Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2023 10:11 Ása Ellerup hefur sótt um skilnað frá Rex Heuermann, sem grunaður er um að hafa myrt fjórar konur. AP/Facebook Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. AP fréttaveitan segir að Ása hafi sótt um skilnað í gær og var það staðfest af lögmanni hennar. Hann vildi þó ekkert segja frekar. Í samtali við Fox sagði lögmaðurinn þó að líf Ásu og barna hennar hefði verið snúið algerlega á hvolf. Heuermann var handtekinn í New York borg en skömmu eftir það komu lögregluþjónar á heimili þeirra hjóna og sögðu Ásu og börnum þeirra frá handtökunni og ákærunni. Lögmaðurinn segir fregnirnar hafa komið þeim alfarið í opna skjöldu. Sjá einnig: Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Heuermann var handtekinn í síðustu viku en lögregluþjónar eru enn að leita á heimili hans og Ásu, sem eiga saman eina dóttur og hann á son úr fyrra hjónabandi. Þau eru bæði 59 ára gömul en fram kom í ákærunum gegn Heuermann að þegar hann er grunaður um hafa myrt konurnar þrjár var Ása ekki heima. Í einu tilviki var hún á Íslandi. Ása var í gær mynduð í fyrsta sinn frá því Heuermann var ákærður. Rex Heuermann's wife pictured for first time as she files for divorce from Gilgo Beach serial slaying suspect https://t.co/6WCyh7gnSN— Fox News (@FoxNews) July 20, 2023 Konurnar þrjár sem Heuermann hefur verið ákærður fyrir að myrða hétu Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009 og Megan Waterman og Amber Costello, sem hurfu árið 2010. Fjórða konan, sem hann er grunaður um að hafa myrt hét Maureen Brainard-Barnes en hún hvarf árið 2007. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu en situr í gæsluvarðhaldi, án möguleika á því að losna þar til hann mætir fyrir dómara í næsta mánuði. Sjá einnig: Skæður raðmorðingi loks gómaður Jóhanna Ellerup, systir Ásu, býr einnig í Bandaríkjunum en fjölmiðlar hafa rætt við hana á undanförnum dögum. Hún segist ekki hafa átt í samskiptum við Ásu og að hún viti í raun lítið um hvað sé að gerast. Það sama eigi við föður þeirra, Fróða Ellerup. Sjá einnig: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins PIX11 þar sem meðal annars er rætt við Jóhönnu. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
AP fréttaveitan segir að Ása hafi sótt um skilnað í gær og var það staðfest af lögmanni hennar. Hann vildi þó ekkert segja frekar. Í samtali við Fox sagði lögmaðurinn þó að líf Ásu og barna hennar hefði verið snúið algerlega á hvolf. Heuermann var handtekinn í New York borg en skömmu eftir það komu lögregluþjónar á heimili þeirra hjóna og sögðu Ásu og börnum þeirra frá handtökunni og ákærunni. Lögmaðurinn segir fregnirnar hafa komið þeim alfarið í opna skjöldu. Sjá einnig: Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Heuermann var handtekinn í síðustu viku en lögregluþjónar eru enn að leita á heimili hans og Ásu, sem eiga saman eina dóttur og hann á son úr fyrra hjónabandi. Þau eru bæði 59 ára gömul en fram kom í ákærunum gegn Heuermann að þegar hann er grunaður um hafa myrt konurnar þrjár var Ása ekki heima. Í einu tilviki var hún á Íslandi. Ása var í gær mynduð í fyrsta sinn frá því Heuermann var ákærður. Rex Heuermann's wife pictured for first time as she files for divorce from Gilgo Beach serial slaying suspect https://t.co/6WCyh7gnSN— Fox News (@FoxNews) July 20, 2023 Konurnar þrjár sem Heuermann hefur verið ákærður fyrir að myrða hétu Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009 og Megan Waterman og Amber Costello, sem hurfu árið 2010. Fjórða konan, sem hann er grunaður um að hafa myrt hét Maureen Brainard-Barnes en hún hvarf árið 2007. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu en situr í gæsluvarðhaldi, án möguleika á því að losna þar til hann mætir fyrir dómara í næsta mánuði. Sjá einnig: Skæður raðmorðingi loks gómaður Jóhanna Ellerup, systir Ásu, býr einnig í Bandaríkjunum en fjölmiðlar hafa rætt við hana á undanförnum dögum. Hún segist ekki hafa átt í samskiptum við Ásu og að hún viti í raun lítið um hvað sé að gerast. Það sama eigi við föður þeirra, Fróða Ellerup. Sjá einnig: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins PIX11 þar sem meðal annars er rætt við Jóhönnu.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira