íslensk náttúra komi þar til bjargar. 19. júlí 2023 06:45 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Birgitta ætlar aldrei aftur af landi brott: „Fólk þarf að fara að vakna“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er hætt að fljúga og segir það vera sitt framlag í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Hún segir fáa vilja horfast í augu við að massatúrismi sé vandamál og segist ekki eiga eftir að sakna þess að fara til útlanda, íslensk náttúra komi þar til bjargar. 19. júlí 2023 06:45