Þetta segir í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir jafnframt frá umferðarslysi sem varð í Hafnarfirði, þegar bifhjól og bifreið lentu í árekstri.
Ökumaður bifhjólsins var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið en ekki er vitað hversu mikið hann var slasaður. Engan sakaði í bifreiðinni, að því er segir í dagbókinni.
Þá var töluvert um að ökumenn væru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna.