Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 09:06 Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar, vill mæta honum í sjónvarpinu. Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Bítinu í morgun. Eins og áður hefur komið fram snúast deilurnar um jörðina Lambeyrar í Dalasýslu sem átta börn bóndans Einars Valdimarssonar erfðu árið 2007. Ása sagði að Daði Einarson, faðir Ásmundar, hefði veðsett jörðina gegn vilja hinna systkinanna og tapaði fjármununum og þar með föðurarfnum. Segir Ásmund hafa staðið að innbrotum Fór jörðin á uppboð og þrjú systkini keyptu hana. Síðan þá hefur vargöld ríkt á Lambeyrum, dómsmál verið höfðuð og skemmdarverk framin. „Daði var brjálaður yfir því að systkinin eiga jörðina. Hann fer út um alla sveitina og stórættina og heldur því fram að hann eigi jörðina,“ sagði Ása í viðtalinu. Lagalega sé rétturinn hins vegar skýr og meðal annars hafi afsalið verið birt á Twitter. „Þegar hann fær ekki sínu fram eru innbrot, þjófnaðir, skemmdarverk upp á margar milljónir og stöðugar ógnir. Fjölskyldan mín er búin að búa við þetta ástand í yfir fimmtán ár,“ sagði Ása. Nefndi hún Daða og Valdimar bróðir hans í þessu samhengi. Einnig að Ásmundur Einar hafi verið staðinn að innbrotum. Reyna að afstýra að fólk slasist Ástæðuna fyrir því að Ása og systur hennar stigu fram er að sögn Ásu það að lögreglan komi ekki til hjálpar þó að eftir því sé leitað. Mikil skemmdarverk hafi verið unnin á jörðinni. „Til dæmis var í skjóli nætur farið á stórum plógi og geðveikislegt munstur rist í jörðina,“ sagði Ása. Eini tilgangurinn sé að eyðileggja túnin, sem samsvari þrjátíu fótboltavöllum að stærð. Þá séu myndbönd og vitni til af því að þeir hafi mætt með stórvirkar vinnuvélar til að taka í sundur vatnslagnir. Engu að síður vildi lögreglan ekki koma. „Þegar við fáum svona svör, trekk í trekk, fer maður að hugsa að Ásmundur hafi mjög sterk ítök á Vesturlandi. Þannig að maður getur ekki annað en spurt sig hvort það hafi áhrif hvernig lögreglan er að bregðast við að þetta sé faðir ráðherra,“ sagði Ása. Aðspurð um hvort að hún óttist afleiðingar af þessum ásökunum sagðist hún vita að svo yrði. Ástandið sé hins vegar þannig að þetta endi með því að einhver slasist. Eina leiðin til að reyna að milda ástandið eða stöðva það sé að segja frá. Vill mæta Ásmundi á hans heimavelli Hún segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá frændum sínum eftir að hlaðvarpið birtist. Viðbrögð samfélagsins og fjölmiðla hafi hins vegar verið góð. „Okkar saga er alveg einhliða,“ sagði Ása. „En við erum alveg sátt við að hin hliðin komi fram. Þannig að ég er tilbúin til þess að mæta honum Ásmundi Einari Daðasyni í sjónvarpsviðtali. Ég minni á það að hann er ráðherra þannig að hann hefur mikla reynslu og þjálfun í að koma fram í fjölmiðlum, þannig að þetta yrði 100 prósent á hans heimavelli. En ég veit að sannleikurinn er með mér í liði,“ sagði hún að lokum. Ásmundur Einar hefur ekki brugðist við fyrirspurn Vísis um málið. Dalabyggð Bítið Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Þetta kom fram í útvarpsþættinum Bítinu í morgun. Eins og áður hefur komið fram snúast deilurnar um jörðina Lambeyrar í Dalasýslu sem átta börn bóndans Einars Valdimarssonar erfðu árið 2007. Ása sagði að Daði Einarson, faðir Ásmundar, hefði veðsett jörðina gegn vilja hinna systkinanna og tapaði fjármununum og þar með föðurarfnum. Segir Ásmund hafa staðið að innbrotum Fór jörðin á uppboð og þrjú systkini keyptu hana. Síðan þá hefur vargöld ríkt á Lambeyrum, dómsmál verið höfðuð og skemmdarverk framin. „Daði var brjálaður yfir því að systkinin eiga jörðina. Hann fer út um alla sveitina og stórættina og heldur því fram að hann eigi jörðina,“ sagði Ása í viðtalinu. Lagalega sé rétturinn hins vegar skýr og meðal annars hafi afsalið verið birt á Twitter. „Þegar hann fær ekki sínu fram eru innbrot, þjófnaðir, skemmdarverk upp á margar milljónir og stöðugar ógnir. Fjölskyldan mín er búin að búa við þetta ástand í yfir fimmtán ár,“ sagði Ása. Nefndi hún Daða og Valdimar bróðir hans í þessu samhengi. Einnig að Ásmundur Einar hafi verið staðinn að innbrotum. Reyna að afstýra að fólk slasist Ástæðuna fyrir því að Ása og systur hennar stigu fram er að sögn Ásu það að lögreglan komi ekki til hjálpar þó að eftir því sé leitað. Mikil skemmdarverk hafi verið unnin á jörðinni. „Til dæmis var í skjóli nætur farið á stórum plógi og geðveikislegt munstur rist í jörðina,“ sagði Ása. Eini tilgangurinn sé að eyðileggja túnin, sem samsvari þrjátíu fótboltavöllum að stærð. Þá séu myndbönd og vitni til af því að þeir hafi mætt með stórvirkar vinnuvélar til að taka í sundur vatnslagnir. Engu að síður vildi lögreglan ekki koma. „Þegar við fáum svona svör, trekk í trekk, fer maður að hugsa að Ásmundur hafi mjög sterk ítök á Vesturlandi. Þannig að maður getur ekki annað en spurt sig hvort það hafi áhrif hvernig lögreglan er að bregðast við að þetta sé faðir ráðherra,“ sagði Ása. Aðspurð um hvort að hún óttist afleiðingar af þessum ásökunum sagðist hún vita að svo yrði. Ástandið sé hins vegar þannig að þetta endi með því að einhver slasist. Eina leiðin til að reyna að milda ástandið eða stöðva það sé að segja frá. Vill mæta Ásmundi á hans heimavelli Hún segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá frændum sínum eftir að hlaðvarpið birtist. Viðbrögð samfélagsins og fjölmiðla hafi hins vegar verið góð. „Okkar saga er alveg einhliða,“ sagði Ása. „En við erum alveg sátt við að hin hliðin komi fram. Þannig að ég er tilbúin til þess að mæta honum Ásmundi Einari Daðasyni í sjónvarpsviðtali. Ég minni á það að hann er ráðherra þannig að hann hefur mikla reynslu og þjálfun í að koma fram í fjölmiðlum, þannig að þetta yrði 100 prósent á hans heimavelli. En ég veit að sannleikurinn er með mér í liði,“ sagði hún að lokum. Ásmundur Einar hefur ekki brugðist við fyrirspurn Vísis um málið.
Dalabyggð Bítið Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira