FCK sé ekki spennt fyrir því að spila í Kópavogi Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2023 08:32 Freyr Alexandersson og hans menn í Lyngby töpuðu naumlega í leik þar sem þeir fengu urmul færa. Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í Danmörku, kveðst spenntur fyrir leik Blika við FC Kaupmannahöfn. Hann stýrði Lyngby gegn dönsku meisturunum um helgina og þekkir vel til liðsins. Lyngby hélt sæti sínu á ótrúlegan hátt á lokadegi deildarinnar á síðustu leiktíð en fékk verðugt verkefni í fyrstu umferð í ár þar sem FCK kom í heimsókn. Alfreð Finnbogason skoraði mark Lyngby í naumu 2-1 tapi á laugardaginn var þar sem lærisveinar Freys hefðu hæglega getað unnið. Eftir þann leik segir Freyr allt geta gerst í Kópavogi á morgun en Blikar þurfi þó að eiga sinn besta dag gegn þessu sterka liði. „Þetta er spennandi verkefni fyrir Blikana en ekkert sérstaklega spennandi fyrir FCK. Það eitt og sér hjálpar Blikum,“ „Mér finnst Blikarnir líta mjög vel út og það sem þeir hafa í sínum leik á gervigrasinu í Kópavogi getur strítt Kaupmannahafnarbúum, ég er alveg viss um það. En bæði leikmenn og Óskar eru meðvitaðir um það að þeir þurfa að hitta á toppleik til að þeir geti strítt þeim, en ef þeir gera það geta þeir veitt þeim mótspyrnu, ég er í engum vafa um það,“ segir Freyr. „Ég hef séð nógu mikið af Blikunum til að vera nokkuð öruggur í því að þeir geti vel strítt FCK í Kópavogi. Það er hins vegar allt önnur skepna að spila á Parken. Það er leikur sem vonandi verður á lífi eftir góða frammistöðu í Kópavogi og þá geta þeir vonandi klórað sig í gegnum þær 90 mínútur,“ „Núna þurfa þeir bara hugsa um að ná góðri frammistöðu í Kópavogi og þá getur allt gerst. Ég hlakka mikið til að sjá þann leik,“ segir Freyr. Misst menn en fyllt misvel í skörðin Einhverjar breytingar hafa orðið á FCK-liðinu þar sem þeir hafa meðal annars misst Mikkel Kaufmann, miðjumennina Zeca og Marko Stamenic auk íslenska landsliðsmannsins Hákons Arnars Haraldssonar, sem var seldur dýrum dómum til Lille í Frakklandi. Hann er þó ekki stærsta nafnið til að yfirgefa liðið, samkvæmt Frey. „Stærsta nafnið sem þeir hafa misst er ekki Hákon Haraldsson, það er Mohamed Daramy, sem spilar vinstri kant hjá þeim, er FCK drengur og var á láni frá Ajax. Hákon er samt sem áður prófíll fyrir sá sem þeir eru búnir að selja. Þeir eru búnir að missa þá tvo og svo er Viktor Claesson, fyrirliði þeirra, meiddur. Þetta eru þrír mest effektívu sóknarmennirnir þeirra sem eru farnir,“ segir Freyr. Hann segir missinn af þessum þremur leikmönnum hafa verið tilfinnanlegan á laugardaginn var. „Við fundum alveg fyrir því að þeir voru allir mjög góðir í link-up spili vinstra megin á vellinum, en það var ekki til staðar á móti okkur [í leik Lyngby og FCK um helgina]. Þannig að þeir sakna dálítið þeirrar tengingar sem þessir menn mynduðu,“ segir Freyr. Cornelius á batavegi FCK brást við þessu með því að kaupa vinstri vængmann í gær en sá kemur of seint til að geta tekið þátt í Evrópuverkefninu, þar sem hann er ekki skráður í leikmannahópinn hjá UEFA. „Þeir eru ekki búnir að styrkja sig mikið þar til í dag. Þeir keyptu Elias Achuri frá Viborg í dag á 22 milljónir danskra króna. Hann er vinstri kantmaður sem er mjög frábær einn á móti einum en ég veit ekki hvort hann spilar á morgun. Hann æfði með þeim í dag og ég veit ekki einu sinni hvort hann ferðast með þeim til Íslands,“ „Annars eru þeir, að ég held, ekki búnir að styrkja sig neitt. En það er auðvitað styrkur í því að Andreas Cornelius, framherji og danskur landsliðsmaður, er að koma til baka úr meiðslum. En hann spilaði mikið á móti okkur svo ég veit ekki hversu mikið hann spilar á móti Breiðabliki,“ segir Freyr. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld og er í beinni á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:45. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Danski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira
Lyngby hélt sæti sínu á ótrúlegan hátt á lokadegi deildarinnar á síðustu leiktíð en fékk verðugt verkefni í fyrstu umferð í ár þar sem FCK kom í heimsókn. Alfreð Finnbogason skoraði mark Lyngby í naumu 2-1 tapi á laugardaginn var þar sem lærisveinar Freys hefðu hæglega getað unnið. Eftir þann leik segir Freyr allt geta gerst í Kópavogi á morgun en Blikar þurfi þó að eiga sinn besta dag gegn þessu sterka liði. „Þetta er spennandi verkefni fyrir Blikana en ekkert sérstaklega spennandi fyrir FCK. Það eitt og sér hjálpar Blikum,“ „Mér finnst Blikarnir líta mjög vel út og það sem þeir hafa í sínum leik á gervigrasinu í Kópavogi getur strítt Kaupmannahafnarbúum, ég er alveg viss um það. En bæði leikmenn og Óskar eru meðvitaðir um það að þeir þurfa að hitta á toppleik til að þeir geti strítt þeim, en ef þeir gera það geta þeir veitt þeim mótspyrnu, ég er í engum vafa um það,“ segir Freyr. „Ég hef séð nógu mikið af Blikunum til að vera nokkuð öruggur í því að þeir geti vel strítt FCK í Kópavogi. Það er hins vegar allt önnur skepna að spila á Parken. Það er leikur sem vonandi verður á lífi eftir góða frammistöðu í Kópavogi og þá geta þeir vonandi klórað sig í gegnum þær 90 mínútur,“ „Núna þurfa þeir bara hugsa um að ná góðri frammistöðu í Kópavogi og þá getur allt gerst. Ég hlakka mikið til að sjá þann leik,“ segir Freyr. Misst menn en fyllt misvel í skörðin Einhverjar breytingar hafa orðið á FCK-liðinu þar sem þeir hafa meðal annars misst Mikkel Kaufmann, miðjumennina Zeca og Marko Stamenic auk íslenska landsliðsmannsins Hákons Arnars Haraldssonar, sem var seldur dýrum dómum til Lille í Frakklandi. Hann er þó ekki stærsta nafnið til að yfirgefa liðið, samkvæmt Frey. „Stærsta nafnið sem þeir hafa misst er ekki Hákon Haraldsson, það er Mohamed Daramy, sem spilar vinstri kant hjá þeim, er FCK drengur og var á láni frá Ajax. Hákon er samt sem áður prófíll fyrir sá sem þeir eru búnir að selja. Þeir eru búnir að missa þá tvo og svo er Viktor Claesson, fyrirliði þeirra, meiddur. Þetta eru þrír mest effektívu sóknarmennirnir þeirra sem eru farnir,“ segir Freyr. Hann segir missinn af þessum þremur leikmönnum hafa verið tilfinnanlegan á laugardaginn var. „Við fundum alveg fyrir því að þeir voru allir mjög góðir í link-up spili vinstra megin á vellinum, en það var ekki til staðar á móti okkur [í leik Lyngby og FCK um helgina]. Þannig að þeir sakna dálítið þeirrar tengingar sem þessir menn mynduðu,“ segir Freyr. Cornelius á batavegi FCK brást við þessu með því að kaupa vinstri vængmann í gær en sá kemur of seint til að geta tekið þátt í Evrópuverkefninu, þar sem hann er ekki skráður í leikmannahópinn hjá UEFA. „Þeir eru ekki búnir að styrkja sig mikið þar til í dag. Þeir keyptu Elias Achuri frá Viborg í dag á 22 milljónir danskra króna. Hann er vinstri kantmaður sem er mjög frábær einn á móti einum en ég veit ekki hvort hann spilar á morgun. Hann æfði með þeim í dag og ég veit ekki einu sinni hvort hann ferðast með þeim til Íslands,“ „Annars eru þeir, að ég held, ekki búnir að styrkja sig neitt. En það er auðvitað styrkur í því að Andreas Cornelius, framherji og danskur landsliðsmaður, er að koma til baka úr meiðslum. En hann spilaði mikið á móti okkur svo ég veit ekki hversu mikið hann spilar á móti Breiðabliki,“ segir Freyr. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld og er í beinni á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:45.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Danski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira