Sumarið er tíminn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2023 08:01 Íslenska sumarið er sannarlega töfrum líkast. Bjartar sumarnætur fá okkur til að gleyma stað og stund og þegar sólin lætur sjá sig og jafnvel lognið líka, þá er hvergi betra að vera. Vitaskuld eigum að njóta þessa tímabils því það er hvorki langt né sérlega áreiðanlegt. Stjórnmálin eru engin undantekning þegar það kemur að áhrifum íslenska sumarsins. Fá mikilvæg mál ná flugi og við viljum flest frekar stressa okkur á því að ná sem mestu út úr fágætum sumardögum en að hugsa um hvers vegna verðbólga og vaxtastig hjá okkur er margfalt hærri en annars staðar. Eða hvers vegna stór þjóðþrifamál sitja pikkföst í fyrsta gír. Ljái okkur hver sem vill. Óþægindatilfinning En í miðju sólarstressinu er ekki laust við að óþægindatilfinning sæki að, því framundan er óvissuhaust og líklega þungur vetur. Verðbólgan er ennþá há, kjarasamningar að losna, mörg heimili standa frammi fyrir stóraukinni greiðslubyrði þegar lán á föstum vöxtum losna með haustinu, stórar ákvarðanir í orkumálum eru í lausu lofti, ekkert lát er á stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og svo mætti lengi telja. Allt saman mál sem tekist verður á innan fáeinna vikna og öll spjót munu standa á stjórnvöldum. Að mörgu leyti er sumarið tími þessarar ríkisstjórnar. Ákall almennings um svör, skýra stefnu og ákvarðanir dofnar og vonin um að sumarið taki aldrei enda verður yfirsterkari flestu. Fyrir ríkisstjórnina er þetta ávísun á kyrrstöðu og stöðnun sem er hennar kjörstaða. Eitthvað sem við vitum nú að hún kann betur en flestir aðrir. En við sem höfum verið viðloðin stjórnmál til lengri tíma vitum líka að það kemur haust og síðan vetur að afloknu sumri. Svikalogn varir aldrei að eilífu. Að þora að treysta fólki Viðreisn er óhrædd við að standa með sínum stefnumálum allan ársins hring. Við viljum að fólk og fyrirtæki á Íslandi fá val um að búa við meiri stöðugleika. Þar sem heimatilbúnar sveiflur og kostnaður við að halda úti örmynt skekkja ekki myndina og ýta ósjálfrátt undir sveiflukennda samfélagsgerð þar sem annað hvort er sumar eða bara dimmur frostavetur. Við treystum fólki til að taka stórar og flóknar ákvarðanir um eigin framtíð. Við viljum sjá samfélagið færast úr viðjum sérhagsmuna þeirra afla sem svo augljóslega hafa enn tangarhald á gömlu flokkunum. Það sést best þegar ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar reyna þó að taka ákvarðanir í takt við nútímann. Þá rísa þessi öfl upp á afturlappirnar, bíta frá sér og minna okkur á að kyrrstaðan helgast af því að þessi öfl hafa sammælst um að halda friðinn svo lengi sem þau halda völdum. Það er ávísun á stutt sumar og langan vetur. Í slíku umhverfi færumst við ekki áfram. Stórum spurningum er ósvarað og ákvarðanir um lítil og stór mál eru ekki teknar. Ríkisfjármálunum hefur enn ekki verið beitt af festu til að ná niður verðbólgu, þrátt fyrir hávært ákall þar um. Vandanum er ýtt yfir á næstu ríkisstjórn og kynslóðir. Endurunnar kynningar um aðgerðir hafa ekki vakið upp traust á mörkuðum, né sent skilaboð til vinnumarkaðarins um að stjórnvöld ætli að gera sitt. Og vegna ágreinings innan ríkisstjórnar fer Ríkissáttasemjari inn í kjaravetur með bitlítil sáttatæki. Ríkisstjórnin hefur haft sex ár til að styrkja heilbrigðisstofnanir okkar, styðja við heilbrigðisstarfsfólk og grynnka á biðlistum. Afraksturinn er lítið annað en óreiða á striga. Ákvarðanir um orkuöflun eru í biðstöðu með afdrifaríkum afleiðingum fyrir samkeppnishæfni okkar, svo ekki sé talað um möguleika okkar til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Minni en táknræn mál Síðan eru það öll minni en ekki síður mikilvægu málin sem falla í skuggann af þeim stærri. Oft táknræn mál. Mál sem þau okkar, sem aðhyllast raunverulega hugmyndafræði um frelsi og frjálslyndi, láta ekki hjá líða að breyta þegar tækifæri gefst - líkt og þegar fólk situr í meirihluta á þingi og í ríkisstjórn. Aðgerðarleysi á þeim sviðum segir mikið til um getuleysi stjórnarflokkanna. Við í Viðreisn viljum lækka verðið á matarkörfunni með því að auka frelsi og samkeppni því það hefur sýnt sig að það skilar mestum árangri fyrir neytendur. Verðlagsnefnd búvara og ógagnsæir tollkvótar eru gott dæmi um tangarhaldið sem kyrrstaðan veldur. En ríkisstjórnin rígheldur í kerfi sem þjónar hvorki bændum né neytendum. Og lítur á lítið magn af innfluttum úkraínskum kjúklingabringum sem ógn við úrelt kerfi í stað þess að styðja ódeig baráttu Úkraínu fyrir frelsi og sjálfshjálp. Annað dæmi um úrelt fyrirkomulag er verslun með áfengi, sem er svo gott sem orðin frjáls í gegnum netverslanir. En það er ekki vegna stefnu stjórnvalda heldur stefnuleysis. Og ákvörðunarfælni. Viðreisn fagnar að sjálfsögðu auknu frelsi í verslun með allar vörur, en það veit ekki á gott þegar mál þróast með þeim hætti að lög sem sett eru á Alþingi eru löngu orðin úrelt en stjórnvöld horfa meðvituð í hina áttina. Í stað þess að taka umræðu og ákvarðanir sem gætu verið þeim erfiðar. Þrátt fyrir að það stefni í átakahaust þar sem efnahagsmál og kjaraviðræður munu bera hæst er ljóst að átökin innan ríkisstjórnar um hin ýmsu mál, stór sem smá, verða síst minni. Reynslan af þeim átökum er að lítið hreyfist. Með tilheyrandi tjóni fyrir almannahagsmuni og samfélagið. Eftir gæfuríkt sumar blasir við viðburðaríkt haust. Og Viðreisn er í startholunum. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Íslenska sumarið er sannarlega töfrum líkast. Bjartar sumarnætur fá okkur til að gleyma stað og stund og þegar sólin lætur sjá sig og jafnvel lognið líka, þá er hvergi betra að vera. Vitaskuld eigum að njóta þessa tímabils því það er hvorki langt né sérlega áreiðanlegt. Stjórnmálin eru engin undantekning þegar það kemur að áhrifum íslenska sumarsins. Fá mikilvæg mál ná flugi og við viljum flest frekar stressa okkur á því að ná sem mestu út úr fágætum sumardögum en að hugsa um hvers vegna verðbólga og vaxtastig hjá okkur er margfalt hærri en annars staðar. Eða hvers vegna stór þjóðþrifamál sitja pikkföst í fyrsta gír. Ljái okkur hver sem vill. Óþægindatilfinning En í miðju sólarstressinu er ekki laust við að óþægindatilfinning sæki að, því framundan er óvissuhaust og líklega þungur vetur. Verðbólgan er ennþá há, kjarasamningar að losna, mörg heimili standa frammi fyrir stóraukinni greiðslubyrði þegar lán á föstum vöxtum losna með haustinu, stórar ákvarðanir í orkumálum eru í lausu lofti, ekkert lát er á stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og svo mætti lengi telja. Allt saman mál sem tekist verður á innan fáeinna vikna og öll spjót munu standa á stjórnvöldum. Að mörgu leyti er sumarið tími þessarar ríkisstjórnar. Ákall almennings um svör, skýra stefnu og ákvarðanir dofnar og vonin um að sumarið taki aldrei enda verður yfirsterkari flestu. Fyrir ríkisstjórnina er þetta ávísun á kyrrstöðu og stöðnun sem er hennar kjörstaða. Eitthvað sem við vitum nú að hún kann betur en flestir aðrir. En við sem höfum verið viðloðin stjórnmál til lengri tíma vitum líka að það kemur haust og síðan vetur að afloknu sumri. Svikalogn varir aldrei að eilífu. Að þora að treysta fólki Viðreisn er óhrædd við að standa með sínum stefnumálum allan ársins hring. Við viljum að fólk og fyrirtæki á Íslandi fá val um að búa við meiri stöðugleika. Þar sem heimatilbúnar sveiflur og kostnaður við að halda úti örmynt skekkja ekki myndina og ýta ósjálfrátt undir sveiflukennda samfélagsgerð þar sem annað hvort er sumar eða bara dimmur frostavetur. Við treystum fólki til að taka stórar og flóknar ákvarðanir um eigin framtíð. Við viljum sjá samfélagið færast úr viðjum sérhagsmuna þeirra afla sem svo augljóslega hafa enn tangarhald á gömlu flokkunum. Það sést best þegar ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar reyna þó að taka ákvarðanir í takt við nútímann. Þá rísa þessi öfl upp á afturlappirnar, bíta frá sér og minna okkur á að kyrrstaðan helgast af því að þessi öfl hafa sammælst um að halda friðinn svo lengi sem þau halda völdum. Það er ávísun á stutt sumar og langan vetur. Í slíku umhverfi færumst við ekki áfram. Stórum spurningum er ósvarað og ákvarðanir um lítil og stór mál eru ekki teknar. Ríkisfjármálunum hefur enn ekki verið beitt af festu til að ná niður verðbólgu, þrátt fyrir hávært ákall þar um. Vandanum er ýtt yfir á næstu ríkisstjórn og kynslóðir. Endurunnar kynningar um aðgerðir hafa ekki vakið upp traust á mörkuðum, né sent skilaboð til vinnumarkaðarins um að stjórnvöld ætli að gera sitt. Og vegna ágreinings innan ríkisstjórnar fer Ríkissáttasemjari inn í kjaravetur með bitlítil sáttatæki. Ríkisstjórnin hefur haft sex ár til að styrkja heilbrigðisstofnanir okkar, styðja við heilbrigðisstarfsfólk og grynnka á biðlistum. Afraksturinn er lítið annað en óreiða á striga. Ákvarðanir um orkuöflun eru í biðstöðu með afdrifaríkum afleiðingum fyrir samkeppnishæfni okkar, svo ekki sé talað um möguleika okkar til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Minni en táknræn mál Síðan eru það öll minni en ekki síður mikilvægu málin sem falla í skuggann af þeim stærri. Oft táknræn mál. Mál sem þau okkar, sem aðhyllast raunverulega hugmyndafræði um frelsi og frjálslyndi, láta ekki hjá líða að breyta þegar tækifæri gefst - líkt og þegar fólk situr í meirihluta á þingi og í ríkisstjórn. Aðgerðarleysi á þeim sviðum segir mikið til um getuleysi stjórnarflokkanna. Við í Viðreisn viljum lækka verðið á matarkörfunni með því að auka frelsi og samkeppni því það hefur sýnt sig að það skilar mestum árangri fyrir neytendur. Verðlagsnefnd búvara og ógagnsæir tollkvótar eru gott dæmi um tangarhaldið sem kyrrstaðan veldur. En ríkisstjórnin rígheldur í kerfi sem þjónar hvorki bændum né neytendum. Og lítur á lítið magn af innfluttum úkraínskum kjúklingabringum sem ógn við úrelt kerfi í stað þess að styðja ódeig baráttu Úkraínu fyrir frelsi og sjálfshjálp. Annað dæmi um úrelt fyrirkomulag er verslun með áfengi, sem er svo gott sem orðin frjáls í gegnum netverslanir. En það er ekki vegna stefnu stjórnvalda heldur stefnuleysis. Og ákvörðunarfælni. Viðreisn fagnar að sjálfsögðu auknu frelsi í verslun með allar vörur, en það veit ekki á gott þegar mál þróast með þeim hætti að lög sem sett eru á Alþingi eru löngu orðin úrelt en stjórnvöld horfa meðvituð í hina áttina. Í stað þess að taka umræðu og ákvarðanir sem gætu verið þeim erfiðar. Þrátt fyrir að það stefni í átakahaust þar sem efnahagsmál og kjaraviðræður munu bera hæst er ljóst að átökin innan ríkisstjórnar um hin ýmsu mál, stór sem smá, verða síst minni. Reynslan af þeim átökum er að lítið hreyfist. Með tilheyrandi tjóni fyrir almannahagsmuni og samfélagið. Eftir gæfuríkt sumar blasir við viðburðaríkt haust. Og Viðreisn er í startholunum. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar