Gosmóðan verður degi lengur og líkur á súru regni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júlí 2023 22:10 Gosmóðan hefur umlukið höfuðborgarsvæðið síðan á föstudag. Vísir/Vésteinn Rigning á höfuðborgarsvæðinu, þar sem gosmóðan hefur hangið í loftinu gæti orðið súr. Náttúruvásérfræðingur segist telja litlar líkur á að rigningin verði til trafala til skamms tíma. Veðurspá bendir til þess að gosmóðan verði degi lengur yfir höfuðborgarsvæðinu en áður var reiknað með. Nú gera spár ráð fyrir að bæti í vind á miðvikudag en ekki þriðjudag, líkt og áður var gert ráð fyrir. Salóme Jórunnar Bernharðsdóttir, náttúruvásérfræðingur, segir í samtali við Vísi að það sé sitt hlutverk fyrst og fremst að spá fyrir um hvar gasmengun geti verið að finna. Súrt regn sé fyrirbæri sem sé á höndum nokkurra aðila að fylgjast með, líkt og Umhverfisstofnun og Landlæknisembættisins. „En spár gera nú ráð fyrir því að þessi gosmóða muni ekkert fara fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag, þar sem það verður enn hægbreytileg átt þangað til sem feykir henni fram og til baka. Það sem getur gerst er að þar sem rignir undir þeim kringumstæðum getur rigningin hreinsað út gastegundirnar og þá verður til súrt regn. Það er það eina sem ég hef fast í hendi.“ Salóme segir að viðvarandi súrt regn geti haft mjög slæm áhrif bæði á lífríki og á heil vistkerfi. Það sé hins vegar fátt sem bendi til þess að stakt súrt regn líkt og nú geti haft afgerandi áhrif á vistkerfið. Gerðist einnig í síðustu gosum Áður hefur Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, tekið í sama streng í samtali við fréttastofa líkt og Salóme nú. „Ef það fer að rigna þá rignir þetta niður. Þá fáum við kannski smá súrt regn. Ef það gerist einu sinni þá skiptir það ekki máli. Það sýndi sig í tveimur síðustu gosum, að þá rigndi svolítið, það hafði engin áhrif á vatnsból svo hægt væri að sjá.“ Sagði hann ómögulegt að vita hve súrt regnið yrði. Þorsteinn hvatti almenning um leið til að fylgjast með loftgæðum inni á vefnum loftgaedi.is. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Salóme Jórunnar Bernharðsdóttir, náttúruvásérfræðingur, segir í samtali við Vísi að það sé sitt hlutverk fyrst og fremst að spá fyrir um hvar gasmengun geti verið að finna. Súrt regn sé fyrirbæri sem sé á höndum nokkurra aðila að fylgjast með, líkt og Umhverfisstofnun og Landlæknisembættisins. „En spár gera nú ráð fyrir því að þessi gosmóða muni ekkert fara fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag, þar sem það verður enn hægbreytileg átt þangað til sem feykir henni fram og til baka. Það sem getur gerst er að þar sem rignir undir þeim kringumstæðum getur rigningin hreinsað út gastegundirnar og þá verður til súrt regn. Það er það eina sem ég hef fast í hendi.“ Salóme segir að viðvarandi súrt regn geti haft mjög slæm áhrif bæði á lífríki og á heil vistkerfi. Það sé hins vegar fátt sem bendi til þess að stakt súrt regn líkt og nú geti haft afgerandi áhrif á vistkerfið. Gerðist einnig í síðustu gosum Áður hefur Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, tekið í sama streng í samtali við fréttastofa líkt og Salóme nú. „Ef það fer að rigna þá rignir þetta niður. Þá fáum við kannski smá súrt regn. Ef það gerist einu sinni þá skiptir það ekki máli. Það sýndi sig í tveimur síðustu gosum, að þá rigndi svolítið, það hafði engin áhrif á vatnsból svo hægt væri að sjá.“ Sagði hann ómögulegt að vita hve súrt regnið yrði. Þorsteinn hvatti almenning um leið til að fylgjast með loftgæðum inni á vefnum loftgaedi.is.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira