Innlent

Stofnaði í­trekað til slags­mála í mið­borginni

Árni Sæberg skrifar
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af nokkuð mörgum í miðbænum í nótt.
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af nokkuð mörgum í miðbænum í nótt. Vísir/Vilhelm

Maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt eftir að hafa ítrekað stofnað til slagsmála í miðborg Reykjavíkur. Annar var handtekinn og vistaður í fangaklefa fyrir að ráðast á dyravörð skemmtistaðar á svipuðum slóðum.

Þetta segir í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir jafnframt frá umferðarslysi sem varð í Hafnarfirði, þegar bifhjól og bifreið lentu í árekstri. 

Ökumaður bifhjólsins var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið en ekki er vitað hversu mikið hann var slasaður. Engan sakaði í bifreiðinni, að því er segir í dagbókinni.

Þá var töluvert um að ökumenn væru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×