Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 16:00 Oliver Sigurjónsson, Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic verða að öllum líkindum allir í byrjunarliði Breiðabliks þegar liðið mætir FCK annað kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Breiðablik sigraði Shamrock Rovers frá Írlandi í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur nú tryggt sér umspilssæti í Sambandsdeild Evrópu hið minnsta. Liðið getur hins vegar farið enn lengra í Meistaradeildinni en Danmerkurmeistarar FCK standa í vegi fyrir þeim. „Við erum ekki búnir að fara yfir þá á fundinum, hann er á eftir. Hef séð nokkrar klippur og reyni að fylgjast aðeins með dönsku deildinni. Ef þeir vinna flestöll lið í Danmörku þá eru þeir gífurlega sterkir og eru búnir að vera í riðlakeppnum hér og þar. Hlakka til að sjá þá á gervigrasinu okkar,“ sagði Oliver um gæði FCK. Hann nefndi einvígið gegn İstanbul Başakşehir á síðustu leiktíð þar sem Blikar töpuðu 1-3 á heimavelli og 3-0 úti. „Það var ekki frammistaða á milli teiganna sem skipti máli, það var inn í teigunum. Það er eitthvað sem skilja á milli á morgun, hvort við skorum úr færunum okkar og höldum þeim lengst frá okkar teig, og öfugt. Verður ótrúlega gaman að bera sig saman við þessa leikmenn.“ FCK æfir ekki á Kópavogsvelli fyrir leik morgundagsins „Þegar við sjálfir förum á grasvelli þá æfum við ekkert alltaf á grasi daginn fyrir leik. Það getur verið erfitt fyrri bak, lappir og fleira. Ég skil þau rök og þeir vilja örugglega ekki vera á gervigrasi þar sem það er mjög lítið um gervigrasvelli í Danmörku.“ „Held að það verði betra fyrir okkur, að þeir séu að koma í fyrsta skipti og við ætlum að reyna nýta það sem mest.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Oliver Sigurjónsson fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa Stressið orðið að spennu „Við erum orðnir nokkuð reyndir í þessum Evrópuleikjum svo það er ekki eins mikið stress hjá okkur. Þeir hafa í rauninni öllu að tapa en það skiptir okkur engu máli því okkur langar bara að fara og vinna fótbolta. Sama hversu sterkur andstæðingurinn er þá held ég að það sé frábært fyrir okkur að vera á heimavelli.“ „Held það sé bara tilhlökkun í hópnum heldur en stress. Meira stress fyrir forkeppnina og 1. umferðina af því okkur langaði svo mikið að komast áfram. Núna er hægt að breyta stressi yfir í spennu og þá held ég að það detti nokkur kíló af mönnum og við náum að spila okkar leik, held þetta verði ótrúlega skemmtilegur leikur.“ Mæta fullir sjálfstrausts „Við getum eiginlega ekki farið með neitt annað en sjálfstraust inn í þennan leik. Við erum vanir að spila ákveðinn leikstíl og við ætlum að vera, að ég held – fundurinn er á eftir en ég trúi að Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika) , og vona að við komum þeim svolítið á óvart. Sérstaklega í byrjun með hraðanum og ákefðinni okkar.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndina. Byrjunarlið Breiðabliks í heimaleiknum við Shamrock Rovers í 1. umferð.Vísir/Diego „Það verður gaman að sjá hvernig við bregðumst við mismunandi aðstæðum því þeir með lausnir við vandamálum sem við erum kannski að setja á lið hér heima eða í Evrópu. Þeir eru með það frábæra leikmenn að þeir reikna út eitthvað annað. Verður ótrúlega gaman að sjá hvort við náum ekki að vinna þá á morgun,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, að endingu. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Breiðablik sigraði Shamrock Rovers frá Írlandi í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur nú tryggt sér umspilssæti í Sambandsdeild Evrópu hið minnsta. Liðið getur hins vegar farið enn lengra í Meistaradeildinni en Danmerkurmeistarar FCK standa í vegi fyrir þeim. „Við erum ekki búnir að fara yfir þá á fundinum, hann er á eftir. Hef séð nokkrar klippur og reyni að fylgjast aðeins með dönsku deildinni. Ef þeir vinna flestöll lið í Danmörku þá eru þeir gífurlega sterkir og eru búnir að vera í riðlakeppnum hér og þar. Hlakka til að sjá þá á gervigrasinu okkar,“ sagði Oliver um gæði FCK. Hann nefndi einvígið gegn İstanbul Başakşehir á síðustu leiktíð þar sem Blikar töpuðu 1-3 á heimavelli og 3-0 úti. „Það var ekki frammistaða á milli teiganna sem skipti máli, það var inn í teigunum. Það er eitthvað sem skilja á milli á morgun, hvort við skorum úr færunum okkar og höldum þeim lengst frá okkar teig, og öfugt. Verður ótrúlega gaman að bera sig saman við þessa leikmenn.“ FCK æfir ekki á Kópavogsvelli fyrir leik morgundagsins „Þegar við sjálfir förum á grasvelli þá æfum við ekkert alltaf á grasi daginn fyrir leik. Það getur verið erfitt fyrri bak, lappir og fleira. Ég skil þau rök og þeir vilja örugglega ekki vera á gervigrasi þar sem það er mjög lítið um gervigrasvelli í Danmörku.“ „Held að það verði betra fyrir okkur, að þeir séu að koma í fyrsta skipti og við ætlum að reyna nýta það sem mest.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Oliver Sigurjónsson fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa Stressið orðið að spennu „Við erum orðnir nokkuð reyndir í þessum Evrópuleikjum svo það er ekki eins mikið stress hjá okkur. Þeir hafa í rauninni öllu að tapa en það skiptir okkur engu máli því okkur langar bara að fara og vinna fótbolta. Sama hversu sterkur andstæðingurinn er þá held ég að það sé frábært fyrir okkur að vera á heimavelli.“ „Held það sé bara tilhlökkun í hópnum heldur en stress. Meira stress fyrir forkeppnina og 1. umferðina af því okkur langaði svo mikið að komast áfram. Núna er hægt að breyta stressi yfir í spennu og þá held ég að það detti nokkur kíló af mönnum og við náum að spila okkar leik, held þetta verði ótrúlega skemmtilegur leikur.“ Mæta fullir sjálfstrausts „Við getum eiginlega ekki farið með neitt annað en sjálfstraust inn í þennan leik. Við erum vanir að spila ákveðinn leikstíl og við ætlum að vera, að ég held – fundurinn er á eftir en ég trúi að Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika) , og vona að við komum þeim svolítið á óvart. Sérstaklega í byrjun með hraðanum og ákefðinni okkar.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndina. Byrjunarlið Breiðabliks í heimaleiknum við Shamrock Rovers í 1. umferð.Vísir/Diego „Það verður gaman að sjá hvernig við bregðumst við mismunandi aðstæðum því þeir með lausnir við vandamálum sem við erum kannski að setja á lið hér heima eða í Evrópu. Þeir eru með það frábæra leikmenn að þeir reikna út eitthvað annað. Verður ótrúlega gaman að sjá hvort við náum ekki að vinna þá á morgun,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, að endingu. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira