Lewis Hamilton hóf keppni dagsins á ráspól en mátti sætta sig við að ljúka leik í 4. sæti. Max Verstappen hjá Red Bull kom, sá og sigraði að venju. Lando Norris hjá McLaren endaði í 2. sæti á meðan Sergio Pérez nældi í bronsið.
NEW F1 RECORD!
— Formula 1 (@F1) July 23, 2023
Red Bull take their 12th win in a row #HungarianGP @redbullracing pic.twitter.com/6SBqcbBuAj
Um er að ræða 12. sigur Red Bull í röð og ljóst að önnur lið þurfa að spýta í lófana, og stíga á bensíngjafirnar, ætli þau sér að ógna toppliði Red Bull á komandi árum.
Næsta keppni Formúlu 1 fer fram á SPA-brautinni í Belgíu að viku liðinni, 30. júlí.