Þjálfari Hollands drullar yfir æfingaaðstöðu liðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2023 13:31 Jonker er ekki sáttur. EPA-EFE/BIANCA DE MARCHI Andries Jonker, þjálfari hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er allt annað en sáttur með æfingaaðstöðu liðsins í Nýja-Sjálandi þar sem heimsmeistaramótið fer nú fram. Holland hefur leik á morgun, sunnudag, þegar liðið mætir Portúgal í leik sem mun að öllum líkindum ákvarða hvort liðið fer með Bandaríkjunum upp úr E-riðli. Jonker telur ekki að aðstæðurnar sem Holland æfir við muni hjálpa liðinu. „Þegar við komum hingað á miðvikudag hugsaði ég með mér að við myndum ekki æfa hér. Við höfum áður lýst yfir áhyggjum okkar yfir því að æfa á krikketvelli. Var okkur lofað hinu og þessu en það var ekki staðið við það. Við erum mjög óánægðar og reiðar.“ Netherlands head coach Andries Jonker says his side s #FIFAWWC training facilities in New Zealand fit with amateurism of the highest order .More from @bosherL https://t.co/rIBigb6XAo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 21, 2023 Þjálfarinn hafði áður kvartað yfir því að æfingaaðstaða liðsins væri Bay Oval-krikket völlurinn. Er hann með hörðum „krikket-ferningi“ í miðjunni. „Við viljum eiga góðan leik gegn Portúgal, við viljum að undirbúningurinn sé sem bestur og að við getum þannig átt gott mót þar sem við teljum okkur vera með topplið. Þetta passar ekki við það. Þetta er eins og áhugamennska af verstu gerð.“ „Við getum æft ýmislegt en að spila 11 gegn 11 er ekki hægt,“ sagði Jonker og átti þar við ferninginn í miðju vallarins. Jonker sagði að í raun væru tveir hlutir í stöðunni. Liðið gæti farið degi fyrr til Dunedin þar sem það mætir Portúgal en þá þarf að endurskipuleggja ferðina frá A til Ö. Panta nú flug, bóka ný hótel og því um líkt. Þá gæti liðið keyrt til Hamilton en það er 90 mínútna akstur í báðar áttir. „Við værum á ferðinni frá 10 um morguninn til 18 um daginn fyrir eina æfingu,“ sagði þjálfarinn að endingu. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Holland hefur leik á morgun, sunnudag, þegar liðið mætir Portúgal í leik sem mun að öllum líkindum ákvarða hvort liðið fer með Bandaríkjunum upp úr E-riðli. Jonker telur ekki að aðstæðurnar sem Holland æfir við muni hjálpa liðinu. „Þegar við komum hingað á miðvikudag hugsaði ég með mér að við myndum ekki æfa hér. Við höfum áður lýst yfir áhyggjum okkar yfir því að æfa á krikketvelli. Var okkur lofað hinu og þessu en það var ekki staðið við það. Við erum mjög óánægðar og reiðar.“ Netherlands head coach Andries Jonker says his side s #FIFAWWC training facilities in New Zealand fit with amateurism of the highest order .More from @bosherL https://t.co/rIBigb6XAo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 21, 2023 Þjálfarinn hafði áður kvartað yfir því að æfingaaðstaða liðsins væri Bay Oval-krikket völlurinn. Er hann með hörðum „krikket-ferningi“ í miðjunni. „Við viljum eiga góðan leik gegn Portúgal, við viljum að undirbúningurinn sé sem bestur og að við getum þannig átt gott mót þar sem við teljum okkur vera með topplið. Þetta passar ekki við það. Þetta er eins og áhugamennska af verstu gerð.“ „Við getum æft ýmislegt en að spila 11 gegn 11 er ekki hægt,“ sagði Jonker og átti þar við ferninginn í miðju vallarins. Jonker sagði að í raun væru tveir hlutir í stöðunni. Liðið gæti farið degi fyrr til Dunedin þar sem það mætir Portúgal en þá þarf að endurskipuleggja ferðina frá A til Ö. Panta nú flug, bóka ný hótel og því um líkt. Þá gæti liðið keyrt til Hamilton en það er 90 mínútna akstur í báðar áttir. „Við værum á ferðinni frá 10 um morguninn til 18 um daginn fyrir eina æfingu,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira