„Þetta sýnir að fólk þarf að fara varlega“ Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2023 14:21 Gígbarmurinn brast einnig aðfaranótt 19. júlí. Stöð 2/Arnar Eldfjallafræðingur segir að viðbúið hafi verið að barmur gígsins við Litla-Hrút myndi gefa sig í dag strax í gær. Í gær hafi mikill fjöldi fólks verið á svæðinu þar sem hraun rann niður á sléttuna og það ítreki mikilvægi þess að fólk fari varlega og hlýði fyrirmælum. Barmur gígsins gaf sig til norðurs á tólfta tímanum í dag með þeim afleiðingum að gígurinn tæmdist niður á sléttuna. Atvikið má sjá í myndskeiði úr vefmyndavél Vísis hér að neðan: „Það er bara viðbúið. Hann lokar sér og svo safnast kvika í hann. Hún er náttúrulega langt fyrir ofan yfirborðið af því að götin út úr honum eru of lítil, þá safnast upp í honum. Það sem gerist núna á meðan hann er að þessu þá byggir hann upp í kringum sig og hann hækkar og hækkar. Þessi hraun komast ekkert svo langt af því að þau fara fyrir utan meginhraunstrauminn, sem þýðir að þau þurfa að búa til nýtt flutningskerfi. Það er bara meira en að segja það,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Svæðið fullt af fólki í gær Ármann segir að síðast í gær hafi mikill fjöldi fólks verið á sléttunni norður af gígnum, sem fór undir hraun í morgun. Lögreglan hafi þó lokað því svæði fyrr en gosstöðvunum almenn í gær og rýmt það. Því hafi engin raunveruleg hætta verið á ferð. „Ekki nema einhver glópur hefði verið þarna inni. Engir lögreglu- eða björgunarsveitarmenn eru inni á hættusvæði, af því að við erum ekki að stofna þeim í hættu.“ Þá segir hann að hraunflæðið í gær undirstriki mikilvægi þess að fólk fari varlega og hlýði fyrirmælum yfirvalda á svæðinu. Mun hækka og hækka Ármann segir að þegar gígbarmurinn brestur styrki gígurinn undirstöður sínar til lengri tíma og því geti hann hækkað meira áður en hann brestur næst. Þannig gæti gígurinn orðið mjög stór ef gosið heldur áfram í lengri tíma. Það hafi til að mynda gerst í eldgosinu í Geldingadölum, þar sem finna má myndarlegan gíg. Vefmyndavél Vísis á gossvæðinu má sjá hér að neðan: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir. 23. júlí 2023 09:38 Hraunrennslið nú alfarið neðanjarðar Hraunrennsli í eldgosinu virðist nú vera alfarið neðanjarðar og gígskálinn virkar einungis sem bullsjóðandi pottur án yfirborðsrennslis. Í kvöld má greina nokkra staði í hraunbreiðunni þaðan sem hraun vellur upp úr hraunrásum neðanjarðar. 23. júlí 2023 23:21 Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. 23. júlí 2023 19:15 Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. 19. júlí 2023 11:57 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Barmur gígsins gaf sig til norðurs á tólfta tímanum í dag með þeim afleiðingum að gígurinn tæmdist niður á sléttuna. Atvikið má sjá í myndskeiði úr vefmyndavél Vísis hér að neðan: „Það er bara viðbúið. Hann lokar sér og svo safnast kvika í hann. Hún er náttúrulega langt fyrir ofan yfirborðið af því að götin út úr honum eru of lítil, þá safnast upp í honum. Það sem gerist núna á meðan hann er að þessu þá byggir hann upp í kringum sig og hann hækkar og hækkar. Þessi hraun komast ekkert svo langt af því að þau fara fyrir utan meginhraunstrauminn, sem þýðir að þau þurfa að búa til nýtt flutningskerfi. Það er bara meira en að segja það,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Svæðið fullt af fólki í gær Ármann segir að síðast í gær hafi mikill fjöldi fólks verið á sléttunni norður af gígnum, sem fór undir hraun í morgun. Lögreglan hafi þó lokað því svæði fyrr en gosstöðvunum almenn í gær og rýmt það. Því hafi engin raunveruleg hætta verið á ferð. „Ekki nema einhver glópur hefði verið þarna inni. Engir lögreglu- eða björgunarsveitarmenn eru inni á hættusvæði, af því að við erum ekki að stofna þeim í hættu.“ Þá segir hann að hraunflæðið í gær undirstriki mikilvægi þess að fólk fari varlega og hlýði fyrirmælum yfirvalda á svæðinu. Mun hækka og hækka Ármann segir að þegar gígbarmurinn brestur styrki gígurinn undirstöður sínar til lengri tíma og því geti hann hækkað meira áður en hann brestur næst. Þannig gæti gígurinn orðið mjög stór ef gosið heldur áfram í lengri tíma. Það hafi til að mynda gerst í eldgosinu í Geldingadölum, þar sem finna má myndarlegan gíg. Vefmyndavél Vísis á gossvæðinu má sjá hér að neðan:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir. 23. júlí 2023 09:38 Hraunrennslið nú alfarið neðanjarðar Hraunrennsli í eldgosinu virðist nú vera alfarið neðanjarðar og gígskálinn virkar einungis sem bullsjóðandi pottur án yfirborðsrennslis. Í kvöld má greina nokkra staði í hraunbreiðunni þaðan sem hraun vellur upp úr hraunrásum neðanjarðar. 23. júlí 2023 23:21 Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. 23. júlí 2023 19:15 Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. 19. júlí 2023 11:57 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir. 23. júlí 2023 09:38
Hraunrennslið nú alfarið neðanjarðar Hraunrennsli í eldgosinu virðist nú vera alfarið neðanjarðar og gígskálinn virkar einungis sem bullsjóðandi pottur án yfirborðsrennslis. Í kvöld má greina nokkra staði í hraunbreiðunni þaðan sem hraun vellur upp úr hraunrásum neðanjarðar. 23. júlí 2023 23:21
Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. 23. júlí 2023 19:15
Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. 19. júlí 2023 11:57