Nýsamþykkt lög draga úr áhrifum Hæstaréttar Ísraels Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 15:09 Frá mótmælum í Ísrael í dag. AP/Ariel Schalit) Ísraelska þingið, Knesset, samþykkti í dag fyrstu breytingarnar á dómskerfi landsins sem miða að því að auka vald þings og framkvæmdavalds og draga úr valdi dómstólanna. Mikil mótmæli hafa verið í landinu gegn áformum nýrrar hægristjórnar landsins. Hundruð manna hafa verið handtekin. Í gærkvöldi og í dag, í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, beitti lögregla öflugum vatnsbyssum til að dreifa mótmælendum. Eftir að fyrstu breytingarnar voru samþykktar í dag urðu mótmælendur reiðir. Leiðtogar mótmælenda segjast ekki ætla að hætta, samkvæmt frétt Times of Israel og heita því að berjast áfram gegn frumvarpinu. Samkvæmt nýju lögunum getur hæstiréttur landsins ekki lengur ógilt umdeildar ráðstafanir þingsins meðal annars á herteknu svæðunum í Palestínu. Stjórnarandstæðingar segja breytingarnar meðal annars getað dregið úr vilja fólks til að gegna herskyldu. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Hann stendur frammi fyrir nokkrum ákærum og dómsmálum, þar sem hann er meðal annars sakaður um spillingu. Fyrsta skrefið Yariv Levin, dómsmálaráðherra Ísraels, sagði í kjölfar þess að fyrstu breytingarnar voru samþykktar að um fyrsta skrefið af mörgum væri að ræða. Hann hefur lengi sakað dómara um að taka sér of mikið vald og þá af kosnum leiðtogum Ísraels. Samkvæmt New York Times gaf hann til kynna í ræðu í dag að hann vildi ganga lengra. „Við höfum tekið fyrsta skrefið í átt að sögulegum og mikilvægum árangri í endurbótum á dómstólum landsins,“ sagði Levin. Andstæðingar hans saka hann þó um að færa Ísrael nær einræði. Netanjahú ætlar að ávarpa þjóðina seinna í dag. Ísrael Tengdar fréttir Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. 24. júlí 2023 11:25 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Sjá meira
Mikil mótmæli hafa verið í landinu gegn áformum nýrrar hægristjórnar landsins. Hundruð manna hafa verið handtekin. Í gærkvöldi og í dag, í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, beitti lögregla öflugum vatnsbyssum til að dreifa mótmælendum. Eftir að fyrstu breytingarnar voru samþykktar í dag urðu mótmælendur reiðir. Leiðtogar mótmælenda segjast ekki ætla að hætta, samkvæmt frétt Times of Israel og heita því að berjast áfram gegn frumvarpinu. Samkvæmt nýju lögunum getur hæstiréttur landsins ekki lengur ógilt umdeildar ráðstafanir þingsins meðal annars á herteknu svæðunum í Palestínu. Stjórnarandstæðingar segja breytingarnar meðal annars getað dregið úr vilja fólks til að gegna herskyldu. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Hann stendur frammi fyrir nokkrum ákærum og dómsmálum, þar sem hann er meðal annars sakaður um spillingu. Fyrsta skrefið Yariv Levin, dómsmálaráðherra Ísraels, sagði í kjölfar þess að fyrstu breytingarnar voru samþykktar að um fyrsta skrefið af mörgum væri að ræða. Hann hefur lengi sakað dómara um að taka sér of mikið vald og þá af kosnum leiðtogum Ísraels. Samkvæmt New York Times gaf hann til kynna í ræðu í dag að hann vildi ganga lengra. „Við höfum tekið fyrsta skrefið í átt að sögulegum og mikilvægum árangri í endurbótum á dómstólum landsins,“ sagði Levin. Andstæðingar hans saka hann þó um að færa Ísrael nær einræði. Netanjahú ætlar að ávarpa þjóðina seinna í dag.
Ísrael Tengdar fréttir Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. 24. júlí 2023 11:25 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Sjá meira
Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. 24. júlí 2023 11:25