Slæm loftgæði á Ísafirði og í Hveragerði í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júlí 2023 07:46 Það verður mikil loftmengun á Ísafirði í dag en gosmóðan frá eldgosinu er komin vestur. Það verður því sennilega ekki svona heiðskýrt eins og á þessari mynd. Vísir/Vilhelm Mikil loftmengun er á Ísafirði og í Hveragerði í dag og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna slæmra loftgæða. Gasmengun frá gosinu berst til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Samkvæmt vefnum loftgaedi.is mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma á Ísafirði og í Hveragerði í dag. Einstaklingar með astma og undirliggjandi lungnasjúkdóma gætu því fundið fyrir einkennum loftmengunarinnar. Alls staðar annars staðar á landinu mælast loftgæði góð eða mjög góð. Í samtali við Veðurstofuna kom fram að í Hveragerði mældist breinnsteinsvetni (H2S) í loftinu. Það væri því ekki frá eldgosinu heldur er líklegra að það komi frá Hellisheiðarvirkjun. Á Vestfjörðum er hins vegar um Súlfat (SO4) að ræða, taldi veðurfræðingur að sennilega væri þetta gosmökkur sem hefði náð að bindast við andrúmsloftið. Náttúruvársérfræðingur greindi frá því í gær að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu muni ekki fara fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Ef það rignir á meðan gosmóðan hangir yfir gæti fallið súrt regn en veðurfræðingar telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á lífríki eða vatnsból. Rigning í nótt hreinsaði gosmóðuna aðeins Samkvæmt spá veðurvaktar um gasdreifingu berst gasmengun frá gosinu til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Búast má við því að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram fram á miðvikudag. „Það er mjög lítil vindur þannig þetta liggur mest yfir gossvæðinu, ekki mikil hreyfing á þessu,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, um gasmengunina í dag. „Það var svona þoka yfir en hún hefur aðeins brotnað upp en það virðist liggja mökkur yfir gossvæðinu.“ „Spáin í dag er hægur vindur þannig þetta getur dreifst víða á Reykjanesskaganum,“ sagði hann. Þá sagði hann að gosmóðan sem hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram næstu tvo daga en „á miðvikudag er komin mjög ákveðin austanátt sem feykir þessu út á hafið. Þá vonandi losnum við við þetta en fram að því þurfum við sennilega að þola þetta“ Þrátt fyrir að gosmóðan hangi yfir mælast loftgæði góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Þorsteinn það sé rigningu að þakka. „Það kom einhver smá rigning sem hefur hreinsað þetta í nótt en það bætist við í dag. Við erum þakklát fyrir það en það bætist við í dag. Gosmóðan komin vestur Greint var frá því á laugardag að gosmóðan væri komin til Vestfjarða. Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði þá að stofunni hefði borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Gervitunglamyndir frá laugardeginum sýndu magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands Móðan var þá komin inn á Breiðafjörð og þótti Magnúsi ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í kjölfarið. Gosmóðan mun líklega halda áfram yfir Tröllaskaga. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Hveragerði Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. 22. júlí 2023 15:01 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Samkvæmt vefnum loftgaedi.is mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma á Ísafirði og í Hveragerði í dag. Einstaklingar með astma og undirliggjandi lungnasjúkdóma gætu því fundið fyrir einkennum loftmengunarinnar. Alls staðar annars staðar á landinu mælast loftgæði góð eða mjög góð. Í samtali við Veðurstofuna kom fram að í Hveragerði mældist breinnsteinsvetni (H2S) í loftinu. Það væri því ekki frá eldgosinu heldur er líklegra að það komi frá Hellisheiðarvirkjun. Á Vestfjörðum er hins vegar um Súlfat (SO4) að ræða, taldi veðurfræðingur að sennilega væri þetta gosmökkur sem hefði náð að bindast við andrúmsloftið. Náttúruvársérfræðingur greindi frá því í gær að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu muni ekki fara fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Ef það rignir á meðan gosmóðan hangir yfir gæti fallið súrt regn en veðurfræðingar telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á lífríki eða vatnsból. Rigning í nótt hreinsaði gosmóðuna aðeins Samkvæmt spá veðurvaktar um gasdreifingu berst gasmengun frá gosinu til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Búast má við því að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram fram á miðvikudag. „Það er mjög lítil vindur þannig þetta liggur mest yfir gossvæðinu, ekki mikil hreyfing á þessu,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, um gasmengunina í dag. „Það var svona þoka yfir en hún hefur aðeins brotnað upp en það virðist liggja mökkur yfir gossvæðinu.“ „Spáin í dag er hægur vindur þannig þetta getur dreifst víða á Reykjanesskaganum,“ sagði hann. Þá sagði hann að gosmóðan sem hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram næstu tvo daga en „á miðvikudag er komin mjög ákveðin austanátt sem feykir þessu út á hafið. Þá vonandi losnum við við þetta en fram að því þurfum við sennilega að þola þetta“ Þrátt fyrir að gosmóðan hangi yfir mælast loftgæði góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Þorsteinn það sé rigningu að þakka. „Það kom einhver smá rigning sem hefur hreinsað þetta í nótt en það bætist við í dag. Við erum þakklát fyrir það en það bætist við í dag. Gosmóðan komin vestur Greint var frá því á laugardag að gosmóðan væri komin til Vestfjarða. Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði þá að stofunni hefði borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Gervitunglamyndir frá laugardeginum sýndu magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands Móðan var þá komin inn á Breiðafjörð og þótti Magnúsi ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í kjölfarið. Gosmóðan mun líklega halda áfram yfir Tröllaskaga.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Hveragerði Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. 22. júlí 2023 15:01 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. 22. júlí 2023 15:01